Frjáls verslun - 01.01.2004, Blaðsíða 46
Guðmundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Útgerðar-
félagsins Tjalds.
Guðmundur Kristjánsson, framkvæmdastjóriTjalds:
SALAN Á BRIMI
hefur sérhæft sig í útgerð frystitogara. Tjaldsfeðgarnir höfðu
einnig boðið í HB sem á mikinn uppsjávarkvóta en hurfu frá
því boði. Guðmundur segir að ekki hafi verið samstaða í
hópnum og neitar því að um meðvitaða aðferðafræði hafi
verið að ræða til að fá annað hvort fyrirtækið. Helst segist
hann samt hafa viljað kaupa Brim. „Mér fannst það mest
spennandi en þegar maður er búinn að brjóta þetta vel til
mergjar þá fannst manni ÚA spennandi kostur,“ segir hann.
Fulltrúi bankans hafði samband aftur þriðjudaginn 6.
janúar, viðræðunefndir og samningarnir lágu fyrir um
nóttina. „Við urðum að kynna okkur málið rosalega vel og
það var annað hvort að hrökkva eða stökkva. Eftir á sé ég að
þetta var alveg rétt aðferð við söluna. Það er ekki hægt að
selja þessi fyrirtæki á löngum tíma, annað hvort eru þau seld
strax eða ekki,“ segir hann.
flllt SÍtt líf í Sjávarútvegi Þegar Guðmundur er spurður að því
hvernig hugmyndin að kaupunum hafi kviknað segir hann að
þeir feðgarnir hafi verið í sjávarútvegi allt sitt líf. Útgerðarmaður
verði að kaupa aflaheimildir til að stækka sitt fyrirtæki í dag og
þannig hafi það verið í 20 ár. Það sé ekki oft sem svona stór fyrir-
tæki séu tíl sölu og í gamla daga hafi það verið SÍS, Sölumið-
stöðin eða kaupfélögin sem hafi stjórnað öllu í sjávarútveginum.
Alltaf sé verið að tala um að ungir menn getí ekki komist inn í
Hefði helst viljað kaupa Brim!
Maður fór að velta þessu fyrir sér um leið og það kom til
umræðu að Brim yrði selt í heilu lagi eða að hluta. Þegar
auglýst var eftir verðhugmyndum var rætt við starfs-
menn bankans og á kynningarfundinum sem bankinn boðaði til
fengum við afhent gögn um þau félög, sem við höfðum áhuga
á. Það var skýrt tekið fram við okkur að fyrst yrði rætt við þá
sem voru með hæstu verðhugmyndir nema heimamenn kæmu
með sambærilegar verðhugmyndir eða aðeins lægri. Þá yrði
rætt við þá. Við spurðum hvort það væri verið að plata okkur,
hvort þegar væri búið að selja fyrirtækin til heimamanna. Nei,
það var skýrt tekið fram að það væri ekki verið að boða okkur
alla á fund að ástæðulausu. Það væri ekki búið að selja öðrum,“
segir Guðmundur Kristjánsson, framkvæmdastjóri Útgerðar-
félagsins Tjalds og einn af nýjum eigendum Útgerðarfélags
Akureyringa, ÚA
sjávarútveginn, það sé allt lokað og læst „Nú gafst tækifæri. Við
létum gossa. Það er í okkar blóði að reka sjávarútvegsfyrir-
tæki,“ segir hann og kveðst alltaf hafa verið með þennan draum
í undirmeðvitundinni að takast á við ný verkefni. „Maður yrði
bara leiður ef maður væri alltaf í sama starfinu alla ævi. Þá hefur
maður ekkert að gefa af sér, enginn kraftur, engin bjartsýni eða
áræðni."
-Afhverju senduð þið inn tvö tilboð?
„Við sáum mikla möguleika í báðum þessum fyrirtækjum. Við
sendum inn verðhugmyndir og vorum ekki öryggir um að það
yrði rætt við okkur. Það var ekkert sem bannaði þetta. Við
hefðum getað verið með hæsta tílboðið í annað fyrirtækið og
lægsta í hitt. Það var ekkert sem bannaði okkur að senda tilboð
í fleiri. Þetta var bara viðræðugrundvöllur," svarar hann.
Að hröhkva eða Slökkva Mánudaginn 5. janúar átti að vera
búið að skila inn verðhugmyndum og var tekið fram að ef
ásættanlegt verð fengist ekki yrði hugsanlega hætt við sölu á
einu eða fleiri fyrirtækjum og fyrirtækin rekin áfram í
óbreyttu formi. Að kvöldi þann 5. janúar hafði fulltrúi Lands-
bankans samband við Guðmund til að kynna sér betur
hvernig feðgarnir sæju framtíðina fyrir sér fyrir hönd ÚA.
Feðgarnir höfðu verið með hæstu hugmyndir í bæði ÚA og
HB. Guðmundur á mikinn bolfiskkvóta í gegnum Tjald og
Hver á að borga? Þegar Guðmundur er spurður um fram-
tíð ÚA og það hvort fyrirtækið verði selt eða hlutað niður og
selt í bútum þá segir hann þá sjá sterka landvinnslu á
Akureyri. I dag geri ÚA út þrjá ísfisktogara og reki fullkomið
vinnsluhús. Það sé styrkur fyrirtækisins. Hvað varðar
helmingseign í GPG saltfiskverkun á Húsavík þá hafi
feðgarnir engar sérstakar fyrirætlanir á prjónunum. „Þeir
GPG menn reka þetta fyrirtæki vel í dag. Ef þetta er arðsamur
rekstur þá er það gott mál. Eg er ekki búinn að kynna mér
46