Frjáls verslun - 01.05.2004, Blaðsíða 85
KONUR I lflÐSKIPTALIFIIMU
Losar um
streituna
Sigfríð Eik Arnardóttir, forstöðumaður
markaðs- og kynningarmála hjá Sjóvá-
Almennum. „Mitt helsta áhugamál er
líkamsrækt en ég hef verið í Sporthúsinu frá því
það var opnað,“ segir hún. „Mér finnst líkams-
rækt ómetanlegur kostur í daglegu stressi því
hún losar um streituna, heldur manni í formi og
maður sefur mun betur þegar maður hreyfir sig.
Eg er mest í tækjunum en á sumrin nýt ég þess
að vera úti við og hreyfa mig þar.“ 33
Sigfríð Eik Arnardóttir, forstöðumaður markaðs- og kynningarmála
hjá Sjóvá-Almennum.
Áhugamálið mitt er...
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, rágjafi menntamálaráðherra.
Starf og áhugamál tengjast oft hjá
fólki og þeir sem vinna við það
sem þeir hafa mestan áhuga á eru
lukkunnar pamfílar. Þorbjörg Helga
Vigfúsdóttir, ráðgjafi menntamálaráð-
herra í skólamálum, er ein þeirra. Hún
hefur áhuga á hugarferli og persónu-
leikum - áhugamál sem venjulegur Jón
þarf að fá nánari útskýringu á.
„Hugarferli vísar í raun til
hugarsálarfræði eða cognitive
psychology," segir Þorbjörg sem er
með námssálfræðimenntun að baki.
„Það sem ég velti fyrir mér í námi mínu
og er reyndar enn þá að skoða, er
hvernig fólk tekur ákvarðanir og
hvernig það er hvatt áfram í námi og
starfi þar sem persónuleikinn og
umhverfið hafa mikil áhrif. Eg velti því
m.a. iýrir mér hvaða hvatar það eru sem
fá duglega krakka til að standa sig vel
og af hveiju sumir fara í gegnum
skólann með litilli sem engri vinnu en aðrir reyna að sleppa
með sem minnsta vinnu og þar fram eftir götunni. Allar
ákvarðanir eru teknar af einstaklingum þannig að mér finnst
mikilvægt að skilja betur hugarferli fólks.“
Þó að Þorbjörg velti þessum málum iýrir sér alla daga er
ekki þar með sagt að hún geri ekkert fleira. „Eg er á kafi í
pólitík og er m.a. varaformaður SUS,“ segir hún. „Ég fór inn í
pólitík af einskærum metnaði iýrir skólakerfið og finn mig
ákaflega vel í þessu hlutverki. Ég hef að auki áhuga á
viðskiptalífinu og sérstaklega hegðun manna þar. Þar fyrir
utan elska ég gönguferðir og Frakkland og get vel hugsað
mér að búa þar þegar ég verð gömul." 33
85