Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.05.2004, Blaðsíða 135

Frjáls verslun - 01.05.2004, Blaðsíða 135
hafðar kröftugar sósur með ijóma og jafnvel gráðosti. Þar sem Syrah-vín er áfengt og tannínríkt, vegur það vel upp á móti feitri sósunni. Syrah-vin er, eins og áður sagði, rétta vínið með pipar- steikinni, þá er það tilvalið með pastaréttum með bragð- sterkum sósum og glóðarsteiktu kjöti. Syrah hentar vel með osti og einnig með sætum og kröftugum efdrréttum, þar sem aðaluppistaðan er súkkulaði. Syrah-sósa með dalayrju Fyrir allmörgum árum var ég sem oftar staddur í Frakklandi, nánar til tekið í Champagne-héraði. Um kvöldið fór ég á lítinn notalegan veitingastað. A matseðl- inum var ungnautakjöt. Pantaði ég lund sem var frábærlega góð. Það sem gerir þessa máltíð þó eftirminnilega var sósan, hún var himnesk. Mér tókst að fá uppskriftina af henni og mér er sönn ánægja, lesendur góðir, að birta hana hér. Það sem harf: 50 gr rótarsellerí, fínt saxað 1 gulrót, fínt söxuð 2 Charlottulaukar, fínt saxaðir 1 msk smjör 3 dl Syrah rauðvín 2 dl ijómi 75 gr Dalayija 11/2 msk sojasósa Maizenamjöl, hrært út í vatni fl. Steikið grænmetið í smjörinu í potti. Bætið víninu í pott- inn og látið sjóða við vægan hita í 15 mín. B. Síið rauðvínið frá grænmetinu og hellið því í aftur í pott- inn. Setjið rjómann í pottinn og sojasósuna. Myljið ostinn út í sósuna og hrærið vel saman við. Þegar osturinn hefur leyst upp í sósunni er hún þykkt með maizenamjöli eða sósujafnara. Syrah í Ríkinu Nokkur ágæt Syrah-vín eru í verslunum ATVR Því miður vantar góð Hermitage og Cótie Rótie úr Rhón- ardalnum. Eiginlega verður það að segjast eins og er að úrval- ið af Rhonevínum er lítið spennandi. Frá Kaliforníu kemur hins vegar skemmtilegt vín, Clay Station Shiraz, á kr. 1.690. Það er einkar ljúft, sólbrennt, milt en hefur öll einkenni góðs Syrah- víns. Annar góður Kani er Columbia Crest Grand Syrah, kr. 1.640. Þetta er öndvegisvín með þægilegum ilmi af leðri, léttu kryddbragði og góðum ávexti, flott með lambakjöti. Þetta vín er frá Columbia Yalley í Washingtoniylki en þaðan koma nú orðið mjög áhugaverð Syrah-vín. Frá Chile kemur stórgott vín á fínu verði, Monte Alpha Syrah, kr. 1.790. Þetta er flókið vín, aðalbláber, grænn og svartur pipar, vanilla og sveskjur. Dúndur vín en þó ljúft. Frá Astralíu kemur Wyndham Bin, 555 Shiraz, kr. 1.490. Þetta er ekta Astrali, ósköp venjulegur á sæmilegu verði. Wolf Blass President Selection Shiraz á kr. 2.100. Þetta er frægt vín, elskað og dáð. Það er þungt, vel eikað, dimmrautt með kröftugum ávexti. Þetta vín krefst góðrar nautasteikur með matarmikilli piparsósu. Svipað vín, en ef eitthvað er, nokkuð kröftugra er Peter Lehmann Stonewell Shiraz, kr. 3.390. Þetta er ástralskur bolti, magnað vín - sinfónía af bragð- upplifunum. Þetta vín er sannkallaður Ástrali. Eitt athyglisverð- asta Syrah-vínið í ríkinu er einnig frá Peter Lehmann. Það er Peter Lehmann The Futures Shiraz, kr. 1.790. Hvers vegna, jú vegna þess að það er á fínu verði, hefur alla kosti góðs Syrah- víns frá Ástralíu. Þetta er þó ekki bolti, ekki of þétt eða of kryddað né of eikað. Þetta vín er frekar léttur Syrah eða Shiraz eins og Ástralir segja. I einu orði sagt, flott og gott matarvín. Vínið er purpurarautt, í nefi er moldar- og jarðarilmur. Milt eikarbragð, einnig gætir votts af súkkulaði og myntu. S3 Sigmar B. Hauksson mælir með eftirtöldum Syrah-vín- tegundum: Clay Station Shiraz kr. 1.690,- Columbia Crest Grand Estates Syrah kr. 1.640,- Montes Alpha Syrah kr. 1.790,- Wyndham Bin 555 Shiraz kr. 1.490 - Wolf Blass Presidents Selection Shiraz kr. 2.100,- Peter Lehmann Stonewell Shiraz kr. 3.390 - Peter Lehmann The Futures Shiraz kr. 1.790 - 135
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.