Frjáls verslun - 01.05.2004, Side 14
Jakob Ó. Sigurðsson tekur
við starfi forstjóra SÍF.
FRÉTTIR
Jakob tekur við SÍF
Jakob Óskar Sigurðsson hefur verið
ráðinn forstjóri SÍF og tekur hann til
starfa nú í júní. Örn Viðar Skúlason, sem
gegnt hefur starfi forstjóra SIF undanfarna
mánuði, tekur við sínu fyrra starfi sem aðstoð-
arforstjóri félagsins. Jakob hefur mikla
reynslu af stjórnun og starfi á alþjóðlegum
mörkuðum og hefur lengi verið starfandi
erlendis, lengst af í Þýskalandi. Hann er
mörgum kunnur sem fv. leikmaður Vals og
íslenska landsliðsins í handknattleik. 33
29 með
MBA gráðu
Mnemendur útskrifuðust með alþjóð-
lega MBA-gráðu frá Háskólanum í
Reykjavík í vor og er það í annað
skipti sem skólinn útskrifar riemendur með
þessa gráðu. Guðfinna Bjarnadóttir, rektor
Háskólans í Reykjavík, skoraði m.a. á stjórn-
völd að endurskoða rekstrartyrirkomulag
ríkisháskólanna í ræðu sinni. 31]
k/itnað i
Askriftarsími: 512 7575
Hann var myndarlegur hópurinn sem Háskólinn í Reykjavík útskrifaði með
alþjóðlega MBA-gráðu í vor.
Pétur Blöndal
hélt ræðu fyrir
hönd MBA
útskriftarhópsins.
Gísli Tryggvason, dúxinn í
MBA-hópnum, tekur við viður-
kenningu úr hendi Jóns Karls
Ólafssonar, formanns
Verslunarráðs.
En nú hefur [forsetil snúið við skil-
greiningu á forsetaembættinu. Pað
verður ekki lengur talað um hvað
hann gerir, heldur hvað hann gerir
ekki. Hann stýrir ekki ríkisráðsfund-
um, mætir ekki í veislur og skrifar
ekki undir lög.
Benedikt Jóhannessnn
(Ekki forsetinn).
Að mínu mati er eina leiðin til að
meta Ihvort breyting á markaði sé
til góðs eða illsl sú að beita „stra-
tegískri" greiningu sem dregur fram
þann hagræna veruleika sem at-
vinnugreinin býr við. Aðferðir leikja-
fræðinnar gætu svo vel komið til
greina til að meta áhrif breytinga.
Hin leiðin er auðvitað sú að láta
markaðinn í friði. En það má víst
enginn heyra minnst á slíkt lengur!
Porsteinn Siglaugsson
(Boðorð samkeppnisyfirvalda).
Pegar upp er staðið hafa gjaldeyris-
tekjur og straumur erlendra ferða-
manna líkast til hverfandi áhrif á hag
landsmanna af þjóðgarði norðan
Vatnajökuls. Hagurinn ræðst fyrst
og fremst af því sem skýrsluhöfund-
ar leggja ekki mat á: Ánægju íslend-
inga sjálfra af þjóðgarði.
SigurðurJóhannesson
(Hvers virði er þjóðgarður?).
Hann læðist stundum að manni sá
grunur að sumir séu alsælir með
markaðinn á meðan þeir hafa einok-
unarstöðu en finni honum allt til for-
áttu þegar þeir verða undir i sam-
keppninni. Pess vegna er ekki skrýt-
ið að umræða um einokun og sam-
keppni virðist oft þversagnarkennd.
Eyþór Ivar Jónsson
(Sötrað af sama grautnum).