Frjáls verslun - 01.01.2004, Page 116
Athafnamaður f nýju hlutverki
að var fallegur haustdagur þegar
komið var að Hótel Rangá. Á móti
gestunum tók Friðrik Pálsson, en
hann hafði tekið að sér að sjá um stefnu-
mótunarvinnu og skipulagningu fundanna
sem fyrirhugaðir voru hjá starfsfólki.
„Eg hef nú ekki gert mikið af þessu,“
segir Friðrik, sem eyðir nú stórum hluta tímans á Hótel
Rangá, þar sem hann er framkvæmdastjóri. „Eg byggi slíka
fundi á langri reynslu minni, en ég hef tekið þátt í fjölda stefnu-
mótunarfunda og unnið með gríðarlega mörgum ráðgjöfum á
þessu sviði. Mér finnst mestu máli skipta að tímanum sé eytt í
eitthvað sem hefur gildi en það er auðvitað misjafnt hvernig
unnið er að stefnumótun fyrirtækja á svona fundum, hvort
unnið er frá grunni eða horft á innviðina í þeim ramma sem
fyrir hendi er. Hvað varðar fund Heims, þá var verið að vinna
með það sem fyrir var. Það sem mér fannst skemmtilegt við
hann var hversu blandaður hópurinn var. Þarna voru nær allir
starfsmenn fyrirtækisins og enginn greinarmunur gerður á
störfum og stöðu fólks. Það tókst vel að virkja alla, bæði í
vinnuhópum og í umræðum og umræðurnar sem fram fóru
voru mjög hreinskilnar en aldrei meiðandi. Farið var vandlega
í saumana á því sem þurfti og svo var unnið markvisst að því
að setja upp aðgerðarlista. Öll vinna var hröð og markviss og
allir lögðu sig fram. Mín tilfinning var sú að
með því að fara í nýtt umhverfi og vera
utan bæjarins í friði og ró þar sem um leið
fer vel um fólk, verði fundir sem þessir
mun betri og skili meiru.“
GILDI AFÞREYINGAR Það var ekki bara
fundað og skipulagt heldur var brugðið á léttari strengi á milli.
Eftir hádegið dró Friðrik alla þátttakendur út á gras þar sem
farið var í reiptog og svo áttu nokkrir valdir einstaklingar að
mynda fimmhyrning úr snæri sem bundið hafði verið í hring,
með bundið fyrir augun og eftir að þeim hafði verið
hringsnúið nokkrum sinnum. Þetta gekk merkilega vel og
sást þar ljóslega að stærðfræðikunnátta og rökhugsun er
sterkur þáttur hjá þeim sem voru í hringnum auk tilfinningar
fyrir fjarlægð, en það vakti athygli hvernig sumir töldu
sekúndubrot til að finna út fjarlægð til næsta manns. Heitu
pottarnir voru vel notaðir og eftir frábæran hátíðakvöldverð
skemmti fólk sér við dans fram eftir nóttu.
„Það að bregða á leik, hefur mikið gildi,“ segir Friðrik. „Ég
hef lært á langri leið að það getur gert kraftaverk og mér
finnst mikilvægt að ljúka fúndum sem þessum með hátíð-
legum kvöldverði og skemmtun þar sem makarnir koma líka
og blandast í hópinn." 35
Á haustmánuðum 2003 fór
starfsfólk Heims, sem meðal
annars gefur út Frjálsa verslun,
í stefnumótunarvinnu í sveita-
sælu-á Hótel Rangá.
116