Ný saga - 01.01.1988, Page 84

Ný saga - 01.01.1988, Page 84
Gísli Ágúst Gunnlaugsson 4 1786 og sagði m.a.: Og ei get ég stúlkunni láð, þó hún þetta afráði, því þungt mundi mér falla þau kjör að þola vegna síra Björns míns, sem ég heyri þér hafið nú orðið að undirgangast, hversu stór nauðsyn sem yður hefur til dregið. Eg mundi ei hafa ráðlagt mínu barni að binda sig þvílíkum kjör- um, og hverninn skyldi ég þá gera það þeirri stúlku, sem mér trúir eins og móð- ur og forþénað hefur með sinni dyggri þjónustu elsku mína og virðing. Þó þetta sláist af, þá eftir því sem þokki yðar meðal fólks var þann tíð, ég til yðar þekkti, munu færri fá en vilja það hlutskipti sem jómfrú Kristín nú hafnar.23 Efnahagslegar (og félags- legar) aðstæður réðu því að Kristín hafnaði bónorði síra Jóns, en tilfinningar virðast ekki, ef marka má frásögn eldprestsins, hafa ráðið ákvörðun hennar. Hún fór að ráðum húsbænda sinna, enda telur Jón að „svoddan vinir" hafi brugðist sér. Varð hann því fráhverfur því að kvænast á nýjan leik, jafnvel þótt Guð- ríður Halldórsdóttir kona síra Sigurðar Stefánssonar á Helgafelli léti skila því til hans að koma til sín „og af tveimur kjósa þá ég vildi.“24 Þau dæmi sem hér hafa verið rakin eru frá 18. öld og því rétt að víkja sögusviðinu til 19. aldar. Svo sem að fram- an getur voru hjúskapar- möguleikar lengi framan af 19. öld einkum bundnir aðgangi að jarðnæði og bústofni. Frá 1801 til 1870 fjölgaði lands- mönnum úr 48.000 í 70.000, en þar sem þéttbýlismyndun var lítil fyrr en eftir 1880 varð vaxandi fólksfjöldi að sjá sér farborða í sveitum landsins. Þar sem fjölda býla og út- þenslu byggðar voru settar skorður af náttúrulegum að- stæðum fór hlutfall einhleyps fólks af íbúatölu landsins vax- andi á 19. öld. A tímabilinu 1850—1880 versnuðu hjú- skaparmöguleikar til muna, meðalaldur brúðguma og brúða hækkaði, hjúastéttin varð sífellt stærri að tiltölu og heimili urðu að meðaltali stærri. Um miðja öldina höfðu 2/5 hlutar kvenna í ald- urshópnum 50—54 ára aldrei gifst. Samtímis því sem hjú- skaparmöguleikar takmörk- uðust óx óskilgetni og ekklar Húsbændur eignuðust oft börn með vinnukonum sínum. Ætli bóndinn á bænum sé að stíga í vænginn við vinnukonuna á þessari mynd? Efnahagslegar (og félagslegar) aðstæður réðu því að Kristín hafnaði bónorði sira Jóns, en tilfinningar virðast ekki, ef marka má frásögn eldprestsins, hafa ráðið ákvörðun hennar. og ekkjur urðu eftirsóknar- verðari á hjúskaparmarkaðin- um, þar sem þetta fólk hafði eignarhald/aðgang að því sem þurfti til að stofna til bús og barna, nefnilega jarðnæði og bústofni.25 Við þær aðstæður sem hér er lýst er líklegt að önnur atriði en ástin hafi einatt átt hlut að máli við hjúskapar- stofnun. Alkunnar eru frá- sagnir um að húsbændur er eignuðust börn með vinnu- konum sínum hafi fengið ókvænta vinnumenn til að taka á sig faðernið gegn því að hjálpa þeim til að stofna til heimilis með barnsmæðrun- um. Má ekki síst rekja slíkar frásagnir til þess tíma þegar hjúskaparhorfur voru erfiðar laust eftir miðja 19. öld. Að þessu er vikið í nokkrum end- urminningum og skal rakið um það eitt dæmi hér á eftir. Sr. Jón Bjarnason, faðir sr. Magnúsar Bl. Jónssonar, eignaðist á hjúskaparárum sínum nokkur börn utan hjónabands. Fór að lókum svo að hann neyddist til að segja af sér kjóli og kalli af þessum sökum. Magnús (f. 1861) segir í endurminningum sínum að móðir sín hafi tekið „bæði fátæktarbaslinu og kvennafarinu með slíku þreki og geðprýði, að undrun og aðdáun hlaut að vekja hverj- um sem til þekkti“. Þó bar svo við er sr. Jón eignaðist barn með vinnukonu sinni, Þuríði að nafni, að kona hans, sem um skeið hrökklaðist af bænum vegna samdráttar þeirra, gerði enga tilraun til að útvega föður að barni þeirra Þuríðar og föður míns. Enda var hvortveggja, að hún var öllum ókunnug þar nyrðra og að Þuríður mun ekki hafa viljað ótignari barns- 82
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.