Ný saga - 01.01.1988, Page 52

Ný saga - 01.01.1988, Page 52
Helgi Þorláksson íslcndingum var auðvitað lífsnauðsyn að komast út fyrir landsteinana og til þess þurftu þeir að geta boðið varning sem aðrir voru tilbúnir að kaupa. Það gat vissulega verið fjölmargt, cn þægilegast var að taka það sem nóg var af í landinu og af því var vaðmál langútgengilegast í Noregi og það skipti sköpum. Það er hljótt yfir störfum kvenna á þjóðveldistíma, þær unnu voðaverk sín í hljóði en karlar með braki og brestum og hafa fyllt heilar bækur um afreksverk sín utan lands og innan. Auðvitað fóru íslensk- ar konur í pílagrímsferðir Iíka en um þær er lítið vitað. Þær komu í klaustur á meginland- inu, voru etv. á Eynni auðgu (af 13 nöfnum voru amk. fjög- ur kvennanöfn), og sumar urðu kannski fyrir frjóum menningaráhrifum sökum menntunar sinnar og hæfi- leika en um þær er ekki talað í fræðiritum enda heimildir fá- ar. En um hinar sem aldrei komust úr landi en stóðu við vefstaðinn og púluðu og eink- um um iðngrein þeirra má fá margháttaða vitneskju og unnt á að vera að meta mikil- væg störf þeirra að verðleik- um en það er sjaldan eða aldrei gert. VEFURINN FELLDUR I upphafi máls dró ég fram að sagnfræðingar lýsa ís- lensku samfélagi á 12. og 13. öld sem iðnaðarstórveldi, að þeirra mati sáu Islendingar heimsmarkaðnum að miklu leyti fyrir tískuvarningnum vararfeldum sem þeir fluttu á eigin kaupskipum um norð- anverða Evrópu. Þeir voru framarlega í skinnaverslun en urðu að láta undan í sam- keppni við Hansamcnn. Þetta varð til þess að þeir misstu kaupskipaflota sinn en kepptu engu að síður í iðnaðarfram- leiðslu á heimsmarkaðnum, sendu þangað vaðmál og öttu kappi við Englendinga og Flandurbúa í klæðafram- leiðslu. Loks um 1300 urðu þeir að láta i minni pokann á þessu sviði líka. Þá kom skreið til bjargar en það er önnur saga. I þeim skrifum sem vitnað hefur verið til er jafnan gert ráð fyrir að íslenskt efnahags- og atvinnulíf á 12. og 13. öld hafi verið háð útflutningi, Is- lendingar hafi beinlínis fram- leitt fyrir erlendan markað. Þegar vararfeldir hverfa úr verslun, þegar samdráttar verður vart í viðskiptum með skinn eða þegar vaðmál lækk- ar í verði er skýringa leitað erlendis í stað þess að athuga hvort ástæður geti verið inn- lendar. Það sem veldur þessu er ma. að vararfeldir og vað- mál voru stöðluð framleiðsla, skyldu vera af ákveðinni lengd, breidd og þyngd, og finnst mönnum þá að fram- leiðslan hljóti að hafa verið ætluð til útflutnings fyrst og fremst en það þarf auðvitað ekki að vera, það var auðsæi- lega hentugt að gjaldmiðill innanlands væri staðlaður. I öðru lagi virðist mönnum, eins og fram kemur í skrifum um vararfeldi, að tískusveiflur erlendis hafi valdið hruni bæði útflutnings og síðan framleiðslu innnlands og í þriðja lagi ríkir sú skoðun að lögmál um framboð og eftir- spurn hafi ráðið í verðlagi og viðskiptum innanlands og viðskiptakjör erlendis hafi haft bein áhrif á innlendan markað, framleiðslu og verð- lag. Það er hljótt yfir störfum kvenna á þjóðveldistíma, þær unnu voðaverk sin í hljóði en karlar með braki og brestum og hafa fyllt heilar bækur um afreksverk sín utan lands og innan. Fræðimenn hafa hafið uþþ til skýjanna fáeina karla sem fóru utan til náms i gráum feldum með mörbjúgu i farangrinum en þagað um konurnar sem ófu hið mikilvæga vaðmál, berar og blóðugar á handleggjum. Ég held að aðalástæða þess að menn ýkja mikilvægi utanríkisverslunar á 12. og 13. öld sé sú að þeir ýkja stöðu Islendinga á sama tíma, gera Island að stórveldi nánast á öllum sviðum. íslendingar fundu ekki aðeins Ameríku og sömdu bestu bækurnar, þeir voru mestu ferðagarpar sem um getur eftir víkingaöld og stórveldi í verslun og við- skiptum. Islendingar nútímans dást að lífi og starfi forfeðranna á 11. og 12. öld og hafa tilhneig- ingu til að sjá það í hillingum. Eitt af mörgum dæmum um þetta eru eftirfarandi orð: Þjóðhátíðarnefnd er þess fullviss að sögualdarbær veki athygli á híbýlahátt- um og menningarlegri um- gjörð forfeðra vorra. Húsakynni þeirra voru myndarlegri og rismeiri en flestir virðast nú gera sér grein fyrir; stórhugur þeirra meiri en lýsir sér t.d. í torfbæjum síðari alda, sem áttu lítið skylt við þau húsakynni sem höfundar Völuspár og Njáls sögu áttu að venjast, svo að dæmi sé tekið. Umgjörð þessara verka var þeim samboðin. Sú staðreynd vekur í senn stolt og metn- að sem hverri þjóð er nauðsynlegur. Athyglis- vert er að íslendingar hafa búið vel á þeim öldum sem þeir hafa stuðst við eigið sjálfstæði og ráðið málum sínum sjálfir. Lotleg kot og lágar kytrur voru fylgi- fiskar ófrelsis og stoltleysis sem af því spratt.58 Hér koma fram hugmyndir þjóðhátíðarnefndar 1974 um sögualdarbæ sem farið var að kalla þjóðveldisbæ og reis í Þjórsárdal sem kunnugt er. 50
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.