Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2004, Page 36

Frjáls verslun - 01.01.2004, Page 36
NÆRMYND AF HANNESI SMÁRASYNI Iðunn Jónsdóttír, mágkona Hannesar: „Hann er mjög áræðinn og mikill keppnismaður. Hann verður þó ekki kenndur við fífldirfsku því allar ákvarð- anir hans eru vel ígrundaðar.“ Hreggviður Jónsson, forstjóri PharmaNor: „Styrkur Hannesar liggur ekki síst í „strategískri“ hugsun, þ.e. öllu sem lýtur að greiningu, stöðumati og mótun á framtíðarsýn.“ stofnun. Hannes á einn bróður, Sigurð, sem er doktor í efna- fræði og starfar hjá íslenskri erfðagreiningu. Hannes dvaldi ungur í Danmörku vegna námsdvalar foreldra sinna þar. Fjöl- skyldan flutti heim þegar hann var níu ára og settist að í Laug- arneshverfinu í Reykjavík. Þar gekk Hannes í skóla og þar tengdist hann Fram. Hannes er kvæntur Steinunni Jónsdóttur innanhússarkitekt, en þau kynntust í MR. Hún var einum bekk á eftír honum og flutti því ekki vestur um haf fyrr en ári síðar. Þau hjón eiga tvö börn, Nönnu Katrínu, 9 ára, og Jón Braga, 6 ára. Fjölskyldan býr reyndar í Boston um þessar mundir en Steinunn er þar við fram- haldsnám í arkitektúr. Hannes er því mikið á ferðinni yfir hafið. Einn viðmælandi sem þekkir Hannes ágætlega komst svo að orði að Hannes lifi frekar flóknu lífi. Nefndi í því sambandi að það mætti æda að starf aðstoðarforstjóra við hlið Kára Stefáns- sonar og rekstur heimifis væri ærinn starfi fyrir ófáa en Hannes léti ekki þar við sitja. Heimilið bæði í Boston og Arnarnesinu um þessar mundir, hann nýlega orðinn „virkur hluthafi" í Flugleiðum og orðaður við stjórnarformennsku í félaginu. Að auki er nóg að sýsla þar sem umsvif hans og Jóns Helga, tengdaföður hans, eru annars vegar. Flókið líf? Fyrir marga, já. Hannes er bogmaður og á stjörnuspeki.is er bogmanninum lýst sem stórhuga manni. Færist mikið í fany Viðmælandi sagði að Hannesi hætti kannski við að hella sér út í of mikið í einu. En hann væri þannig gerður að hann væri ekkert að dútla við hlutina heldur skellti sér 1 verkefnin af krafti og festu. „Hann er ekkert sérlega þofinmóður og á stundum getur keppnisskapið gosið upp, en hann klárar sín verkefni með sóma,“ sagði gamall félagi Hannesar og bætti glottandi við: „Hannes er enginn dútlari. Hann er vanur að gera hlutína með stæl.“ Viðmælendur bera Hannesi vel söguna, segja hann skemmtilegan í viðkynningu og góðan dreng. Það er ósjaldan glatt á hjalla í kring um hann en ákafi hans smitar gjarnan út frá sér. En hann er lítið fyrir að hampa sér opinberlega, vill láta verkin tala. Ef nefna á einhveija galla verða viðmælendur hugsi en hallast helst að því að hann eigi til að hlaða á sig of miklu af verkefnum, hann slaki nær aldrei á. Og, þrátt fyrir skipulags- hæfileika og snarpa hugsun, er nefnt að hann geti verið frekar óskipulagður frá degi tíl dags. „Hann getur jafnvel átt erfitt með að skipuleggja dagbókina sína einn dag í einu. Og hann er ekki sérlega þolinmóður við dagleg stjórnunarstörf," segir einn viðmælenda. En bætir við að Hannes sé manna færastur þegar kemur að skipulagsverk- efnum og greiningu á aðstæðum. Þá sé hann eldfljótur að komast að kjarna máls og finna lausnir. „Styrkur Hannesar liggur ekki síst í „strategískri" hugsun, þ.e. öllu sem lýtur að greiningu, stöðumati og mótun á framtíðarsýn. Sá hæfileiki hefur komið Hannesi vel í starfi og mun eflaust koma að góðum notum í störfum hans fyrir Flugleiðir," segir Hregg- viður Jónsson, forstjóri PharmaNor og gamall félagi Hannesar. Góðir saman Hannesi og Jóni Helga Guðmundssyni, tengda- föður hans, lætur vel að vinna saman. Sagt er að þeir hefii hvor annan upp. Viðskiptaveldi Jóns Helga er umfangsmikið og þar hefur Hannes komið mjög við sögu. Hannes situr í stjórn móðurfélagsins, Norvikur, og einn viðmælandi sagði að skipu- lagshæfileikar Hannesar hafi komið að góðum notum þegar eignarhaldsfélögin, sem tengjast Byko, urðu til. Þeir tengdafeðgar hafa komið sér upp verkaskiptingu. Jón Helgi sinnir smásölunni en Hannes fiárfestingunni í Flug- leiðum. Enda er ekki tjaldað til einnar nætur og hugsað um skammtímagróða þar sem sú tjárfesting er annars vegar. Réttur maður fyrir Flugleiðir Nýir umsvifamiklir eigendur setja svip sinn á eignarhald í Flugleiðum. Hannesi er einmitt sagður lýsandi dæmi um nýja kynslóð í viðskiptalífinu. Pólitík skiptir ekki sama máli og áður heldur taka menn ákvarðanir á hreinum viðskiptalegum forsendum. Þar hefur Hannes góðan og traustan bakgrunn í námi og hefur ennfremur aflað sér afar víðtækrar og dýrmætrar reynslu í viðskiptum, bæði hér heima og í Bandaríkjunum. Þar þykir skipta miklu máli að hafa starfað í alþjóðlegu umhverfi, fyrst sem ráðgjafi í Bandaríkjunum og síðar í starfi aðstoðarforstjóra hjá Islenskri erfðagreiningu. Og áður er minnst á „strategíska“ hugsun Hannesar. „Það er ekki á neinn hallað þegar fullyrt er að Byko, eins og það er í dag, og tengd eignarhaldsfélög séu hugarfóstur hans,“ segir einn viðmælenda og bendir á að hæfileikar hans muni örugglega njóta sín hjá Flugleiðum. Tíðar flugferðir þýða að hann þekkir félagið afar vel sem viðskiptavinur og eftir honum er haft að flugsamgöngur í Bandaríkjunum séu flugsam- göngum hér langt að baki. Einn viðmælandi komst þannig að orði að Hannes væri happafengur fyrir félagið. „Ég treystí Hannesi afar vel til að takast á við verkefni sem blasa við hjá Flugleiðum. Félagið hefur einmitt vantað mann eins og Hannes.“B!j 36
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.