Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2004, Side 133

Frjáls verslun - 01.05.2004, Side 133
FYRIRTÆKIN A NETINII - FERÐALQG Munur á verði og þjónustu flugfélaga Sífellt fleiri nota Netið til að skipuleggja ferðalög erlendis. Munur getur verið á verði og þjónustu flugfélaga í Evrópu eftir búsetu þó að slíkt sé með öllu óheimilt Efdr Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Griðarlegur munur er á þjónustu flugfélaga á Netinu og nokkuð hefur verið um að fólki sé mismunað í verði eftir búsetu. Stefán Haralds- son, formaður Farfugla og framkvæmdastjóri Bíla- stæðasjóðs, er að fara með ijölskyldu sína til Seúl í júní. Stefán skipulagði og bókaði flugið á Netinu en varð var við að erfiðlega getur gengið að fá þjónustu á Netinu. Þriðjudaginn 13. apríl sendi hann fyrir- spurn til Icelandair um það hvort hann gæti notað vildarpunkta í ferð frá Islandi til London. Þegar svar við þeirri fyrirspurn hafði ekki borist mánudaginn 26. apríl hringdi hann í Vildarklúbb Flugleiða og fékk þau svör að þar væri mikið að gera. Eftir langa mæðu fékk hann að bóka flugið í gegnum símann og borgaði fyrir það 1.800 krónur. Stefán hefur talsverða reynslu af því að nota Netið til að skipuleggja ferðalög sín um heiminn. Fram til 2000 notaði hann Netið einkum til að „gramsa“, finna hagstætt verð á flugi og fá starfs- menn ferðaskrifstofa til að panta það fyrir sig. I seinni tíð hefur hann reynt að skipuleggja og kaupa ferðalög sín á Netinu svo að ferðakostnaðurinn stígi ekki upp úr öllu hófi. Stefán og eiginkona hans hafa þá bæði gengið í það að leita að sem hagstæðustum ferðatilboðum og reynt að skipuleggja ferðina þannig að þau komist tafarlaust á leiðarenda. Þegar Stefán og kona hans voru að skipuleggja fríið í Seúl bauðst þeim flug hjá Icelandair frá Keflavík til Seúl fyrir um eða yfir 200 þúsund krónur á manninn. Netleitin endaði með því að þau keyptu flug með Air France í gegnum Ebookers.com frá London til Seúl gegnum París. Gróft brot Ó reglum ESB Sagt er að það geti verið mismunandi eftir búsetu hvað flug kostar á Netinu. Stefán og kona hans urðu áþreifanlega vör við það. Þau fundu tilboð um flug með hollenska flugfélaginu KLM frá London til Seúl á tæpar 70 þúsund krónur. Þar var þó einn hængur á. Þegar kom að því að slá inn kreditkortanúmerið kom í Ijós að tilboðið gilti einungis fyrir fólk búsett í Bretlandi. Þetta er gróft brot á reglum ESB. „Það er algjörlega útilokað að þetta gangi, það er ekki flóknara en það,“ segir Einar Páll Tamimi, forstöðumaður Evrópuréttar- stofnunar Háskólans í Reykja- vík. Hann kannast við að það hafi verið viðloðandi vandamál um nokkurt skeið að mönnum hafi verið mismunað í verði eftir búsetu á Netinu en segir átak í gangi hjá ESB, m.a. sé verið að skýra og skerpa reglur til að koma í veg fyrir þessa mismunun. Islendingar sem verði varir við svona misnotkun geti gert tvennt, kvartað til framkvæmdastjórnar Evrópu- sambandsins eða stefnt flugfélaginu fyrir Evrópudóm- stólnum. [B Viðskiptavinir mega vara sig á því að vera mismunað í verði efdr því í hvaða landi þeir búa. ESB er með átak í gangi til að stemma stigu við þessu. Gagnlegir vefir www.cheapflight.com www.cheapflight.co.uk www.ebookers.com www.usaguides.com www.budgetfares.com Stefán Haraldsson og María Rún Stefánsdóttir á temasýningu úr Return of the Mummy í Universal Studios í Hollywood. Mynd: Guðrún Indriðadóttir VIÐSKIPTI ■ TÖLVUR ■ FERÐALÖG • VÍN - WWW.HEIMUR.IS 133
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.