Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.01.2004, Side 117

Frjáls verslun - 01.01.2004, Side 117
Þegar kenna á opinbera framkomu í ræðustól og sjónvarpi skiptir miklu máli að hafa reynslu. María Ellingsen leikkona, sem kennir á námskeiðum hjá IMG, hefur slíka reynslu til að bera en hún hefur ekki aðeins lært leiklist, heldur einnig unnið við sjónvarp og blaða- mennsku og getur því sótt í marga brunna. „Eg hef kennt ræðumennsku og framkomu í sjónvarpi síðastliðin 2 ár,“ segir María sem þessa dagana er mest heima við og sinnir þar nýfæddu barni sínu. „Það er ótalmargt úr leikhúsinu sem hægt er að nota, og þegar kemur að vinnslu texta kemur blaðamennskan að góðu gagni og svo þekki ég sjónvarpsformið mjög vel. Þessi námskeið eru fyrir 10-15 manns í einu og við förum í gegnum þá lykilþætti sem lúta að því að koma fram opinber- lega. Þetta er verklegt námskeið, enda læra menn mest á því að prófa hlutina. Það er upptökuvél á staðnum svo að þátt- takendur geta séð og metið hvernig þeir koma út og bætt og breytt því sem þeir eru ekki sáttir við.“ FRAMKOMA, ORÐ 0G ATHÖFN Sviðsskrekkur er nokkuð sem flestir eiga sameiginlegt þegar kemur að opinberri fram- komu og getur verið slíkur þröskuldur að sú dýrmæta þekking sem menn vilja miðla fer fyrir ofan garð og neðan. Þeim vefst tunga um tönn, röddin brestur og þeir fela sig á bak við power point glærur og snúa baki við áheyrendum eða grúfa sig niður í nóturnar sínar, hiksta og stama. Við FUNDIR OG RAÐSTEFNUR María Ellingsen hefur mikla reynslu af framkomu í sjónvarpi og á sviði. Hún deilir þeirri reynslu með þátttakendum á námskeiðum IMG. Framkoman skiptir máli byijum á því að nýta okkur gamalkunn ráð úr leikhúsinu til að yfirstíga þessa hræðslu. Öll þekkjum við svo löngu leiðinlegu ræðurnar þar sem aðalatriðin drukkna í smáatriðum og málalengingum og eru lesnar eintóna beint upp af blaðinu þar til allir áheyrendur eru sofnaðir eða farnir að hugsa um innkaupa- listann. Til að stemma stigu við þessu er kafli á námskeiðinu þar sem farið er sérstaklega í textagerð og svo í beinu fram- haldi er útskýrt hvernig flytja má textann á lifandi og áhrifamikinn hátt. Þar eru lykilatriði sannfæringarkraftur, rödd, framsögn, líkamsstaða og síðast en ekki síst útgeislun. GOÐUR UNDIRBÚNINGUR NAUÐSYNLEGUR „Þegar kemur að sjónvarpsviðtölum skiptir máli að þekkja formið og tímarammann sem þú gengur inn í,“ segir María. „Þú þarft að undirbúa þig vel og vera með aðalatriði málsins á hreinu því að sjónvarp býður ekki upp á að þú takir þér tíma í að hita þig upp og hugsa málið. Þú þarft að geta komið þínu máli á framfæri hratt og vel svo þú lendir ekki í því að búið sé að þakka þér fyrir og kveðja áður en þú hefur sagt nokkuð. Önnur atríði, eins og klæðaburður, skipta líka máli til að koma vel fyrir.“ Það hentar ekki öllum að vera í hópi og því er einnig boðið upp á einkatíma hjá IMG þar sem María ásamt upptökumanni og fréttamanni vinna með viðkomandi einstakling í heilan dag. „Þetta er fyrir þá sem eru í forsvari fyrir sín fyrirtæki eða talsmenn þegar stórviðburðir verða. Þetta fólk þarf að koma fram í fjölmiðlum með skömmum fyrirvara og oft undir miklu álagi eins og þegar áföll verða og þá getur það skipt sköpum að vera tilbúinn með áætlun og vera í góðri þjálfun. Það er dýrt að byggja upp jákvæða ímynd fyrir fyrirtæki sitt og hana þarf að vernda þegar áföll verða með því að bregðast rétt við. Á svona degi er stíft prógramm og fólk tekur gífurlegum framförum." BU Sjónvarp er óvæginn miðill og sjaldan gefst tími til að hugsa sig um í viðtali sem sent er beint út. 117
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.