Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Page 22

Morgunn - 01.06.1977, Page 22
20 MORGUNN menn, sem lifa stjórnlausu ástríðulífi, skapi sér það ástand, sem er engan veginn afleit eftirmynd helvitis, þótt það sé ekki eilift. Það varir aðeins jafnlengi og ástriðurnar. Menn geta því sjálfir ráðið því, hversu lengi þeir lifa í því ástandi. Ef þeir láta stjórnast af vilja og heilbrigðri skynsemi, fá þeir unnið bug á hinum jarðnesku ástríðum og komizt út úr því ástandi, sem af þeim leiðir. Það er þetta ástand, sem liggur til grundvallar fyrir kenningunni um hreinsunareldinn í ka- þólsku kirkjunni. Hinar illu tilhneigingar verða að hverfa, áður en menn fá notið hinnar himnesku sælu. En svo er annað og æðra tilverustig eftir dauðann; tilveru- stig, sem samsvarar hinum skynsamlegu hugmyndum, er menn hafa gert sér um himininn eða himnariki. En inn á það koma menn ekki, fyrr en þeir eru lausir við allt hið illa og eigingjarna, sem er í fari þeirra; þar lifa menn annað hvort andlegu og háleitu vitsmunalífi eða í óumræðilegri trú- arsælu, allt eftir lyndiseinkunnum þeirra og lifi hér í heimi. Á þessu tilverustigi nýtur hver og einn þeirrar sælu, sem hann er fær um að njóta. Hann sér þá betur en nokkru sinni áður, hvað lífið er i raun og veru, því þá stendur hann nær hinu sanna og verulega. Á þetta tilverustig koma allir fyrr eða síðar, bæði guðhræddir menn og vantrúaðir. Þetta sæluástand má engan veginn skoða sem umbun, held- ur aðeins sem eðlilega afleiðing af þeim lyndiseinkunnum, sem menn hafa þroskað hjá sér í lifanda lífi. Menn, sem eru andlega þroskaðir eða gagnteknir af ósérplægni og fórnfýsi, lifa á þessu tilverustigi því sælulífi, sem ekki verður með orð- um lýst. En vér verðum að hafa það hugfast, að þetta sælu- ástand er aðeins tímabil í hinu eina og sanna lífi. Það er og áreiðanlegt, að vér leggjum sjálfir grundvöllinn undir það með hugsunum vorum, orðum og athöfnum hér í heimi. Breytni vor hér hefur viðlíka áhrif á hið komanda líf og upp- vaxtarárin hafa á fullorðins- og elliárin. En, þá liggur nærri að spyrja, hvort sæluástand þetta sé eilíft. Það er síður en svo. Eins og áður er sagt, er það aðeins afleiðing hins jarðneska

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.