Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2004, Page 103

Frjáls verslun - 01.01.2004, Page 103
FUIMDIR OG RAÐSTEFNUR tyjamenning Umdæmisþing Rótarý er haldið árlega á vegum þess klúbbs sem umdæmisstjóri tilheyrir hveiju sinni. Síðasta sumar, árið 2003, var umdæmisstjóri Sigurður Símonarson í Vestmannaeyjum og þingið þvi haldið þar. Það er óhætt að fullyrða að kraftar klúbbfélaga ha£ verið nýttir til fulls við undir- búning þingsins og voru gestir á einu máli um að sérlega vel hefði tekist til. „Við hófum undirbúning strax að afloknu þinginu á Mývatni," segir Halldóra Magnúsdóttir, skólastjóri, sem var for- seti Rótarýklúbbs Yestmannaeyja í iyrra. „Klúbburinn okkar er ekki stór frekar en Húsavíkurklúbburinn og okkur fannst við geta miðað við þau, þó svo metnaðurinn stæði til að gera enn betur en Arbæingar sem héldu þing árið á undan. Við sáum þó að það gætum við ekki kostnaðarins vegna, en ákváðum að leggja áherslu á það mannlif og lífsgleði sem einkennir Vest- mannaeyjar. Klúbbfélagar skipuðu sér í þijár nefndir: undir- búningsnefnd, ritnefnd og Jjáröflunarnefnd. Allir klúbbfélagar voru því virkir í skipulagningu og undirbúningi þingsins. Þema þingsins var Eyjalíf - fólk - náttúra og saga. Mark- miðið var að gestirnir fengju að kynnast því hvernig það er að búa í Eyjum. Stórbrotinni náttúru Eyjanna, gestrisni Eyja- manna og Eyjamenningunni sem aðeins fáir þekkja en margir hafa heyrt um. Allt skipulag miðaðist við það, við fléttuðum saman dagskrá og frítíma og notuðum hvert tækifæri til að kynna Eyjarnar. Þjónustuhugsjónin er höfuðmarkmið Rótarý og við lögðum mikla áherslu á að allt sem gert var, skemmti- dagskrár, fyrirlestrar, öll ráðstefnugögn, blaðið og annað sem unnið var, væri gert í bænum og þannig myndi Vestmanna- eyjabær njóta óbeint góðs af þinginu.“ FRÁBÆR FUNDUR „Eitt af því sem við gerðum til að gera þingið eftirminnilegt og öðruvísi var að halda Rótarýfund í Herjólfsdal, en hann er í hugum Eyjamanna nánast helgur staður enda myndar hann stórbrotna umgjörð um helstu hátíð Eyjanna, þjóðhátíðina," segir Halldóra. I dalnum var komið upp stóru tjaldi og gestir sátu á tré- bekkjum, ekki ósvipað því sem gerist á þjóðhátíð. Þetta var hátíðarfundur með hátíðardagskrá en um leið skemmtidag- skrá sem verður lengi í minnum höfð. Sigurgeir Jónsson flutti í Herjólfsdal ríkti nánast þjóðhátíðarstemmning í júní sl.þegar þar var haldinn einn alskemmtilegasti Rótarý- fundur sem sögur fara af. fundarmönnum pistil um þjóðhátíð og undirbúning hennar. Einar Hallgrímsson spilaði á gítar og stjórnaði íjöldasöng þar sem m.a þjóð- hátíðarlögin voru sungin hátt og snjallt. Jafnframt dró hann ýmsa valinkunna Rótarýmenn upp á svið og kynnti gestum lítt þekkta hæfileika þeirra. Þar á meðal má telja þá Olaf Helga Kjartansson, sýslumann á Selfossi, og Sigurð Símonarson sem sungu sig inn í hjörtu áheyrenda. „Við ákváðum í upphafi að halda okkur við tímaramma fundarins, þó svo gestirnir væru ljóslega tilbúnir til að vera lengur á þessum skemmtilega fundi," segir Halldóra „Veðrið lék við okkur og margir gestanna fóru niður í bæ þar sem víða var glatt á hjalla.“ SKDÐUNARFERÐIR í samræmi við þema þingsins var kynnt bæði saga og náttúra Eyjanna og þar á meðal gosið. „Eg var mjög ánægð með hvernig kynningin heppnaðist," segir Hall- dóra. „Sumum þótti við djörf að ætla að láta gestina ganga á Eldfellið en að sama skapi þótti vel til fundið að vera með óvæntar veitingar við rætur fellsins og ekki síður frábær frá- sögn Bibba í Straumi (Friðbjörns Valtýssonar) þar sem hann sagði frá reynslu sinni og sinnar Jjölskyldu af gosinu. Þá kom enn í ljós hve þræðir Rótarý liggja víða, því í áheyrendahópn- um reyndist vera Rótarýmaður sem hafði á sínum tíma tekið á móti honum þegar hann kom upp á land og útvegað honum vinnu. Þarna urðu sem sagt skemmtilegir endurfundir.“ Allar veitingar voru sérvestmanneyskar ef svo má að orði komast. Veitingamennirnir Simmi og Grimur í Höllinni bjuggu til gott sýnishorn af þeim mat sem framleiddur er í Eyjum. A hátíðarkvöldverðinum var t.d. grafinn lundi í forrétt, þó ekki væri lundaveiðitímabil. „Þegar við lítum til baka, er okkur fyrst og fremst gleði og þakklæti í huga,“ segir Halldóra. „Það lagðist allt á eitt með að gera þingið eftirminnilegt og gott, frábær samvinna klúbbfélaganna í Eyjum, jákvæðni og gleði þinggesta ásamt dásamlegu veðri og síðast en ekki síst framlag allra þjónustuaðila í Eyjum þar sem fóru fremstir á meðal jafn- ingja Grimur og Simmi í okkar glæsilegu ráðstefnuhöll." S!j Nokkrir valinkunnir Rótarýmenn skoða Gestir á frábærum Rótarýfundi í Herj- Garðurinn í hrauninu skoðaður. varnir Vestmannaeyja. ólfsdal.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.