Frjáls verslun - 01.01.2004, Síða 38
Það tókst! Þrjú risastór sjávarútvegsfyrirtæki voru seld
á einu bretti í janúar þó að ekki hefðu allir trú að á
að það tækist og það á svona góðu verði. Það var þó
ekki óumdeild sala og gekk á ýmsu. Akureyringarnir
fengu saltbragð í munninn en Skagstrendingarnir
voru bara kátir með sinn hlut. Við birtum hér söguna
á bak við söluna og fjöllum um persónur og leik-
endur í þessu brimsalta ævintýri.
Efdr Guðrúnu Helgu Sigurðardóttm-
Gengið var frá sölunni á sjávarútvegsfyrir-
tækjunum þremur, ÚA, HB og Skagstrendingi, á
mettíma, tveimur vikum í byrjun ársins, eftir að
auglýst hafði verið eftir verðhugmyndum. Misskilnings
gætti meðal bjóðenda og töldu margir að forystumenn Brims
hefðu látið á sér skilja að fyrirtækin yrðu seld í sátt við heimamenn
og ekki yrði eingöngu tekið tillit til verðs. Ef heimamenn skiluðu inn
svipuðum verðhugmyndum og aðrir, eða aðeins lægri, yrði samið við
þá. í trausti þessa skiluðu ýmsir inn tilboðum. Þannig hafði td. KEA
undirbúið tilboð í samstarfi við Afl, flárfestingafélag Þorsteins Vilhelms-
sonar, en ekkert varð úr því þegar verðmiðinn kom í ljós. Stóð því aðeins
KEA að tilboðinu.
Landsbankinn, sem er í eigu Samson-hópsins, þar á meðal Björgólfs
Guðmundssonar, sem jafnframt eignaðist stóran hlut í Eimskip í haust, var
fenginn til að annast söluna. Yngvi Örn Kristinsson, framkvæmdastjóri
verðbréfasviðs, leiddi viðræðunefndina en bankasljórarnir Siguijón Þ.
Arnason og Halldór Jón Kristjánsson tóku virkan þátt, hvor með sínum
hætti. Fljótlega kom í ljós að verðhugmyndirnar yrðu látnar ráða þvi
hverjir yrðu kallaðir að samningsborðinu. Verðið þótti hátt þegar
HB fór á tæpa 7,3 milljarða inn í Brim týrir rúmu ári og voru ekki
aflir trúaðir á að fýrirtækin seldust, hvað þá háu verði. Niður-
staðan varð hins vegar allt önnur. Öll fóru þau á toppverði og
rúmlega það. Salan nam samtals um 20 mifljörðum króna. 3!]