Frjáls verslun - 01.01.2004, Qupperneq 125
LUNDÚNARPISTILL SIGRÚNAR
að 20 prósent eyjarskeggja sitji í mörg þúsund fyrirtækja-
stjórnum. Fjöldi fólks er skráður þar til heimilis til að komast
hjá skatti þó það hafi aldrei stigið fæti sínum á eyjuna og í
átökunum við drottnara eyjanna létu bræðurnir ófögur orð
fiúka um svindlið, sem eyjarnar þrifust á - þó skattaskjólið
gagnist þeim sjálfum auðvitað líka.
hað voru erfðalögin á eyjunni, sem ráku Barclaybræðurna
út í þriggja ára málaferli, sem kostuðu þá á endanum 1,75 millj-
ónir punda. Erfðalögin eru frá þeim tíma sem landeigendum
var í mun að eignir þeirra dreifðust ekki, svo lögin mæltu svo
fyrir um að elsti sonurinn erfði ailt. Bræðurnir eiga samanlagt
fiögur börn og vildu að þau fjögur erfðu kastalann. Málaferlin
mæltust ekki vel fyrir á Sark, því eins og einn eyjarskegginn
sagði þá fannst þeim þetta bara vera yfirgatigur í bræðrunum.
Auðvitað ættu eyjarskeggjar að fá að hafa sinn háttinn á - og þeir
sem væru ósáttír við það gætu bara farið annað. En í þessu máli
höfðu bræðurnir erindi sem erfiði og höfðu sitt fram.
RítZ við Piccadilly Árið 1995 var umsvifaár hjá bræðrunum.
Þá keyptu þeir glæsihótelið Ritz við Piccadilly. Hótelið var
opnað 1906 og þá í frönskum hallarstíl, enda allt franskt flarska
fínt á þeim tíma. Þegar bræðurnir keyptu hótelið var það orðið
nokkuð snjáð, þó að forn frægð hafi alltaf tryggt hótelinu gesti
af því tagi sem sækja í munaðarhótel. Undir
stjórn bræðranna hefur hótelið verið tekið í
gegn og er nú eins glæsilegt og hugsast get-
ur, allt í silki og stíl Loðvíks 16., auk þess sem
veitingastaðir þess hafa getið sér gott orð.
Keyptu The Scotsman Sama ár keyptu þeir
Scotsman Group sem gefur útThe Scotsman
og fleiri blöð. Innrásinni í blaðaheiminn var
fylgt eftir með kaupum á The Sunday Business 1997, sem heit-
ir nú Business og er líka netmiðill sem spannar Evrópu. Blaðið
hefur hlaðið upp skuldum, voru í fyrra komnar upp í 35 milljón-
ir punda og kemur nú sem iylgikálfur Mail on Sunday. Nú gæti
samvinnan við eigendur Mail verið á enda því eigendur Mail
reyndu lika að ná í Daily Telegraph, en lutu í lægra haldi fyrir
bræðrunum. Sem dagblaðaeigendur hafa Barclaybræðurnir
getið sér gott orð hjá starfsfólki, því þeir skipta sér ekki af rit-
stjórninni, en hafa staðið vel við bakið á blöðum sínum í sam-
bandi við nauðsynlegar fjárfestingar og breytingar. Fyrstu áber-
andi blaðaumsvifin fóru þó ekki vel. Þeir keyptu European úr
dánarbúi blaðakóngsins illræmda, Robert Maxwell, 1992, en
það blað lagði upp laupana 1999.
Með hótel- og blaðaumsvifin á góðu róli var kominn tími til
að huga að öðrum tjárfestingum. Skipamiðlun var óneitanlega
ekki jafn mikið í veltunni þegar leið á síðasta áratug og 1983
þegar bræðurnir keyptu Ellerman skipafyrirtækið. Því fyrirtæki
fylgdi einnig brugghús og ferðaskrifstofa. Hluta af þessu hafa
þeir þegar selt og 1997 seldu þeir annað skipafélag, sem þeir
áttu, Gotaas-Larsen fyrir 465 milljónir punda með hagnaði upp
á 100 milljónir. Þeir hafa fetað sig varlega inn í hátækniiðnaðinn
og keyptu meðal annars hlut í sænsku netfyrirtæki, Iinq, sem
var stofnað 1996 og hefur gert það gott.
Hafa unnið með Philip Green Einn af nágrönnum bræðranna
í Mónakó er kaupsýslumaðurinn Philip Green, sem er líklega
þekktasti og mest áberandi Bretinn í skattaparadísinni. Green
hefur eins og kunnugt er verið í flárfestingum með Baugi, en
líka með Barclaytvíburunum, sem komu inn í Green-dæmið á
seinni hluta síðasta áratugar. Árið 1999 tóku þeir þátt í stórkaup-
um með Green, þegar þeir keyptu gamla keðju, Sears, fyrir 550
milljónir punda, skiptu henni upp, hresstu upp á sumt og seldu
annað. Sex mánuðum seinna var sagt að þeir hefðu þá þegar
hagnast um 120 milljónir punda á þeim kaupum. Iikt og Green
hefur ævinlega stundað þá voru fyrirtækin iðulega seld en fast-
eignum haldið eftir. Rætt var um að þeir félagarnir þrír ætluðu
að halda áfram kaupum á sömu forsendum en það hefur ekki
orðið. Leiðir virðast hafa skilið með bræðrunum og Green,
enda býsna ólíkar manngerðir. Um Green segja kunnugir að
hann sé eins og barbarinn Conan úr samnefndri kvikmynd; þeir
sem lenda í slagsmálum við hann komast varla hjá að missa
minna en annan handlegginn.
Bræðurnir höfðu þó ekki misst áhuga á fata- og smásölu-
verslun, en í staðinn fyrir að leggja sig eftir keðjum á verslunar-
götunum hafa þeir seilst yfir í katalógasölu, sem á sér langa og
nfikla sögu í Bretlandi. Fyrir tveimur árum keyptu þeir Litt-
lewoods, sem er póstkröfusala eftir katalógum, á 700 milljónir
punda. Á þeim tíma voru eignir þeirra metnar
á milljarð punda. í fyrra héldu þeir svo áfram
á sömu braut, keyptu annað hliðstætt fyrir-
tæki, GUS Mail Orders, fyrir 560 milljónir
punda.
Athyglisfælnir Öflugir viðskiptamenn hér
eru annars vegar eins og Richard Branson,
sem láta ekkert tækifæri ónotað til að vekja á
sér athygli, og hins vegar eins og Barclaytvíburarnir, sem gæta
þess vandlega að vera helst aldrei í færi við myndavélar. Freder-
ick hefur sagt að hann vilji helst geta gert innkaupin sín á Bond
Street án þess að nokkur þekki hann í sjón. En nfiðað við að þeir
hafa kosið að hafa bústaði sína í Mónakó og á Brecqhou þá eru
þeir varla ginnkeyptari fyrir skattinum en Branson sem hefur
látið þau orð falla að það sé hrein sóun á peningum að láta skatt-
inn komast yfir þá.
Athyglisfælni þeirra á sér enga beina skýringu, en sagt er
að David hafi fengið nóg af henni á 6. áratugnum þegar hann
giftist fyrirsætunni Zoe Newton, sem var fræg fyrir að hafa léð
breskum mjólkurframleiðendum sætt andlit sitt í herferð
þeirra fyrir aukinni mjólkurdrykkju. Þau hjónin eignuðust
þijú börn en hafa síðan skilið að skiptum. Aidan, elsti sonur
Davids, stýrir nú daglegum umsvifum þeirra frá London, þó
bræðurnir leggi enn línurnar. Frederick á einn stjúpson, sem
rekur plötufyrirtæki er sérhæfir sig í samkvæmisdansatónlist.
Þeir bræður eru nefnilega miklir áhugamenn um þessa dans-
mennt, sem hér er kennd við „ball room“ og þeir ekki síður
fótvissir í lakkskóm á dansgólfinu en á bónuðum gólfum tjár-
málahallanna. En þó þeir séu ijölmiðlafælnir eru þeir engar
mannafælur, þykja glaðlegir og skemmtilegir og ófeimnir að
hafa skoðun á öllum hlutum. BS
Eins og margir aðrir enskir
auðmenn hafa bræðurnir
komið sér fyrir í Mónakó,
þar sem þeir eiga bæði
hótel og spilavíti. Oþarfi
að taka fram að Mónakó
er skattagriðland.
125