Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2004, Qupperneq 43

Frjáls verslun - 01.05.2004, Qupperneq 43
KONUR í lflÐSKIPTALÍFINU Kristín Pétursdóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI HJÁ KB BANKA Tlvær konur eru framkvæmdastjórar hjá Kaupþingi-Búnaðar- banka, Kristín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri ljárstýr- ingar, og Guðný Arna Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri flár- málasviðs. Kristín er þjóðhagfræðingur að mennt, með háskóla- próf frá Háskóla Islands og mastersgráðu í alþjóðaviðskiptum frá Noregi. Hún hefur starfað hjá Kaupþingi-Búnaðarbanka frá 1997, síðustu árin sem framkvæmdastjóri flárstýringar. Sem framkvæmdasljóri flárstýringar sér Kristín um fjár- mögnun bankans, lausaijárstýringu, gjaldeyris- og afleiðuvið- skipti og situr um leið í framkvæmdastjórn bankans. í dag er bankinn að miklu leyti fjármagnaður erlendis. „Eg ber ábyrgð á verkefnum míns sviðs. Starfið felst mikið í samvinnu við önnur svið innan bankans. Við vinnum í opnu umhverfi, allir fram- kvæmdastjórarnir vinna með sínu fólki á gólfinu og við erum því öll vel tengd því sem er að gerast, hvort sem það er innan okkar deildar, á markaði og í öðrum deildum íýrirtækisins. í svona opnu umhverfi verður samvinnan mjög óformleg og sam- vinna er jú lykilatriði, að fólk nái vel saman og tali saman. Boðleiðir verða svo miklu styttri og einfaldari með þeim hætti.“ KB banki hefur stækkað og breyst gríðarlega mikið frá því að Kristín hóf þar störf 1997. „Þá var ég starfsmaður númer 55, í dag er þetta 1.300 manna fýrirtæki. Þetta hefur verið skemmtilegur og spennandi tími og það hefur verið frábært að taka þátt í þeim breytingum sem bankinn hefur gengið í gegnum,“ segir hún og telur spennandi tíma framundan í bankanum. Bankinn sé kominn vel á veg í uppbyggingu erlendis og sú uppbygging skipti sífellt meira máli í starfsemi bankans. Tækifærin innanlands séu takmörkuð því að markaðurinn sé lítill og samkeppnin mikil. „Okkar markmið er að verða leiðandi fjárfestingabanki á Norðurlöndum. Eg held að við séum komin vel á veg að því markmiði. Það eru gríðariega spennandi tímar framundan og mikið af spennandi verkefnum tengd útrás og því sem við erum að gera erlendis. Bankinn hefur stækkað mikið sl. sjö ár og sú þróun heldur áfram. Það er mikið af spennandi verk- efnum framundan." Kristín telur að tvær konur af níu í framkvæmdastjórn bankans endurspegli kynjaskiptinguna í geiranum. Karlmenn séu í meirihluta í framlínunni í bankageiranum almennt og fleiri karlar virðist sækjast eftir og haíi áhuga á starfsframa en konur. „Þetta er ekki svona endilega af því að þessar stofnanir vilji hafa það þannig. Mín skoðun er sú og það er mín reynsla að það hafi aldrei hamlað mér að vera kona í þessum geira. Svo er hitt að karlar sækjast meira í að komast í áhrifastöður. Konur veigra sér kannski stundum við að sækjast eftír ábyrgðar- stöðum og það er þeirra val,“ segir hún. Kristín hefur sett sér markmið og unnið að þeim án þess að velta mikið fyrir sér hvort það að hún sé kona setji henni einhveijar hindranir. „Ef þú veist hvað þú vilt og hefur menntun og hæfileika, stefndu þá að markmiðum þínum án þess að gefa þér fyrirfram að kynferði þitt skipti máli!“ ffl Kristín Pétursdóttir, framkvæmdastjóri hjá KB banka. „Ef þú veist hvað þú vilt og hefur menntun og hæfileika, stefndu þá að markmiðum þínum." Mynd: Geir Ólafsson 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.