Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Síða 22

Morgunn - 01.06.1977, Síða 22
20 MORGUNN menn, sem lifa stjórnlausu ástríðulífi, skapi sér það ástand, sem er engan veginn afleit eftirmynd helvitis, þótt það sé ekki eilift. Það varir aðeins jafnlengi og ástriðurnar. Menn geta því sjálfir ráðið því, hversu lengi þeir lifa í því ástandi. Ef þeir láta stjórnast af vilja og heilbrigðri skynsemi, fá þeir unnið bug á hinum jarðnesku ástríðum og komizt út úr því ástandi, sem af þeim leiðir. Það er þetta ástand, sem liggur til grundvallar fyrir kenningunni um hreinsunareldinn í ka- þólsku kirkjunni. Hinar illu tilhneigingar verða að hverfa, áður en menn fá notið hinnar himnesku sælu. En svo er annað og æðra tilverustig eftir dauðann; tilveru- stig, sem samsvarar hinum skynsamlegu hugmyndum, er menn hafa gert sér um himininn eða himnariki. En inn á það koma menn ekki, fyrr en þeir eru lausir við allt hið illa og eigingjarna, sem er í fari þeirra; þar lifa menn annað hvort andlegu og háleitu vitsmunalífi eða í óumræðilegri trú- arsælu, allt eftir lyndiseinkunnum þeirra og lifi hér í heimi. Á þessu tilverustigi nýtur hver og einn þeirrar sælu, sem hann er fær um að njóta. Hann sér þá betur en nokkru sinni áður, hvað lífið er i raun og veru, því þá stendur hann nær hinu sanna og verulega. Á þetta tilverustig koma allir fyrr eða síðar, bæði guðhræddir menn og vantrúaðir. Þetta sæluástand má engan veginn skoða sem umbun, held- ur aðeins sem eðlilega afleiðing af þeim lyndiseinkunnum, sem menn hafa þroskað hjá sér í lifanda lífi. Menn, sem eru andlega þroskaðir eða gagnteknir af ósérplægni og fórnfýsi, lifa á þessu tilverustigi því sælulífi, sem ekki verður með orð- um lýst. En vér verðum að hafa það hugfast, að þetta sælu- ástand er aðeins tímabil í hinu eina og sanna lífi. Það er og áreiðanlegt, að vér leggjum sjálfir grundvöllinn undir það með hugsunum vorum, orðum og athöfnum hér í heimi. Breytni vor hér hefur viðlíka áhrif á hið komanda líf og upp- vaxtarárin hafa á fullorðins- og elliárin. En, þá liggur nærri að spyrja, hvort sæluástand þetta sé eilíft. Það er síður en svo. Eins og áður er sagt, er það aðeins afleiðing hins jarðneska
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.