Ný saga - 01.01.1988, Side 6
Auður G. Magnúsdóttir
ÁSTIR OG VÖLD
Frilhilífi á íslandi á þjóðveldisöld
Væri ekki vert að
athuga nánar sið-
spillingu Sturl-
ungaaldar? Mundi ekki
þurfa endurskoðunar við
sú hugmynd manna, sem
lítið þekkja til Sturlungu,
að þar sé ekkert að finna
nema botnlausa mann-
vonzku? Þetta er að vísu
ekki sérlega skemmtilegt
efni, en mér virðist ekki
svo auðvelt að komast hjá
að taka það til meðferðar.
Einar Olafur Sveinsson
Sturlungaöld, bls. 66.
Það fer varla framhjá nein-
um sem les Sturlungu og bisk-
upasögur að frillulífi var
landssiður á Islandi á þjóð-
veldisöld. Þessu má einnig
finna stoð í Grágás og Jóns-
bók. Þótt frillur séu ekki
nefndar í Grágás beinum orð-
um, má þó sjá þar mörg
ákvæði er lúta að réttindum
óskilgetinna barna. Lögð er
áhersla á framfærsluskyldu
föður, eða föðurættar, barns-
ins þar til það varð 16 ára. 1
Jónsbók var faðirinn jafnframt
skyldaður til að greiða fyrir
kost barnsmóður sinnar
meðan „hon var í þeim sjúk-
leika ok svo fyrir barnfóstr."1
Mikið kapp var lagt á að finna
réttan föður óskilgetins barns,
og mátti pynta barnsmóður-
ina til sagna, samkvæmt Grá-
gás, þó ekki svo að á henni
sæi. Legorðssök fyrntist
aldrei á meðan faðerni var
ósannað.
Eins og að líkum lætur sam-
ræmdist frilluhald ekki siða-
boðskap kirkjunnar. Hins
vegar virðist kirkjan hafa látið
„saurlífi“ Islendinga að mestu
óáreitt fram á síðari hluta
12. aldar þegar Þorlákur Þór-
hallsson hófst handa við að
bæta siðferði landsmanna.
Umfangsmikil löggjöf um
legorðssakir og erfðir virðist
sniðin að margumræddri
„siðspillingu Sturlungaaldar".
Getur verið að „lausungin" í
samskiptum kynjanna á Sturl-
Mikið kapp var lagt á
að finna réttan föður
óskilgetins barns, og
mátti pynta
barnsmóðurina til
sagna, samkvæmt
Grágás, þó ekki svo
að á henni sæist.
Þoriákur helgi vildi uppræta búfjárlífi íslertskra höfdingja.
i