Ný saga - 01.01.1988, Síða 19
TOGARAÚTGERÐ Á TÍMAMÓTUM
Togarar gerðir út árið 1950.
Rekstrarform og dreifing um landið.
Heimild: Þorleifur Óskarsson: Þættir úr sögu
íslenskrar togaraútgerðar 1945-1970. Kandídatsritgerð í
sagnfræði, H.í. 1987, 211.
verið stirð. Gefum Einari orð-
ið:17
Við áttum fund með Félagi
íslenskra botnvörpuskipa-
eigenda og segjum við þá:
Við erum búnir að kaupa 30
togara í Bretlandi, og við
viljum gjarnan vita, hvað þið
viljið kaupa marga af þeim.
Þeir svara og eru allir sam-
mála: Við viljum enga togara
kaupa núna; við viljum bíða
í hálft annað ár eftir að kaupa
togara, því að þá verða þeir
fallnir í verði. Við viljum
ekki dísiltogara, . . . við
viljum kolatogara. Vélstjór-
ar okkar kunna á þá en ekki
aðra. Blóminn í íslenskri at-
vinnurekendastétt neitaði í
raun og veru að kaupa tog-
ara. Stærstu togarafélögin,
Kveldúlfur og Alliance,
neyðast til þess að kaupa
einn togara hvort, þegar þeir
streyma til landsins, til þess
að sýnast vera með, þótt þau
ættu yfrið nægapeninga.. . .
Við hirtum ekkert um, hvað
F.I.B. sagði, en sögðum
þeim: Ríkið á þessa togara;
við erum búnir að semja um
kaup þeirra. Þið um það,
hvað þið gerið. Þannig urð-
um' við að tala við þessa
menn.
Með þessum orðum hefur
Einar eflaust fyrst og fremst
viljað vekja andúð á einka-
framtakinu, sem hafi ætlað að
svíkjast undan merkjum, en
að lokum gengið til verks með
hangandi hendi. En frásögnin
vekur óhjákvæmilega spurn-
ingar um frammistöðu stjórn-
valda. Af lýsingu Einars mætti
ætla, að nýsköpunarstjórnin
hafi keypt skipin með hálf-
gerðu offorsi. Hún hafi rokið
upp til handa og fóta og keypt
togara í einum hvelli, án þess
að hafa minnstu hugmynd um
hvort nokkur vildi eignast þá.
Þar á ofan hafi togararnir ekki
verið í neinu samræmi við
óskir útgerðarmanna, annað
hvort of litlir eða allt of stórir,
með ómögulegum vélabúnaði
og þar fram eftir götunum.
Loks mætti svo draga þá
ályktun, að ekki væri að
undra, að einkaframtakið færi
sér hægt.
En vangaveltur sem þessar
eru óþarfar. Lýsing Einars er í
öllum aðalatriðum röng.
Hann er einn til frásagnar um
stirð samskipti botnvörpu-
skipaeigenda og stjórnvalda.
Vitnisburðir samtímaheim-
ilda sýna fram á gott samstarf
og benda alls ekki til þess, að
stjórnvöld hafi þurft að með-
höndla togaraeigendur eins og
hverja aðra óþekktarorma.
Þvert á móti var haft náið
samráð við hagsmunaaðila allt
frá því undirbúningur togara-
kaupanna hófst haustið 1944.
Togararnir voru keyptir í
samræmi við óskir botn-
vörpuskipaeigenda. Samtök
þeirra áttu sæti í öllum nefnd-
um, sem skipaðar voru í
tengslum við togarakaupin.
Allt sem máli skipti, t.d. gerð
togaranna og verð, var borið
undir útgerðarmenn áður en
ákvarðanir voru teknar.
Frumkvæði ríkisvaldsins
einkenndist því ekki af nein-
um þjösnaskap og hefði síður
en svo átt að draga úr áhuga
einkaframtaksins.18
Eftir stendur tvennt af
málflutningi Einars Olgeirs-
sonar. Þátttaka einkafram-
taksins var lítil og að dómi
í endurminningum
sínum er Einar
Olgeirsson ekki í
neinum vafa um
hvað valdið hafi
áhugaleysi
einkaaðila.
Af lýsingu Einars
mætti ætla, að
nýsköpunarstjórnin
hafi keypt skipin með
hálfgerðu offorsi. Hún
hafi rokið upp til
handa og fóta og
keypt togara i einum
hvelli, án þess að
hafa minnstu
hugmynd um hvort
nokkur vildi eignast
þá.
17