Frjáls verslun - 01.01.2004, Síða 126
Þjónustan í vínbúðum ÁTVR er orðin Ijómandi góð. Hæft starfsfólk með ágæta þekkingu á víni er lykillinn að þessari þjónustu
Páll Sigurðsson í Vínbúðinni í Kringlunni aðstoðar hér Sigmar B. Hauksson.
Kíh '11
,/
VINUMFJÖLLUN SIGMARS B.
Opinbera fyrirtæki ársins
Fá opinber fyrirtæki komast með tærnar þar
sem ATVR hefur hælana hvað varðar þjónustu
við viðskiptavini sína. ATVR er, að mati undir-
ritaðs, hið opinbera fyrirtæki ársins 2003.
Aundanförnum árum hafa
nokkur stór ríkisfyrir-
tæki verið seld til einka-
aðila - eða einkavædd eins og
sagt er. Nærtækasta dæmið er
ríkisbankarnir. Þá stendur til
að selja Landsímann. Önnur
fyrirtæki sem rætt hefur verið
um að selja er Afengis- og tóbaksverslun rikisins, þá hefur
einnig verið rætt um að breyta rekstrarfyrirkomulagi Ríkis-
útvarpsins.
Miklar sviptingar hafa orðið á íslenskum fjölmiðlamarkaði
sem kunnugt er. Mál hafa því þróast þannig að núverandi
ríkisstjórn hefur engin áform um að breyta rekstarfyrirkomu-
lagi Ríkisútvarpsins hvað þá að einkavæða það. Forsætisráð-
herra og menntamálaráðherra hafa meira að segja látið í það
skína að efla þyrfti Rikisútvarpið enn frekar. Enginn áhugi
virðist vera á að einkavæða ÁTVR. Ástæðan er fyrst og fremst
sú að almenningur, fólkið í landinu, er mjög ánægt með þjón-
ustu fyrirtækisins. Þá eru heildsalar, að því er best verður
séð, ánægðir með viðskipti sín við ÁTVR. Greiðslur eru
öruggar og samskiptin í föstu formi.
Embættismaðurinn sem kom á óvart Það bjuggust fáir við
því þegar Höskuldur Jónsson, ráðuneytisstjóri í fjármálaráðu-
neytinu, tók við sem forsfjóri ÁTVR á sínum tíma. Annað átti
eftir að koma í ljós. Höskuldur byrjaði á því að kynna sér
rekstur áfengisverslana og þá aðallega á Norðurlöndum.
Höskuldur er að vísu í ársleyfi núna sem forstjóri ÁTVR og
gegnir Ivar Ardal stöðu hans á meðan.
En fljótlega fóru að verða ýmsar jákvæðar breytingar á
rekstri ÁTVR. Verslanir urðu glæsilegar sjálfsafgreiðslu-
Efitir Sigmar B. Hauksson Myndir: Geir Ólafsson
verslanir. Vöruúrval jókst til
mikilla muna. Hæft fólk var
ráðið til starfa. Opnunartími
verslana var rýmkaður og
aðlagaður verslunarvenjum
fólks. Þjónusta við lands-
byggðina batnaði til mikilla
muna þegar verktakar voru
fengnir til að reka vínbúðirnar á minni stöðum hringinn í
kringum landið. Nú eru starfræktar 10 áfengisverslanir í
þorpum og fámennum sveitarfélögum víðs vegar um landið.
Heimasíða ÁTVR er til mikillar fyrirmyndar. Þess má geta að
vefurinn „vinbud.is" fékk verðlaun sem besti fyrirtækjavefur-
inn þegar ímark afhenti íslensku vefverðlaunin í október á
síðastliðnu ári.
ÁTVR er farið að gefa út vandað fræðsluefni og farið er að
mennta starfsfólkið í Vínskóla vínbúðanna sem er nýjung í
menntun starfsmanna. Nýjasta íjöðrin í hatti Höskuldar og
starfsfólks hans er ný verðskrá sem er eiginlega nýtt blað -
Vínblaðið.
Vínblaðið í vínblaðinu er búið að sameina tvö áður útgefna
bæklinga, Vöruskrá ÁTVR og Nýtt í vínbúðinni. í blaðinu er
margs konar fróðleikur. Meðal þarfra nýjunga eru matartákn
sem gefa til kynna hvaða matur geti hæft tilteknu víni. Þá eru
í blaðinu fróðlegar og vel framsettar greinar um kampavín og
Riesling þrúguna eftir Þorra Hringsson. Blaðið er vel upp sett
og greinargott. Mikill kostur er að þar er vel prófarkalesið og
hæfilega myndskreytt. Hægt er að fletta upp vörunum í staf-
rófsröð og finna blaðsíðutal þeirra í vöruskrá. Helsti gallinn á
þessu annars ágæta blaði er að vínlýsingar eru stundum ein-
kennilegar og aðeins sumum vínum er lýst. Stoneleigh
126
!