Frjáls verslun - 01.05.2004, Side 136
Birgir Hrafnsson hjá Bakkusi ehf.
Texti: ísak Örn Sigurðsson
Bakkus ehf. var stofnað
16. mars í fyrra, á degi
sem kallaður hefur verið
Guðmundardagurinn og er
kenndur við Guðmund hinn
góða. Sá dagur er mér tölu-
vert hugleikinn. Um 1920,
þann 13. mars, gerði mikið og
gott veður hjá afa mínum og
ömmu sem bjuggu vestur í
Langadal við ísaljarðardjúp.
Eins og þá tíðkaðist í góðum
vetrarveðrum, var kindum
hleypt út til að viðra sig. Síðan
skafl á óvæntur bflndbylur og
kindurnar týndust. An kinda
var aflt útlit fyrir að bregða
þyrfti búi og útlitið svart.
Þann 16. mars birti hins vegar
til og aflar kindurnar komu í
leitirnar heilar á húfi. Aflar
götur síðan hefur þessi dagur
verið í hávegum hafður hjá
minni ætt,“ segir Birgir
Hrafnsson, framkvæmda-
stjóri Bakkusar ehf.
„í tilefni af þessum degi
ákvað ég að stofna Bakkus
víninnflutningsfyrirtækið 16.
mars í fyrra. Eg stofnaði
Bakkus í framhaldi af því að
ég hætti störfum hjá sams
konar fyrirtæki sem hét Iind.
Þar hafði ég verið fram-
kvæmdastjóri frá stofnun
þess 1993 þar til að eigandi
Lindar keypti ölgerðina Egil
Skallagrímsson og sameinaði
Lind því fyrirtæki. Eg fór ekki
inn í þann samruna og í beinu
framhaldi ákvað ég stofnun
nýs fyrirtækis.
Nokkrir vínframleiðendur
ákváðu að segja upp samn-
ingum við ölgerðina og fylgja
mér inn í nýtt fyrirtæki. Allar
söluáætlanir á þessu ári hafa
staðist og reksturinn gengur
vel. Meðeigandi minn og
sölustjóri fýrirtækisins er
Sverrir Eyjólfsson. Bakkus
selur eingöngu léttvín og
bjór - Löwenbrau, sem
íslendingum er að góðu
kunnur. Astæða þess að við
höldum okkur einungis við
léttvín auk bjórsins, er sú að
þar er vaxtarbroddurinn,
menningin og ábyrgðin í
neyslunni. Við höfum hægt
og bítandi bætt við okkur nýj-
um tegundum léttvíns og
verslum mikið með léttvíns-
tegundir frá Frakklandi,
Ítalíu, Chile og Argentínu.
Argentína hefur verið að
hasla sér völl um allan heim
með frábærar víntegundir.
Eins og margir á mínum
aldri, tók ég þetta klassíska
gagnfræðapróf og byrjaði á
framhaldsnámi en stoppaði
þar stutt við, því hugurinn
stefndi á heimsfrægð með
hljómsveitunum Svanfríði og
Change. Skólagöngunni lauk
því þar með. Þegar ég hætti
spilamennsku með hljóm-
sveitum, stofnaði ég hljóð-
færaverslunina Tónkvísl og
rak í ein 12 ár. Þegar ég hætti
rekstri hennar, tók ég til starfa
hjá Ólafi Laufdal, var þar
markaðsstjóri og tók við af
Björgvin Hafldórssyni. Þar var
ég þar til ég datt inn í víninn-
flutninginn árið 1989. Áhuga-
mál mín hafa oft einkennst af
því sem ég hef verið að fást við
hverju sinni. Eg er kannski
einn af þeim sem sameina
áhugamál og vinnu, hvort
sem það er kostur eða löstur.
Þess skal getið að ég hef sl. 11
ár spilað með hljómsveitinni
Pops á hverju ári á nýársfagn-
aði ‘68 kynslóðarinnar. Ég hef
reyndar afltaf haft gaman af
veiðum og er í veiðiklúbbnum
„Top of the line“ ásamt Björg-
vin Hafldórssyni, Óttari Felix
Haukssyni, Einari Bárðarsyni
og fleiri veiðiklóm. Við förum
afltaf saman í 2-3 veiðiferðir á
hvetju ári.“ Birgir er kvæntur
Oddný Indíönu Jónsdóttur og
þau eiga 3 börn á aldrinum 20-
32 ára. Á heimilinu er hundur-
inn Bordó, sem er skírður í
höfuðið á Bordeaux,
þekktasta vínhéraði heims, og
tveir kettir og búa þau hjónin
að sögn á friðsælum stað í
Mosfellsbæ. 33
136