Ný saga - 01.01.1988, Síða 58

Ný saga - 01.01.1988, Síða 58
arið í blaðinu. Hét hún „Nokkur orð um menntun og réttindi kvenna“ og var sögð eftir unga stúlku í Reykjavík. Þetta er fyrsta blaðagrein sem vitað er um eftir íslenska konu.10 Konan hét Bríet Bjarnhéðinsdóttir og átti eftir að koma mikið við sögu í kvenréttindabaráttu og bæjar- málum Reykjavíkur. Hún dróst að ritstjóra Fjallkon- unnar, m.a. vegna sameigin- legra hugsjóna, og giftist hon- um nokkrum árum síðar. Hjónaband þeirra hefur verið kallað fyrsta „intellektuel“ hjónaband á Islandi. En það gerðist fleira árið 1885. Þetta sama ár flutti Páll Briem fyrir- lestur á sal Lærða skólans um frelsi og menntun kvenna." A þingi var samþykkt þings- ályktunartillaga um rétt kvenna til skólagöngu. Um þetta leyti og næstu ár var Þorlákur O. Johnson kaupmaður einn helsti boð- beri evrópskra strauma í Reykjavík og potturinn og pannan í andlegu lífi höfuð- staðarins. Hann gekkst m.a. fyrir margvíslegu fyrirlestra- haldi og eru allar líkur á að hann hafi efnt til fyrirlesturs Bríetar Bjarnhéðinsdóttur um kjör og réttindi kvenna sem hún flutti í Góðtemplarahús- inu 30. desember 1887 en það var fyrsti opinberi fyrirlestur konu á Islandi. Olli hann nokkru fjaðrafoki í Reykja- vík. Fjallkonan segir svo frá viðbrögðum kvenfclks í bæn- um við fyrirlestri Bríetar: Sumt af Rvíkr kvenfólkinu lítr t.d. á þenna fyrirlestr með dýpstu fyrirlitningu; segir að fyrirlestrinn sé Fyrirlestur um hagi og rjettindi kvenna, Briet Bjamhjeðinsdóttir hj.lt I Kejkj.vik Sa del. 1887 Fjrtli fjrirlcitur Irrennmannt á Itlandi. R* jk|a«lk. KoetneAtrmetur: Blfurdur Krtitlánnon. íssa Fyrsti fyrirlestur kvenmanns á íslandi var fluttur af ungri vinnukonu f Gódtemplarahúsinu 30. desember 1887. Það var Bríet Bjarnhéðinsdóttir sem talaði um hagi og réttindi íslenskra kvenna og mun Þorlákur Ó. Johnson hafa staðið fyrir fyrirlestrinum. Nokkrum dögum seinna kaus Kristfn Bjarnadóttir, tengdamóðir Þorláks, fyrst reykvískra kvenna, I bæjarstjórnarkosningum og er vafalaust samband milli þessara tveggja atburða. reyndar að mestu vitleysa, enn þó betri enn svo, að því sé trúandi, að stúlka hafi hugsað hann, hún hljóti að hafa verið málpípa ein- hvers karlmannsins, og lýsir þetta best hinni and- legu vesöld kvenfólksins.12 Bríet mun þó sjálf hafa átt frumkvæðið að því að kveðja sér hljóðs og skýrði hún frá því í blaðaviðtali löngu síðar.13 í auglýsingu í Þjóðólfi um þennan óvenjulega atburð kemur fram að bílæti (miðar) fáist í búð Þorláks Ó. John- sons en ekki er getið um að þeir fáist annars staðar.14 Bendir það til að Þorlákur hafi staðið fyrir þessum fyrirlestri eins og flestum öðrum í bæn- um á þessum árum. SEX KONUR KUSU FYRIR ALDAMÓT Vitað er að Þorlákur Ó. Johnson var kvenfrelsismaður og handgenginn ritum John Stuart Mills og annarra breskra hugsuða enda hafði hann verið búsettur á Bret- landseyjum um árabil. Lúðvík Kristjánsson segir í riti sínu um Þorlák að hann hafi fengið tengdamóður sína, Kristínu Bjarnadóttur, til að kjósa í bæjarstjórnarkosningum sem fram fóru aðeins fjórum dög- um eftir fyrirlestur Bríetar.15 Kristín var þá orðin ekkja og átti nokkrar eignir og hafði því kosningarétt. Þau Þorlák- Kristfn Bjarnadóttir, 75 ára ekkja, reið á vaðið og vogaði sér fyrst reykvískra kvenna á kjörfund árið 1888. Hún stóð fyrir kaffistofunni Hermes og þar bar kvenfrelsi oft á góma. 56
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.