Frjáls verslun - 01.01.2004, Page 84
Nýherji:
FUNDIR OG RÁÐSTEFIMUR
Fundir nær og fjær
Sveinn Þ. Jónsson, sölustjóri hljóð- og myndlausna hjá INIýherja.
egar halda á fund, hvort sem um er að ræða fjarfund eða
hefðbundinn, þá skiptir miklu máli að ákveðnir tækni-
legir þættir séu til staðar. Má þar nefna stærð og gerð
skjásins, styrk hljóðsins og tengingar. Ef teknir eru sem dæmi
ijarfundir þar sem fólk er hugsanlega staðsett víðsvegar á
landinu eða jafnvel erlendis þá þarf að leggja sérstaka áherslu
á að tækin vinni saman og að mynd og hljóð skili sér vel til
allra þátttakenda hvar sem þeir eru staddir.
„Eg er oft spurður að þvi hvað sé mikilvægast þegar halda
á fund,“ segir Sveinn Þ. Jónsson, sölustjóri hljóð- og mynd-
lausna hjá Nýheija.
„Fyrst þarf að skilgreina fundinn, ákveða af hvaða tagi hann
er og hverjir eru þátttakendur. Eru þeir allir í einum sal eða er
um að ræða ijarfund þar sem fólk er jafnvel statt víða um heim?
Hversu margir eru þátttakendurnir? Hvað er salurinn stór?
Hvers eðlis eru upplýsingarnar sem koma þarf á framfæri? Allt
þetta skiptir máli og að auki þarf auðvitað að sjá til þess að sæti
séu þægileg og að loftræsting og aðstaða sé góð.“
MARGSKONAR MYNDTÆKI Myndstærðin skiptir talsverðu
máli í fundarherbergi og ekki er t.d. hægt að nota plasmatæki
(flatskjá) til að sýna mynd ef um er að ræða stóran sal með
fjölda manns. „Reglan er sú að stærð myndflatarins þarf að
vera samkvæmt þeirri formúlu að lengd herbergis deilt með
fimm, sé minnsta mögulega myndbreidd," segir Sveinn.
„Herbergi sem er um 10 m langt þarf þá a.m.k. 2 m breiðan
myndflöt ef myndin á að skila sér til allra sem í herberginu
eru. Myndtækið þarf einnig að geta sýnt öll þekkt mynd-
merki eins og gefur að skilja."
Sveinn segir að það sé ekki nóg að sýna mynd heldur þurfi
hljóðið einnig að vera gott. „Flestir iýrirlestrar og ræður
styðjast við miðla sem að einhverju marki notast við
hljóð. Með því að aðskilja hljóðtíðnirnar er hægt að
stefnumarka hljóðið og komast af með mun minni tæki
en annars var. Bassinn getur i sjálfu sér verið staðsettur
hvar sem er því hann hefur enga stefnu og þá er aðeins
eftir að finna stað iýrir aðra hljóðtíðni sem notuð er.“
BYLTING í FJARFUNDALAUSNUM Sveinn Guðmunds-
son, sölustjóri ijarskiptalausna hjá Nýherja, segir að iýrir-
tæki noti ijarfundalausnir i æ rikari mæli þar sem þær
bæti skilvirkni og dragi úr kostnaði. „Það er mun ódýrara
iýrir iýrirtæki, sem er með útibú víða, að halda flarfúndi
heldur en að senda starfsmenn sína vítt og breittý segir
hann. „Síðustu ár hefur jafnframt orðið mikil þróun í
myndfundabúnaði, aðallega í auknum hljóð- og mynd-
gæðum. Myndgæðin í Polycom myndfundabúnaðinum
eru til að mynda orðin nálægt DVD gæðum og hljóðið er
nú með steríó gæðum. Tenging tölva inná myndfunda-
búnaðinn til sýninga á „glærum" og mjmdskeiðum (videoclips)
er mjög auðveldur og kemur vel út.“
LÆGRA UERÐ Að sögn Sveins hefur verð á fjarfundalausnum
lækkað verulega og þá séu lausnirnar orðnar mun auðveldari í
notkun. „Með nýrri tækni er einnig hægt að ná fram sömu
hljóð- og myndgæðum með mun minni tengingu (band-
breidd). Tenging sem áður varð að vera 384 kbps til þess að
mynd og hljóðgæði væru góð er nú nægjanlegt að vera með
256 kbps. Þessi nýja tækni lækkar því kostnað við fjarfundina
allverulega.“ Segir hann að notkun fundarsíma hafi jafnframt
aukist mikið enda hljóðgæði allt önnur en úr venjulegum síma
þar sem hátalarinn er notaður og símtólið notað sem hljóð-
nemi. Þannig séu Polycom fundarsímar til lýrir litla sem stóra
fundaraðstöðu og hafi verðið á þeim lækkað að undanförnu."
EINFALT AÐ STJÓRNA OG TÆKNIMENN DÞARFIR í tækni
væddum fundarsal er að jafnaði mikið af búnaði sem er oft
ósamstæður eða ekki samtengdur. Þannig má nefna skjávarpa
eða plasmaskjá, tölvu sem tengd er innra neti fýrirtækis, jafn-
vel aðra tölvu sem er þá fartölva, DVD myndtæki, myndbands-
tæki, hljóðkerfi, sýningartjald (rafdrifið), rafræna tússtöflu
(smartboard), ljósastemmingar (dimmar), gluggatjöld (raf-
drifin) og gagnamyndavélar. Öllu þessu er stýrt með Ijarstýr-
ingum og geta verið fimm til átta fjarstýringar á borðinu í einu,
og ekki undarlegt þó fólk ruglist af og til.
Þetta er hægt að einfalda mjög með nýrri tegund Ijarstýr-
inga frá Crestron sem er þráðlaus snertiskjár þar sem á ein-
faldan og myndrænan máta er hægt að fjarstýra öllum tækjum
sem í fundarherbergi eru. Enginn þörf er á tæknimönnum og
hver og einn getur stýrt því sem hann þarf. 33
84