Ný saga - 01.01.1988, Qupperneq 91
í
\
v
ÍSLANDI Á EINN EÐA ANNAN HÁTT FYRSTU
KVIKMYNDIR SEM TELJAST GLATAÐAR:
1900-1905
Ýmsar kvikmyndir frá því um
aldamót skv. frásögnum
blaða. Því hefur verið haldið
fram að myndir frá þessu
tímabili kunni að leynast í
franska kvikmyndasafninu La
Cinemategue Francaise.
1904
Kvikmyndir sem Magnús
Olafsson ljósmyndari tók
fyrir kvikmyndafélagið Ól.
Johnson & Co. m.a. af þvotta-
laugunum í Reykjavík og fisk-
þvotti.
1906-1910
1906: De islandske Altings-
mænd. Nordisk Films Kom-
pagni framleiddi.
1906: Ýmsar kvikmyndir sem
munu hafa verið teknar á veg-
um Reykjavíkur Bíógraf-
theaters.
1909: Glímumynd frá Nord-
isk Films Kompagni.
1911-1915
1911: íslandskvikmynd Sví-
anna T. Wulffs og A. Eng-
ströms. Mynd um atvinnu-
hætti, þjóðlíf og helstu sögu-
staði landsins.
1911: Kvikmynd fransks kvik-
myndatökumanns, m.a. af
þvottalaugunum og götulífi í
Reykjavík. Ætlunin var að
kvikmynda á Jóns Sigurðs-
sonar hátíðinni.
1911-1912: íslandskvikmynd
Svisslendingsins Hermanns
Stoll. Mynd um land og þjóð,
lifnaðarhætti og ýmsa at-
burði.
1913: íslandskvikmynd Dan-
ans Einars Paulsens. Af heim-
ildum má ráða að talsvert hafi
verið kvikmyndað úr íslensk-
um sjávarútvegi, einkum á
Austfjörðum og ætlunin hafi
verið að kvikmynda í Vest-
mannaeyjum, Reykjavík og
víðar á landinu.
1916-1920
1918?: Tékknesk Vestmanna-
eyjamynd (upplýsingar um
þessa mynd óljósar).
1919: Glataðir þættir úr ís-
landsmynd Gustavs Boge: 1.
og 2. þáttur: Efni óljóst. 3.
þáttur: Fuglaveiðar í Vest-
mannaeyjum, frá Þingvöllum,
Brúarhlöðum, Geysi, Gull-
fossi og víðar. 4. þáttur: Frá
Vestmannaeyjum. 6. þáttur:
Utsýni yfir Reykjavík, götu-
líf, skrúðganga templara o.fl.
7. þáttur: 17. júní, hátíðarhöld
í Reykjavík á íþróttavellinum
o.fl.
Þetta dæmi gefur vísbendingu
um hversu mikið verk er
óunnið á sviði söfnunar og
leitar að týndum kvikmynd-
um frá upphafi aldarinnar en
þannig er ástatt í þessum efn-
um allt fram á áttunda áratug-
inn.
NOKKRIR
ÁHUGAVERÐIR
DRÆTTIR FRÁ
SJÓNARHÓLI
SAGNFRÆÐINNAR
Sú heimild um íslenskt
þjóðlíf, þjóðhætti og atburða-
og persónusögu þjóðarinnar,
sem aðgangur verður að í lif-
andi myndum, á eftir að skýr-
ast til muria, þegar Kvik-
myndasafn Islands verður
búið að koma sér upp sem
fyllstu safni kvikmynda frá
allri öldinni, sem tengist Is-
landi. Safn þetta verður hins
vegar ekki aðgengilegt sagn-
fræðingum og fróðleiksfúsum
almenningi, fyrr en nauðsyn-
legar ráðstafanir hafa verið
gerðar til að tryggja varð-
veislu þess, geymslu og notk-
un. Þótt enn sé langt í land
með að því takmarki verði náð
má sjá ýmsa áhugaverða
drætti í því safni kvikmynda,
sem þegar hefur verið safnað
saman. Ein kvikmyndagrein
virðist t.d. hafa gengið eins og
rauður þráður í gegnum alla
okkar kvikmyndasögu, nefni-
lega Islandsmyndirnar.
ÍSLANDSMYNDIN
Hér að framan hefur verið
getið nokkurra Islandskvik-
mynda frá fyrsta og öðrum
áratug aldarinnar, sem voru
reyndar allar teknar af útlend-
ingum. Eflaust má sjá gerð
þessara kvikmynda í beinu
framhaldi af Islandsleiðöngr-
um erlendra manna á 18. og 19.
öld, þar sem „myndasmiðir"
voru með í ferð og gerðu
mynd af því sem fyrir augu
bar, í fyrstu teikningar en síð-
an ljósmyndir. Má hér minna
Safn þetta verður
hins vegar ekki
aðgengilegt
sagnfræðingum og
fróðleiksfúsum
almenningi, fyrren
nauðsynlegar
ráðstafanir hafa verið
gerðar til að tryggja
varðveistu þess,
geymslu og notkun.
89