Frjáls verslun - 01.01.2004, Page 32
Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss:
Einfaldleiki er dyggð
Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss.
Mynd: Geir Ólafsson
Efdr Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Við höfum bætt okkar búðir, ijölgað þeim og erum á betri
stöðum. Við höfum unnið markvisst að því að bæta
okkur. Við höfum alltaf passað upp á okkar verðstefnu
og það hefur náðst frábær árangur í verði í mörgum vöru-
liðum, þar sem bæði birgjar og framleiðendur hafa hjálpað
okkur mjög mikið. Þetta er samstillt átak. Þróunin sýnir að
neytandinn verslar þar sem hann getur fengið sömu vöruna á
30-40% lægra verði. Munurinn á ódýrustu og dýrustu verslun
er gríðarlegur. Svo mikið verðbil þekkist hvergi í heiminum,"
segir Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss.
- Erþetta afleiðing af auglýsingastefnu eða einhverju öðru?
„Þetta fýlgist allt að. Við mælum árangurinn af auglýsing-
unum. Það er rosaleg samkeppni á markaðnum. Öll dagblöð
eru full af auglýsingum og tilboðum þannig að það er hart
barist um hylli neytenda. Niðurstaða skoðanakönnunarinnar
er nánast í sama hlutfalli og söluhlutfall okkar. Við höfum
verið að vaxa gríðarlega sl. 2-3 ár. Við höfum fjölgað búðum,
gert þær aðgengilegri og miðum við að vöruvalið sé í sam-
ræmi við þarfir og eftirspurn neytandans," svarar hann.
„Einfaldleiki er dyggð. Við höfum alltaf haft einfaldleika að
leiðarljósi. Það er sú stefna sem við vinnum eftir. Við seljum epli
og appelsínur og gerum það á eins einfaldan hátt og við getum.
Bónus er gríðarlega stórt íýrirtæki á landsvísu. Einfaldleiki alls
ráðandi. Það hefur styrkt okkur rosalega í samkeppninni. Við
höfúm aldrei verið að flækja neitt sem getum haft einfalt" Œl
Ingvi Jökull Logason, markaðssamskiptafræðingur
hjá Hér og nú. Mynd: Geir Ólafsson
Ingvi Jökull Logason markaðssamskiptafræðingur:
Áhrif á budduna
Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Þessi mikla aukning hjá Bónus á milli ára kemur á óvart. Bónus
hefur ekki verið að breyta miklu hjá sér, kannski stækkað versl-
unarrými lítillega og fiölgað eitthvað verslunum. Niðurstöðurnar
eru athyglisverðar ekki síður i ljósi þess að verslunum sem eru í sam-
keppni við Bónus hefur tjölgað undanfarið. Bónus er, samkvæmt
könnuninni, að styrkja huglæga stöðu sína á markaðnum. Þetta er
kannski eftirtektarverðast í þessum niðurstöðum og hlýtur að teljast
mjög jákvætt fyrir Bónus. Bónus hagnast á því að vera í daglegri snert-
ingu við fólk sem telur það hafa jákvæð áhrif á budduna. Það skýrir
kannski eitthvað en er samt engin algild haldbær skýring, þessi vin-
sældaaukning er það mikil,“ segir Ingvi Jökull Logason, markaðssam-
skiptafræðingur hjá Hér og nú markaðssamskiptum.
„Munurinn á Bónus og hinum fýrirtækjunum sem næst koma er að
flest hinna fyrirtækjanna öðlast vinsældir sínar á markaðslegri og
ímyndarlegri framsetningu og því hvernig þau kynna sig. Bónus bygg-
ir ímynd sína að hluta á auglýsingum um lægsta vöruverðið en mun
áhrifameira er að þeir eru í daglegri snertingu við ljöldann og hafa
áhrif á kaupmáttinn sem skiptir miklu máli í huga fólks. Hin fyrirtækin
hafa sjaldnar áhrif á fjármálin og eru sjaldnar í snertingu við viðskipta-
vini en Bónus. Bónus fær því oftar tækifæri til að standa sig vel en hin
fyrirtækin.“Sl]
32