Ný saga - 01.01.1988, Síða 11
ÁSTIR OG VÖLD
ósennilegt að það hafi einkum
verið efnahagurinn sem skildi
á milli eiginkonu og frillu, því
sumar frillur sem getið er um
höfðu svo sannarlega fjár-
hagslegt bolmagn til þess að
giftast mönnum í sambæri-
legri þjóðfélagsstöðu, þótt
þær næðu etv. aldrei efna-
hagslegu jafnræði við friðla
sína sem ofar stóðu í þjóðfé-
laginu, eins og nánar verður
vikið að síðar.
Konur réðu sáralitlu um
þann ráðahag sem þeim var
valinn. Gengið var til samn-
inga við lögráðendur þeirra og
skilmálar ákveðnir. Mér sýn-
ist líklegt að staðið hafi verið
að málum með líkum hætti
þegar kona var tekin til frillu,
og í mörgum tilfellum hafi
legið að baki nákvæmlega
sömu hvatir og þegar kvon-
fang var valið, þe. vonin um
aukin ítök og hagkvæm „við-
skiptasambönd" á báða bóga,
báðir samningsaðilar væntu
nokkurs.
I Þórðar sögu kakala segir
svo frá því er Kolbeinn ungi
leitar uppi sára menn úr liði
Pórðar eftir Flóabardaga árið
1244:
Hittu þeir Asgrím Gilsson,
er kallaðr var baulu-fótr.
... Frændr hans báðu
honum griða við Kolbein,
at hann myndi hann láta
njóta mágsemðar, því at
Kolbeinn hafði fyrri fylgt
Hallberu syrju, systur
hans. Kolbeinn kveðst eigi
vilja sjá hann ok bað háls-
höggva hann. Fekk hann
þá mann til at drepa hann.12
Af frásögn þessari
virðist hafa verið álitið að
Kolbeinn hefði skyldum að
gegna gagnvart þessu
„tengdafólki" sínu. Um
mágsemdir í svipuðu tilfelli er
einnig getið í Þorgils sögu
skarðaP Líkur eru á því að hið
alræmda „búfjárlífi“ íslenskra
höfðingja hafi oft verið þaul-
skipulagt. En stangast það þá
ekki algerlega á við hina geysi-
legu lagabálka Grágásar um
legorð og legorðssakir? í
festaþætti Grágásar eru
nokkrar greinar sem virðast
gegna því hlutverki að verja
dætur landsins, og fjölskyldur
þeirra, ágangi lostafullra
karla. Hvorki mátti kyssa
konu, né liggja með henni og
viðlögð refsing var meiri ef
konan var gift. Hér gefst ekki
rúm til að tíunda ákvæði Grá-
gásar og Jónsbókar um leg-
orðssakir, en öll virðast þau
miða að því að vernda fjöl-
skylduhagsmuni ógefinnar
konu og tryggja „kokkáluð-
um“ eiginmönnum bætur.
Barneignir með ógiftum
stúlkum og ástleitni við þær
var fyrst og fremst móðgun
við fjölskyldur þeirra, því
gera má ráð fyrir því að spjöll-
uð hafi stúlka verið álitin
lakari kvenkostur, eða ekki
jafn góð „fjárfesting" og áður.
En sennilega var ekki sama
hver olli spjöllunum. Við
skulum glugga örlítið í fjöl-
skyldulíf Högna prests Þor-
móðssonar í Bæ í Borgarfirði.
Hann átti tvær dætur, þær er
nefndar eru. Onnur þeirra hét
Snælaug og um hana er sagt í
Oddaverjaþœtti:
. . . hon sat heima ógefin.
Hon fæddi barn, þat er
Snorri Sturluson
var ötull hjóna-
bandsmidlarí,
bæði fyrir sjálfan
sig og aðra. Hér
er hann á ferð frá
Odda í fylgd með
Sólveigu
Sæmundsdóttur,
sem sagt er að
Snorra hafi þótt
gaman að ræða
við. Hún giftist
síðar Sturlu
Sighvatssyni. Á
myndinni má
einnig sjá
Hallveigu
Ormsdóttur, og
segir um þennan
fund þeirra í
Sturlungu þegar
þess hefur verið
getið að hún hafi
veríð „féríkust á
íslandi", að
Snorra hafi þótt
„...ferð hennar
hæðileg og
brosti að". En nokkru
seinna voru þau
gengin í eina
sæng og þykir
víst að auður
hennar hafi
freistað Snorra.
9