Frjáls verslun - 01.01.2004, Page 36
NÆRMYND AF HANNESI SMÁRASYNI
Iðunn Jónsdóttír,
mágkona Hannesar:
„Hann er mjög áræðinn og mikill
keppnismaður. Hann verður þó ekki
kenndur við fífldirfsku því allar ákvarð-
anir hans eru vel ígrundaðar.“
Hreggviður Jónsson,
forstjóri PharmaNor:
„Styrkur Hannesar liggur ekki síst í
„strategískri“ hugsun, þ.e. öllu sem
lýtur að greiningu, stöðumati og mótun
á framtíðarsýn.“
stofnun. Hannes á einn bróður, Sigurð, sem er doktor í efna-
fræði og starfar hjá íslenskri erfðagreiningu. Hannes dvaldi
ungur í Danmörku vegna námsdvalar foreldra sinna þar. Fjöl-
skyldan flutti heim þegar hann var níu ára og settist að í Laug-
arneshverfinu í Reykjavík. Þar gekk Hannes í skóla og þar
tengdist hann Fram.
Hannes er kvæntur Steinunni Jónsdóttur innanhússarkitekt,
en þau kynntust í MR. Hún var einum bekk á eftír honum og
flutti því ekki vestur um haf fyrr en ári síðar. Þau hjón eiga tvö
börn, Nönnu Katrínu, 9 ára, og Jón Braga, 6 ára. Fjölskyldan býr
reyndar í Boston um þessar mundir en Steinunn er þar við fram-
haldsnám í arkitektúr. Hannes er því mikið á ferðinni yfir hafið.
Einn viðmælandi sem þekkir Hannes ágætlega komst svo að
orði að Hannes lifi frekar flóknu lífi. Nefndi í því sambandi að
það mætti æda að starf aðstoðarforstjóra við hlið Kára Stefáns-
sonar og rekstur heimifis væri ærinn starfi fyrir ófáa en Hannes
léti ekki þar við sitja. Heimilið bæði í Boston og Arnarnesinu
um þessar mundir, hann nýlega orðinn „virkur hluthafi" í
Flugleiðum og orðaður við stjórnarformennsku í félaginu. Að
auki er nóg að sýsla þar sem umsvif hans og Jóns Helga,
tengdaföður hans, eru annars vegar. Flókið líf? Fyrir marga, já.
Hannes er bogmaður og á stjörnuspeki.is er bogmanninum
lýst sem stórhuga manni.
Færist mikið í fany Viðmælandi sagði að Hannesi hætti
kannski við að hella sér út í of mikið í einu. En hann væri
þannig gerður að hann væri ekkert að dútla við hlutina heldur
skellti sér 1 verkefnin af krafti og festu. „Hann er ekkert sérlega
þofinmóður og á stundum getur keppnisskapið gosið upp, en
hann klárar sín verkefni með sóma,“ sagði gamall félagi
Hannesar og bætti glottandi við: „Hannes er enginn dútlari.
Hann er vanur að gera hlutína með stæl.“
Viðmælendur bera Hannesi vel söguna, segja hann
skemmtilegan í viðkynningu og góðan dreng. Það er ósjaldan
glatt á hjalla í kring um hann en ákafi hans smitar gjarnan út
frá sér. En hann er lítið fyrir að hampa sér opinberlega, vill láta
verkin tala. Ef nefna á einhveija galla verða viðmælendur hugsi
en hallast helst að því að hann eigi til að hlaða á sig of miklu af
verkefnum, hann slaki nær aldrei á. Og, þrátt fyrir skipulags-
hæfileika og snarpa hugsun, er nefnt að hann geti verið frekar
óskipulagður frá degi tíl dags.
„Hann getur jafnvel átt erfitt með að skipuleggja dagbókina
sína einn dag í einu. Og hann er ekki sérlega þolinmóður við
dagleg stjórnunarstörf," segir einn viðmælenda. En bætir við
að Hannes sé manna færastur þegar kemur að skipulagsverk-
efnum og greiningu á aðstæðum. Þá sé hann eldfljótur að
komast að kjarna máls og finna lausnir. „Styrkur Hannesar
liggur ekki síst í „strategískri" hugsun, þ.e. öllu sem lýtur að
greiningu, stöðumati og mótun á framtíðarsýn. Sá hæfileiki
hefur komið Hannesi vel í starfi og mun eflaust koma að
góðum notum í störfum hans fyrir Flugleiðir," segir Hregg-
viður Jónsson, forstjóri PharmaNor og gamall félagi Hannesar.
Góðir saman Hannesi og Jóni Helga Guðmundssyni, tengda-
föður hans, lætur vel að vinna saman. Sagt er að þeir hefii hvor
annan upp. Viðskiptaveldi Jóns Helga er umfangsmikið og þar
hefur Hannes komið mjög við sögu. Hannes situr í stjórn
móðurfélagsins, Norvikur, og einn viðmælandi sagði að skipu-
lagshæfileikar Hannesar hafi komið að góðum notum þegar
eignarhaldsfélögin, sem tengjast Byko, urðu til.
Þeir tengdafeðgar hafa komið sér upp verkaskiptingu. Jón
Helgi sinnir smásölunni en Hannes fiárfestingunni í Flug-
leiðum. Enda er ekki tjaldað til einnar nætur og hugsað um
skammtímagróða þar sem sú tjárfesting er annars vegar.
Réttur maður fyrir Flugleiðir Nýir umsvifamiklir eigendur
setja svip sinn á eignarhald í Flugleiðum. Hannesi er einmitt
sagður lýsandi dæmi um nýja kynslóð í viðskiptalífinu. Pólitík
skiptir ekki sama máli og áður heldur taka menn ákvarðanir
á hreinum viðskiptalegum forsendum. Þar hefur Hannes
góðan og traustan bakgrunn í námi og hefur ennfremur aflað
sér afar víðtækrar og dýrmætrar reynslu í viðskiptum, bæði
hér heima og í Bandaríkjunum. Þar þykir skipta miklu máli
að hafa starfað í alþjóðlegu umhverfi, fyrst sem ráðgjafi í
Bandaríkjunum og síðar í starfi aðstoðarforstjóra hjá
Islenskri erfðagreiningu. Og áður er minnst á „strategíska“
hugsun Hannesar.
„Það er ekki á neinn hallað þegar fullyrt er að Byko, eins og
það er í dag, og tengd eignarhaldsfélög séu hugarfóstur hans,“
segir einn viðmælenda og bendir á að hæfileikar hans muni
örugglega njóta sín hjá Flugleiðum. Tíðar flugferðir þýða að
hann þekkir félagið afar vel sem viðskiptavinur og eftir honum
er haft að flugsamgöngur í Bandaríkjunum séu flugsam-
göngum hér langt að baki.
Einn viðmælandi komst þannig að orði að Hannes væri
happafengur fyrir félagið. „Ég treystí Hannesi afar vel til að
takast á við verkefni sem blasa við hjá Flugleiðum. Félagið
hefur einmitt vantað mann eins og Hannes.“B!j
36