Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2004, Side 47

Frjáls verslun - 01.01.2004, Side 47
SALAN Á BRIMI þetta en af hverju ætti ekki að vera hægt að reka fiskvinnslu á Raufarhöfn ef fólkið á staðnum vill það? Ég held að það sé mjög hæfur maður, Gunnlaugur Hreinsson á Húsavík, sem er að reyna að reka þarna fiskvinnslu,“ segir Guðmundur. Hvað byggðastefnu varðar þá hefur Guðmundur þá fram- tíðarsýn að sjávarútvegurinn verði rekinn áfram hringinn í kringum landið eins og hann er rekinn í dag ef hann er heil- brigður og vel rekinn og nægan arð af honum að hafa. „En því meira sem sverfur að honum og því meiri hræðsla sem verður hjá einstaklingum og litlum fyrirtækjum í greininni þeim mun meira eykst hræðslan og tilhneigingin til að selja verður sterkari. Fyrirtækjum í sjávar- útvegi fækkar og samþjöppunin eykst,“ segir Guðmundur og spyr: „Á sjávarútvegurinn að halda byggð hringinn í kringum landið?" Hann ritjar upp hvað sláturhúsum og afurðastöðvum hefur fækkað hratt síðustu árin og bankar hafa lokað útibúum hringinn í kringum landið. Rikið eigi Póst og síma og símstöðvum hafi verið lokað um allt land. Ef eigi að halda byggð allan hringinn þá verði einhver að borga. „Ég hef ekki orðið var við það að Landsvirkjun, Orkuveita Reykjavíkur, álverksmiðjurnar, verslunin eða bankarnir ijárfesti mikið til að halda byggð í landinu. Ef sjávarútvegsfyrirtækin eiga að gera það þá verður það að koma skýrt fram því að þá gengur ekki að hafa sjávarútvegsfyrirtækin á verðbréfarnarkaði. Þá er bara verið að plata hluthafa til að koma með fé inn í sjávar- útveginn og svo á hann ekki að skila arði. Ég held að það muni aldrei ganga upp. Það er ekki hægt að reka iýrirtæki úti á landi ef þau eiga ekki að vera samkeppnisfær við önnur fýrirtæki. Þau deyja sjálfkrafa eða fólkið flytur í burtu. Ef við neglum niður byggðakvóta þá getur vel verið að kvótinn verði eftir og fólkið fari.“ Fæðst Of seint Fiskveiðistjórnunin er honum ofarlega í huga. Hann riijar upp að Alþingi íslendinga hafi ákveðið í desember 1983 að rétturinn til veiða yrði í höndum einstaklinga og fyrir- tækja í landinu, ekki ríkisins. Auðlindirnar séu í eigu þjóðar- innar en Alþingi ákveði leikreglurnar. Alþingi haíi ákveðið að ekki geti allir farið út að veiða. Til að fara út að veiða verði að eiga ákveðinn veiðirétt sem verði að kaupa af öðrum eins og staðan sé í dag. „Þannig hefur þetta verið í 20 ár og ég held að þetta sé langskynsamlegasta kerfið. En við þurfum að passa að það sé alltaf besta fólkið á hveijum tíma sem rekur fýrirtækin í sjávarútvegi. Það gerum við best með frjálsum viðskiptum þar sem veiði- rétturinn er ekki múlbundinn sveitar- félögum, skipaflokkum, sölusam- tökum eða kaupfélögum. Því meira sem þú heftir hann því minni arðsemi verður í greininni og minni velmegun í þjóðfélaginu.“ Honum hefur þótt umræðan ósanngjörn. „Þegar ég keypti Básafell var alltaf verið að tala um að ég ætlaði að leysa það upp og selja. Ég leysti það aldrei upp. Ég seldi bara ákveðnar einingar og stofnaði félag með heimamönnum, restina hef ég átt og rekið sjálfur. Nú er alltaf verið að tala um að við ætlum að leysa upp ÚA og selja. En við erum í sjávarútvegi. Við höfum verið að kaupa kvóta í 20 ár þannig að það er ekki hægt að segja að við höfum verið að selja okkur út úr sjávarútveginum, þvert á mótí höfum við verið að kaupa okkur inn í hann á hveiju ári. Ég segi stundum í gríni að maður hafi fæðst of seint Ef maður hefði fæðst 10 árum týrr þá hefði maður kannski fengið veiði- heimildir þegar þeirn var úthlutað árið 1984.“ í rekstri sínum segist Guðmundur leggja áherslu á að vera með vel rekið týrirtæki sem framleiði góða vöru, hafi gott og heiðarlegt starfsfólk, starfsandinn sé góður og að týrirtækið sé snyrtilegt og í röð og reglu, inni jafnt sem úti. ÚA segir hann að sé lífvænleg eining en „það væri rangt af mér að lofa tíl fram- tíðar. Það er ekki hægt. Það er það sama með sjávarútvegsiýrir- tækin eins og fjölmiðlasamsteypur. Það spyr enginn hvort þær verði reknar með sama hætti um aldur og ævi,“ segir hann. H3 „Þegar ég keypti Básafell var alltaf verið að tala um að ég aetlaði að leysa það upp og selja. Eg leysti það aldrei upp. Eg seldi bara ákveðnar eiuingar og stofiiaði félag með heimamönnum, restina hef ég átt og rekið sjálfur. Seldi eignir til bjargar Básafelli Iumræðunni um kaup Tjaldsfeðga á ÚA hefur nafn Básafells borið á góma en ekki muna allir út á hvað það mál gekk. Það voru fjögur týrirtæki, Togaraútgerð ísatjarðar, rækjuverksmiðj- urnar Básafell og Ritur og útgerðarfélagið Sléttanes sem sam- einuðust undir nafni Básafells árið 1996 og var það ein stærsta sameining sem átt hefur sér stað meðal sjávarútvegstýrirtækja týrir vestan. Árið 1997 bættust svo í hópinn Kambur á Flateyri og Norðurtanginn á ísafirði. Básafell var þar með komið í hóp stærstu sjávarútvegsfyrirtækja landsins með vel útbúinn skipa- flota, saltfiskvinnslu á Flateyri og rækjuverksmiðju á ísafirði og Suðureyri. Fyrirtækið átti strax við mikla fjárhagserfiðleika að etja. Fjárfest hafði verið í dýrum búnaði til rækjuvinnslu og ráðist í endurbætur á rækjuskipum en fljótlega dró úr rækjuveiðum á íslandsmiðum. Skuldirnar hlóðust upp og árið 1999 námu þær 6,2 milljörðum króna. Básafell seldi aflaheimildir og skip en ekkert dugði. Guðmundur Kristjánsson keypti tæplega 29% í Básafelli sumarið 1999. Fyrir átti hann 7,6% og var því langstærsti hlut- hafinn. Hann gerðist framkvæmdastjóri íýrirtækisins og voru eignir seldar til að lækka skuldirnar og bæta rekstur. Starfsemi félagsins á Flateyri og Suðureyri var sett í dótturfélög í árslok 1999. Heimamenn á Suðureyri keyptu eignir félagsins á staðn- um og tóku við rekstri þess undir nafninu Islandssaga. Rekst- urinn stöðvaðist því aldrei. Guðmundur tók þátt í þessum rekstri og átti 25% í félaginu. Guðmundur tók einnig þátt í stofn- un Kambs sem keypti reksturinn á Flateyri en var keyptur út skömmu síðar. Þau skip Básafells sem voru eftir, voru seld. Aflaheimildir sem enn voru í eigu Básafells hefur Guðmundur nýtt sér. B3 47
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.