Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2004, Page 71

Frjáls verslun - 01.01.2004, Page 71
FUIMDIR OG RÁÐSTEFNUR Hefnd lyrir hákarlinn Erna Gísladóttir, forstjóri B&L. Erna Gísladóttir, forstjóri B&L, hefur víða farið og á marg- ar erlendar ráðstefnur. Henni er ein sérstaklega minnis- stæð. Þetta var ráðstefna hjá Land Rover og hluti af dag- skránni fólst í reynsluakstri sem stóð yfir heilan dag. Þarna var verið að prófa Land Rover á sveitavegum í Wales, en við myndum nú ekki flokka þessa „sveitavegi" sem slíka, til þess voru þeir of góðir. Til afþreyingar var ýmislegt gert, m.a. var farið í golf, skotfimi, bogfimi og loftbelaaflug sem ég þorði ekki í reyndar. Mér fannst mjög gaman að kynnast þessum greinum og gæti alveg hugsað mér eftir þessa reynslu að læra að skjóta í mark. Um kvöldið var farið með okkur í gamalt klaustur, þar valinn kóngur og drottning og máttum við sitja í hásæti þar allt kvöldið. Okkur var gert að borða með guðs göflunum kjúkling og ýmislegt fleira góðgæti að hætti tyrri íbúa hér á öldum áður en ég held að þetta hafi verið hefnd þeirra Land Rover manna. Þeir höfðu komið til okkar nokkru áður og við farið með þá á Þrjá Frakka þar sem þeir fengu há- karl og hval að borða. í vélinni á leiðinni heim frá Islandi heyrðu þeir hvernig hákarlinn var verkaður hér á árum áður og það gleymdist víst að leiðrétta þann misskiling við þá en þeir héldu að hann væri enn verkaður þannig og urðu víst aðeins veikir eftir að hafa frétt þetta. S!1 Ferðamálafrömuðir njóta íslenskrar náttúru. Úfærð á ferða- málaráðstefnu Maria Guðmundsdóttir, ritstjóri ferðaútgáfu Heims, hefur vegna starfa sinna víða farið og sótt margar ráðstefnur. „Af öllum þeim ráðstefnum sem ég hef farið á er einna eftirminnilegust sú sem ég sótti á Egilsstöðum í febrúar 1990,“ segir María. „Það snjóaði alveg gífurlega og almennt var mikil ófærð en á ráðstefnuna kom ijöldi gesta víða að af landinu. Gistirými í bænum dugði engan veginn og margir gistu í sumarhúsum að Eiðum. Það var mikið ævintýri bara að komast á milli ráðstefnustaðar og svefnstaðar. Þetta var vel sótt ráðstefna og mjög hressileg og maður fann vel fyrir eldmóði og áhuga gesta á þessari ört vaxandi atvinnu- grein. Erindi voru flutt um menntamál og uppbyggingu ferða- þjónustunnar í dreifbýli. Þáverandi samgönguráðherra, Stein- grímur J. Sigfússon, hafði sett á stofn ferðamálanefnd á vegum samgönguráðuneytisins og Hjörleifur Guttormsson, formaður nefndarinnar, kynnti störf hennar á ráðstefnunni. Þær hug- myndir og það starf sem unnið var í þágu ferðamála í þeirri nefnd á sínum tíma er með því markverðara sem unnið hefur verið á undanförnum árum þó svo að nýtt frumvarp, sem byggt var á tillögum nefndarinnar, næði ekki fram að ganga. GLÆSILEG HÁTÍÐAHDLD Seinni dag ráðstefnunnar voru ráðstefnugestir í hörkuvinnu í starfshópum og niðurstöður hópavinnu voru kynntar síðar þann dag. Mjög líflegar og skapandi umræður spunnust í hópavinnu þessari sem var nokkuð nýnæmi á ráðstefnum sem þessari. í lok ráðstefnunnar voru glæsileg hátíðarhöld í boði heimamanna og minnist ég þess að maður var kappklæddur undir sparifötunum. Eg var t.d. í síðbuxum undir pilsinu til að geta vaðið skaflana út í rútu. í lok ráðstefiiunnar var lokahóf í boði heimamanna en það var sérlega vel lukkað þar sem ijöldi fróðra og skemmtilegra Aust- firðinga skemmti aðkomumönnum.“ S!1 71
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.