Morgunn


Morgunn - 01.06.1977, Page 66

Morgunn - 01.06.1977, Page 66
64 MORGUNN skammstöfunina og skammstafa svo íslenzka orðið. HSP í þess- ari bók er skammstöfun á Higher Sense Perception, sem tákn- ar æðri skynjun. Ef menn vilja endilega skammstafa þetta þá má gera það með ÆS. Á bls. 181 er bókartitillinn „Experi- ment in Mental Suggestion“ þýddur „Tilraunir með dáleiðslu“. Þetta er auðvitað ekki rétt. „Suggestion þýðir sefjun en ekki dáleiðsla (hypnosis). Að lokum finnst mér ófært að enda bók á íslenzku með ensku, og þó það sé tilvitnun í Kipling get ég ekki betur séð að það hefði verið hægt að þýða þetta lika. Harold Shei-man: DULARMÖGN HUGANS. Þýðing: Ingólfur Árnason. Utg.: Skuggsjá, 1977. Árið 1937 var hinum heimsfræga heimskautakönnuði Sir Hubert Wilkins falið að gera út leiðangur fyrir sovézku ríkis- stjórnina til að leita rússneskra flugmanna, sem lagt höfðu upp i flugferð frá Rússlandi, og skyldu fljúga án viðkomu til Bandaríkjanna yfir Norðurpólinn. Flugmönnunum hlekktist á og voru taldir af. Vitað var að þeir höfðu orðið að nauðlenda flugvélinni, þegar hún var 200 mílur frá Norðurpólnum. Loft- skeytatæki flugvélarinnar höfðu laskazt og var nú sambands- laust við hana. Hugsanlegt var að flugmennirnir væru á lífi og í nauðum staddir í ísauðninni, og var leiðangurinn því gerð- ur út 'og skyldi leggja upp frá New York. Harold Sherman, höfundur ofangreindrar bókar, hafði kynnst Sir Hubert Wilkins i City Club í New York, þar sem þeir voru báðir meðlimir. Sir Hubert sagði Harold frá ýmsu, sem fyrir hann hafði borið á lifsleiðinni, en ekki getað skýrt eða fundið lausn á. Sagðist hann vera sannfærður um að „stór- kostlegasta verkefnið sem mannkynið á fyrir höndum, er að rannsaka sjálfan mannshugann“.

x

Morgunn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunn
https://timarit.is/publication/668

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.