Frjáls verslun - 01.01.2004, Blaðsíða 51
LYFTADREIFING
Eigendur
Bessi Gíslason yfirlyfjafræðingur
52,8%
Aðalsteinn Steinþórsson
stjórnarformaður 23,5%
Magnús Már Steinþórsson
framkvæmdastjóri 17,7%
Eyþór Einar Sigurgeirsson
markaðsstjóri 6,0%
kaupa japanskar vélar sem eru út-
breiddar og þekktar fyrir gæði, síðan
þróuðum við eigin hugbúnaðarlausn
í samvinnu við íslenskt hugbúnaðar-
hús, fengum húsnæði og tilskilin
leyfi yfirvalda auk áætlanagerðar. Við
þurftum líka að bíða eftir leyfi opin-
berra aðila og þá fyrst og fremst
vegna tæknilegra atriði í sambandi
við meðhöndlun lyija. Meginbreyt- _______________________
ingin á okkar lyfjaafgreiðslu miðað
við apótek er að við afgreiðum einstakar töflur beint úr glas-
inu meðan apótekin afgreiða pakka/glös. Þess vegna þurfti
að setja reglugerð með stoð í lögum um að þessi skömmtun
væri heimil. Við þurftum að bíða dálítið lengi eftir henni,“
segir hann.
Minna fer til spillis
Lyíjaver er brautryðjandi í lyfja-
skömmtun á íslandi og þó víðar væri
leitað og það hefur nokkra sérstöðu á
markaði hér. Fyrirtækið er eina fyrir-
tækið á íslandi sem hefur heildsöluleyfi,
framleiðsluleyfi og lyfsöluleyfi. Lyflaver
kaupir inn lyfin af innlendum og
erlendum framleiðendum, pakkar í
notendavænar pakkningar fyrir hvern og
einn einstakling og dreifir svo um allt
land. Fyrirtækið sér einnig um lyflafræði-
lega þjónustu á dvalar- og hjúkrunar-
heimilum þannig að starfsmenn eru
reglulega í heimsóknum á heimilunum.
„Það er minna af lyfjum sem fer til
spillis, er hent eða fyrnist hjá fólki og það
er líka staðreynd að þetta hjálpar fólki að
taka lyfin sín rétt, þ.e.a.s. að taka rétt lyf á
réttum tíma sem aftur leiðir til aukinnar
meðferðarheldni. Fólk veikist ekki af því
að það hefur gleymt að taka lyfin eða
tekur þau vitlaust I þessu liggur gríðar-
legur sparnaður,“ segir Aðalsteinn Stein-
þórsson, stjórnarformaður Lyfjavers. BD
Veltuþróun 1998-2004
- í milljónum króna
Ár Velta Starfsmenn
1998 1 milljón 0,5
1999 8 milljónir 1
2000 57 milijónir 2,5
2001 184 milljónir 8
2002 338 milljónir 14
2003 428 milljónir 16
2004 600 milljónir# 16
Áætlun
einkamarkaði greiða sjúklingar og
Tryggingastofnun fyrir lyfin. Vél-
skömmtun lyfja er að mestu leyti
óplægður akur þar sem Lyfjaver
afgreiðir í dag lyfjaskammta fyrir aðeins
3.500 einstaklinga en metur þörfina
margfalt meiri, hjá allt að 20 þúsund
einstaklingum. Aðalsteinn segir að
sparnaðurinn geti numið 500 milljónum
króna á ári ef vélskömmtun lyfja verði
almenn fyrir 20 þúsund manna hóp
almannatryggðra. Vélskömmtunin verði hins vegar ekki
almenn nema stjórnvöld séu tilbúin til að greiða fyrir hana.
Hingað til hafi vélskömmtunin verið mest hjá einstaklingum á
stofhunum en minna hjá fólki í heimahúsum. Framtíðin liggi
hins vegar hjá hinum almenna lyfjanotanda þar sem almanna-
tryggingar greiða hlut í kostnaðinum.
Þörfin margfalt meiri Rekstur Lyfjavers var þungur framan
af en haustið 1999 náðist samningur við Hrafnistuheimilin og í
framhaldi af því jukust viðskiptin mjög hratt, sérstaklega árin
2001-2002. í upphafi var einn starfsmaður í hálfu starfi að
byggja upp fyrirtækið og lögðu aðrir sitt af mörkum í sínum
frítíma. í ársbyijun 2000 voru starfsmenn orðnir tveir talsins, í
dag eru þeir 16. Veltan var 1 milljón fyrsta árið, í dag er hún um
450 milljónir króna. „Við erum með um það bil 60-70 prósenta
markaðshlutdeild á hjúkrunar- og dvalarheimilum og lang-
legurými Landspítala,“ segir Aðalsteinn og heldur áfram: „Við
metum markaðinn svo að það séu tæplega 40 þúsund aldraðir
og öryrkjar á landinu, þar af um 20 þúsund manns sem þessi
skömmtun hentar fyrir. Það þýðir að við erum ekki komnir
með nema um 15-20 prósenta markaðshlutdeild í heildina. Við
höfúm áhuga á að auka þessa hlutdeild í framtíðinni og sömu-
leiðis að ná góðri hlutdeild í smásölumarkaði lyfja.“
Vélskömmtun hentar vel einstaklingum sem þurfa að taka
inn þijú lyf eða fleiri tvisvar eða oftar á dag til frambúðar og í
þeim tilfellum þar sem lyfjagjöfin er stöðug. Hún hentar því
sérstaklega vel eldra fólki og langtíma lyflanotendum. Mark-
aðurinn er tvískiptur. Stofnanir greiða fyiir lyf og þjónustu og á
Sóhnarfæri í Útflutninyi „Ef stjórnvöld eru ekki tilbúin til
að greiða skömmtunargjald með sama hætti og gert er í
löndunum í kringum okkur þá verður mjög erfitt að ná
aukinni markaðshlutdeild," segir hann. „Það er meiri
tilkostnaður við vélskömmtun lyfja en smásölu svo að ég á
ekki gott með að segja hvernig þetta þróast. Eg get þó sagt að
við erum með ýmsar hugmyndir um það hvernig hægt er að
standa að smásölu lyfja og það erum við að skoða.“
- Er hœgt að vinna markaði erlendis?
,Já, við höfum komið að uppbyggingu á svona skömmtun í
Færeyjum og selt þangað ráðgjöf. Sama höfum við gert í
Danmörku. Danirnir byijuðu í þessu á eftir okkur þannig að
við seldum þeim ráðgjöf við uppsetningu og hönnun á
framleiðslunni. Við sjáum fyrir okkur mikil tækifæri í þessari
starfsemi. Tölvustýrð lyfjaskömmtun er ekki útbreidd þannig
að það eru ákveðin sóknarfæri í útflutningi, fyrst og fremst á
þekkingu en líka hugsanlega í rekstri á svona starfsemi. Við
höfum ákveðnar hugmyndir í gangi og erum að þróa ákveðið
„konsept" til útflutnings.“S!]
51