Frjáls verslun - 01.01.2004, Qupperneq 41
SALAN Á BRIMI
FRETTIR
myndi ekki bjóða í bréfin núna nema í sátt við heima-
menn. Árni skýrði þá frá því að auki að Grandi ætti nú
orðið um 10% hlut í sjálfu sér og sá hlutur stæði þeim
til boða. Með kaupum á honum gæti HB ijölskyldan og
samstarfsmenn hennar eignast myndarlegan hlut í
fyrirtækinu. Það myndi opna þeim formlega leið til
áhrifa gegnum eignarþátttöku og sljórnarsetu. Sunnu-
daginn 28. desember höfðu bræðurnir samband við
Arna og var ákveðið að standa saman að kauptilboði í
bréfin.
Þegar Landsbankinn kynnti söluáformin og sínar verðhug-
myndir mánudaginn 5. janúar mættu Haraldur, Sturlaugur og
Árni á kynninguna. Mánudaginn 12. janúar hófust samningavið-
ræður og um tvöleytið um nóttina slitnaði upp úr viðræðum þar
sem of mikill munur var á milli verðhugmynda rnanna. Rifs-
feðgar höfðu boðið 8,3 milljarða í HB en Árni og bræðurnir 7,5
milljarða, 240 milljónum meira en HB fór á við samrunann inn í
Brim, þannig að þrýst var á þá að hækka sig. Viðræðunefnd
Landsbankans og Brims var treg til þess að lækka sig nokkuð
á móti og kváðu þremenningarnir þá upp úr um að ekki tjóaði
að halda viðræðunum áfram. Þær höfðu átt sér stað í banka-
stjóraherberginu í aðalbankanum. Síðar um nóttina fór síminn
að hringja og var ákveðið að hittast á ný morguninn eftir.
Magnús Gunnarsson, stjórnarformaður Eimskips, hafði
þá komið sterkar inn í myndina. Um morguninn hittu
fulltrúar Granda og HB, Friðrik, Magnús og Halldór Jón
á 4. hæð í Eimskipafélagshúsinu og endaði það með
samkomulagi sem síðan var staðfest um kvöldið. Það
hljóðaði upp á 7,8 milljarða króna.
Af kaupverðinu voru rúmlega 3,2 milljarðar greiddir
í reiðufé. Greiðslan var að
hluta flármögnuð með sölu á
9,9 prósenta hlut í Granda til
HB fjölskyldunnar og TM
fyrir samtals 985 milljónir
króna. Fjölskyldan greiddi
um 750 milljónir og TM
•afganginn. Hún var einnig
Jjármögnuð með sölu Granda
á hlutabréfum í Eskju. Afgangurinn var fenginn að láni í Lands-
bankanum.
Þegar framtíðarmöguleikar hins nýja fyrirtækis HB og
Granda eru skoðaðir kemur í ljós að þessi tvö fyrirtæki henta
vel saman hvernig sem á er litið og blasir framtíðin við því sem
öflugu fyrirtæki við Faxaflóann sem leggur áherslu á land- og
sjóvinnslu ásamt uppsjávarfiski. Þó að hagræðing og
breytingar verði í sjávarútvegi og þróunin hröð þá má búast við
að Akranes og höfuðborgarsvæðið verði eitt atvinnusvæði á
næstu árum og hafnirnar þijár, Reykjavíkurhöfn, Akraneshöfn
og Grundartangahöfn - ein tjölfarnasta höfn landsins, geti
orðið eitt hafnasamlag í framtíðinni. Landið í kringum Reykja-
vikurhöfn verður stöðugt dýrara og eftirsóknarverðara undir
aðra starfsemi en sjávarút-
veg og því er hugsanlegt að
þar geti orðið breytingar á
hvað Granda varðar til
lengri tíma fitið. Stefnt er
að því að HB og Grandi
verði sameinuð í eitt félag á
næstunni. BH
Viðræðunefiid Landsbankans
og Brims var treg til þess að
lækka sig nokkuð á móti og
kváðu þremenningamir þá upp
úr, þeir Arni, Haraldur og
Sturlaugur, um að ekki tjóaði
að halda viðræðunum áfram.
Síðar um nóttína fór síminn að
hringja og var ákveðið að hittast
á ný morguninn eftir. Magnús
Gunnarsson, stjórnarformaður
Eimskips, hafði þá komið
sterkar inn í myndina.
STERK SAMNINGSSTAÐA SKAGSTRENDINGA
Skagstrendingur seldist síðastur af sjávarútvegsfyrirtækj-
unum þremur enda hafði hann nokkuð sérstaka stöðu.
Sveitarfélagið og heimamenn áttu um 25% í félaginu þegar
Skagstrendingur, eins og ÚA eftir áðurgengnar viðræður um
sameiginlega framtíðarsýn, gekk inn í Eimskip fyrir rúmu ári.
Þar sem Skagstrendingur er langstærsta fyrirtækið á Skaga-
strönd og ber uppi atvinnulífið var gerð skrifleg yfirlýsing um
sameiginlega sýn forráðamanna Skagstrendings, stjórnenda
ÚA og þáverandi stjórnar Eimskips. Þessi samningur styrkti
óneitanlega samningsstöðu heimamanna og telja sumir jafnvel
að félagið hefði ekki verið selt Fiskiðjunni hefðu heimamenn
verið mótfallnir því.
Hvað um það. Sú trú virðist hafa verið ríkjandi að Brim
myndi semja við heimamenn, hvort heldur á Skagaströnd eða
Akureyri, ef verðhugmyndir væru svipaðar eða aðeins lægri en
hugmyndir annarra. Það reyndist misskilningur. Skagstrend-
ingar, sem höfðu alltaf átt gott samstarf við Fiskiðjuna, FISK,
höfðu kannað hvort boð kæmi þaðan og töldu svo ekki vera.
Þeir sendu sjálfir inn hugmynd í samstarfi \4ð Þormóð ramma
en lentu til hliðar í samningaviðræðunum þar sem þeirra verð-
hugmynd var lægri en FISK Einnig er hugsanlegt að slæm
skuldastaða Þormóðs ramma hafi haft áhrif. Boð þeirra hljóðaði
upp á 2,3 milljarða. Skagstrendingarnir mættu suður, ræddu við
menn og hækkuðu sig úr 2,3 milljörðum í 2,5 milljarða króna.
Fiskiðjan var samt með 200 milljóna króna hærri verðhugmynd
og fékk Skagstrending í sinn hlut.
Viðræður forráðamanna Fiskiðjunnar um Skagstrending
voru nokkuð sérstakar því að þeir komust ekki suður í boðaðar
viðræður þriðjudaginn 13. janúar vegna veðurs og urðu að senda
lögmann fyrir sig. Þetta setti mark sitt á viðræðurnar. Þeir voru
komnir suður á miðvikudagskvöld og var þá lögð áhersla á að
klára samningana fljótt og vel. Það náðist kvöldið eftir. Þegar
Skagstrendingum varð ljóst hver þróunin var nýttu þeir sér
samningsstöðu sína, þ.e. með tilvísan til samkomulagsins við
fyrri stjórn Eimskips, og áttu viðræður við fulltrúa Fiskiðjunnar
fyrir milligöngu Halldórs Jóns Kristjánssonar, bankastjóra
Landsbankans, og Magnúsar Gunnarssonar, stjórnarformanns
Eimskips, fimmtudaginn 15. janúar um sameiginlega sýn á
rekstur Skagstrendings. Þannig tryggðu þeir hagsmuni sína.
Skagstrendingur yrði áfram sjálfstætt félag og rekið í nánast
óbreyttu formi með góðan stöðugleika og trygga eignaraðild, en
náið samstarf við Fiskiðjuna eflir byggðarlagið í heild. Qfl
41