Ný saga - 01.01.1988, Qupperneq 4

Ný saga - 01.01.1988, Qupperneq 4
NÝ SAGA. Tímarit Sögufélags 2. árg. 1988. Utgefandi Sögufélag Garðastræti 13 b 101 Reykjavík s. 1 46 20 Pósthólf 1078 R 121 Prentað á íslandi 1988. ISSN 1010-8351. RITSTJÓRN: Eggert Þór Bernharðsson og Ragnheiður Mósesdóttir. Umbrot og forsíða: GIH-Auglýsingastofa. Filmuvinna: Offsetþjónustan. Setning, prentun og bókband: Prentstofa G. Benediktssonar. Letur: Meginmál: Garamond 10° á 11° fæti. Fyrirsagnir: Garamond 27°. Millifyrirsagnir og heiti höfunda: Garamond 12°. Myndatextar: Helvetica 9° á 10° fæti. Áhugavakar: Hel- vetica 8° á 9° fæti. MINNING Ný saga er verk ungra sagnfræðinga. Hugmyndin að riti sem þessu hefur verið að gerjast í nokkur ár en í fyrra var loks riðið á vaðið. Níu sagnfræðingar af yngri kynslóðinni sáu um útgáfu þess og efnið var að stórum hluta sótt í smiðju ungs fólks. Hið sama er uppi á teningnum í ár. Efni blaðsins lýsir vel fjölbreyttum áhugaefnum sagnfræðinga af yngri kynslóð- inni. Ný saga er annað sögutímaritið á Islandi með þessu sniði. Það sem fyrir er gefa sagnfræðinemar við Háskólann út, Sagnir. Flestir sem staðið hafa að útgáfu Nýrrar sögu komust fyrst í kynni við útgáfu á sögulegu efni með því að starfa að Sögnum. Þegar skólastarfi lauk hafði myndast sam- heldinn hópur ungs fólks sem vildi halda áfram á útgáfu- brautinni, gefa út sögurit sem svaraði kröfum tímans og kynnti nýjar rannsóknir settar fram á aðgengilegan hátt. Sögufélag kom til móts við þennan áhuga og úr varð Ný saga. Ekki höfðu allir úr hópnum tök á því að standa að fyrsta ritinu, sumir höfðu haldið til frekara náms í útlöndum. En þeir fylgdust með framvindu mála af athygli og voru boðnir og búnir að leggja ritinu lið svo að útgáfa þess mætti takast sem best. Einn þessara manna á grein í blaðinu í ár, Valdimar Unnar Valdimarsson. Valdimar Unnar lést í umferðarslysi í London 21. maí 1988, aðeins 29 ára að aldri. Þar stundaði hann doktorsnám við London School of Economics. Þegar hann féll frá var hann langt kominn með doktorsritgerð sína um starf Islendinga á vettvangi Sameinuðu þjóðanna frá því að þeir tóku þar sæti árið 1946. Greinin Alþýðulýðveldið og ísland. Afstaða ís- lendinga til aðildar Kína að Sameinuðu þjóðunum sem hér birtist var sérstaklega samin fyrir Nýja sögu og ber glöggt vitni um hæfileika höfundar sem fræðimanns. Valdimar Unnar hóf sagnfræðinám við Háskóla íslands haustið 1978, lauk B.A.-prófi í þeirri grein auk stjórnmála- Pappír: Finn coat, semi-matt 100 gr. Ný saga kemur út einu sinni á ári. Greinar sem birtast í ritinu má ekki afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun.eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eða í heild, án skriflegs leyfis viðkomandi höfundar. Sögufélag var stofnað árið 1902. Hlutverk þess er að gefa út hvers konar rit um sagnfræði, einkum sögu íslands, heimild- arit, fræðirit, yfirlits- og kennslubækur og tímaritin Sögu og Nýja Sögu. Félagsmenn eru þeir sem greiða áskriftarverð tímaritanna en félagar fá einnig bækur Sögufélags með 20% afslætti af útsöluverði. Þeir sem óska eftir að gerast félags- menn eða hafa efni fram að færa í tímaritin geta snúið sér til skrifstofu og afgreiðslu Sögufélags að Garðastræti 13 b. fræði vorið 1982 og cand.mag.-gráðu í sagnfræði í febrúar 1985. Árið 1984 gaf Sagnfraðistofnun Háskólans út B.A.- ritgerð hans um Alþýðuflokkinn og „stjórn hinna vinnandi stétta“ 1934—1938. Skömmu eftir að Valdimar Unnar hóf nám á cand.mag.-stigi var hann ráðinn til Sölusambands ís- lenskra fiskframleiðenda til þess að rita sögu þess og sögu saltfiskframleiðslu og -útflutnings fyrr á tíð. Það sýnir vel traustið sem menn báru til hans sem fræðimanns. Handrit að þeirri sögu lauk hann við áður en hann lést. Það bíður nú útgáfu og verður órækur minnisvarði þeirra kosta sem prýddu hann sem sagnfræðing. Hann var nákvæmur, víðles- inn, iðinn, agaður og mjög ritfær fræðimaður, sem hafði lag á því að segja flókna sögu á einfaldan og auðskiljanlegan hátt. Á engan er hallað þótt sagt sé að Valdimar Unnar hafi verið hvað efnilegastur af yngri kynslóð íslenskra sagnfræðinga. Valdimar Unnar tók virkan þátt í félagslífi sagnfræðinema og síðar sagnfræðinga, ritaði greinar í tímarit og blöð, hélt fyrirlestra á fundum Sagnfræðingafélags íslands og var burð- arás í útgáfu Sagna á árunum 1980—1985, þegar ritið var að hasla sér völl á tímaritamarkaðnum. Hann var ætíð tilbúinn að leggja á sig ómælda sjálfboðavinnu í þágu íslenskrar sögu og sagnfræðirannsókna. Við útgáfu Sagna á þessum árum myndaðist sá hópur sem síðar hélt áfram á útgáfubrautinni með Nýrri sögu. Valdimar Unnar var mikilvægur í þeim hópi enda þótt hann gæti ekki ýtt ritinu úr vör sökum dvalar sinnar erlendis. En hann var alltaf með okkur í huganum og hvatti okkur áfram með ráðum og dáð. Stórt skarð er nú rofið í þennan hóp ungra sagnfræðinga. Sagnfræðingar hafa misst mikilsvirtan liðsmann, söguunn- endur góðan fræðara og söguþjóðin mætan son. Ný saga er helguð minningu sagnfræðingsins Valdimars Unnars Valdi- marssonar. Eggert Þór Bernharðsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.