Ný saga - 01.01.1988, Page 21
TOGARAÚTGERÐ Á TÍMAMÓTUM
Nýsköpunartogarinn Helgafell RE 280 kom til landsins ímars 1947
og var fyrst um sinn gerður út af samnefndu hlutafélagi í
Reykjavík. Hann varseldur Útgerdarfélagi Akureyringa árid 1952
og nefndist eftir þad Sléttbakur EA 4. Þá voru þeir erfidleikar, sem
einkaaðilar höfðu óttast þegar árið 1945, skollnir á af fullum
þunga. Markaðsörðugleikar, verðfall og taprekstur blöstu við
togaraútgerðinni. Hlutafélagið Helgafell var eitt fjögurra fyrirtækja
á vegum einkaaðila, sem lögðu upp laupana á sjötta áratugnum. í
öllum tilvikum tóku fyrirtæki i meirihlutaeigu sveitarfélaga við
rekstri togaranna.
það yrði verðfall eftir stríð, en
nákvæmlega hvenær og
hversu mikið gat enginn sagt
fyrir um. Það gaf augaleið, að
fram undan væru miklar
breytingar á markaðsmálum
og þar með hagnýtingu tog-
araaflans. En engin leið var að
vita, hvernig til tækist að afla
nýrra markaða.
I öðru lagi gerðu stjórnar-
andstæðingar ráð fyrir því, að
nýir togarar þyrftu sama
rekstrargrundvöll og hinir
gömlu. Slíkt var alveg út í
hött. Ný framleiðslutæki áttu
auðvitað að auka framleiðni,
lækka framleiðslukostnað og
standa undir lægra fiskverði.
Að öðrum kosti var betur
heima setið en af stað farið.25
I þriðja lagi gerði nýsköp-
unarstjórnin stórfellt átak í
því skyni að bæta rekstrar-
grundvöllinn og örva þar með
Verð togaranna hefur
eflaust haft einhver
áhrif í einstaka
tilfellum, en er langt
frá því að vera
einhver
grundvallarskýring á
doða
einkaframtaksins.
Uppskipun á
sjötta áratugnum.
Á þeim árum var
afli togaranna
oftast rúmur
helmingur af
heildarbotnfisk-
afla landsmanna.
19