Frjáls verslun - 01.01.2004, Side 50
LYFTADREIFIN G
AÐALSTEINN
STEINÞÓRSSON,
stjórnarformaður
Lyfjavers, við vél
sem skammtar lyf
fyrir einstaklinga á
hjúkrunar- og
dvalarheimilum.
Mynd: Geir Ólafsson
J
TÖLVUSTÝRÐ LYFJASKÖMMTUN
Sætlum okkur ekki við einokun
Tölvustýrð lyíjaskömmtun, eða vélskömmtun lyfla, er nýjung á íslandi
og getur sparað þjóðarbúinu allt að 500 milljónir króna á ári.
Eftír Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur
Við erum að koma inn á markaðinn með 50-100 ný vöru-
númer, samhliðaskráð lyf, en það eru upprunalyf sem
flutt eru inn af öðrum aðila en umboðsmanni. Þetta þýðir
að samkeppnin á þessu sviði eykst því að það kemur nýr aðili
inn á markaðinn, við erum að fara í samkeppni við þá sem eru
með einokun á þessum markaði í dag. Við komum ný inn og
byggjum okkar hugmyndafræði á því að kaupa inn ódýrar en
við fáum hér innanlands. Það er einokun á þessu sviði og
markaðnum hefur verið skipt upp milli fýrirtækja en við
sættum okkur ekki við það. Við erum stór kaupandi. Af hveiju
ættum við að kaupa öll lyf á sama verði og lítill kaupandi eða
keðja með marga smáa afgreiðslustaði?" spyr Aðalsteinn
Steinþórsson, viðskiptafræðingur og stjórnarformaður Lyija-
vers, iýrirtækis sem gerir út á tölvustýrða skömmtun lyfja.
Afgreiðum einstakar töflur Lvfjaver var stofnað árið 1998
og hóf starfsemi haustið 1999. Stofnendurnir voru þrir, Bessi
Gíslason lyijafræðingur, Magnús Steinþórsson tölvunar-
fræðingur og Aðalsteinn Steinþórsson viðskiptafræðingur og
síðar bættist í hópinn Eyþór Einar Sigurgeirsson lyijafræð-
ingur. Stofnendurnir vissu að erlendis hafði vélskömmtun
lyija verið að ryðja sér til rúms. „Menn sáu fram á að hægt
væri að skipta inn vélum í staðinn iýrir þessa handavinnu og
það var aðalhvatinn að stofnun fýrirtækisins. Þessi starfsemi
hafði gengið mjög vel annars staðar, t.d. í Svíþjóð, og þvi var
engin ástæða til að ætla annað en að þetta gæti líka gengið vel
hér,“ segir Aðalsteinn.
Fyrirtækið fór hægt af stað enda markaðssetningin flókin.
„Vélskömmtun kemur inn á verksvið bæði lækna og
hjúkrunarfræðinga og þetta fagfólk þurfti að vera sátt við
þessa breytingu. Undirbúningstíminn var eitt og hálft ár því
að það tók m.a. sinn tíma að sannfæra forstöðumenn stofn-
ana um að þeirra tilkostnaður myndi lækka við það að taka
upp vélskömmtun. Aðdragandinn byggðist m.a. á því að
50