Ný saga - 01.01.1988, Qupperneq 93
Fiskvinna er dæmigert myndefni í íslandskvikmyndum. Þessi
myndrammi er úr íslandsmynd rithöfundarins Gudmundar
Kambans frá árinu 1935. Myndin var ófullgerd og hefur aldrei
verið sýnd opinberlega. Kamban fékk efni í myndina frá
Þjóðverjanum Paul Burkert sem filmaði á íslandi á árunum 1934-
35.
mynd Lofts Guðmundssonar
(1947), Islandskvikmyndir
Hal Linkers og Kjartans Ó.
Bjarnasonar frá sjötta ára-
tugnum „This is Iceland" og
Fjærst í eilífðar útsæ og af
margvíslegu efni sjónvarpsins
má nefna Islandsmyndina
Eftir ellefu hundruð ár og
Stiklur Omars Ragnarssonar.
Það verður án vafa forvitni-
legt viðfangsefni að kanna og
bera saman, hvernig ísland
birtist skoðendum landsins í
myndheimildum frá 18., 19.,
og 20. öld. Flestallar kvik-
myndirnar og margar kyrr-
myndanna, bæði ljósmyndir
og teikningar sýna höfuðat-
vinnugreinarnar, landbúnað,
fiskveiðar og fiskverkun enda
hafa t.d. hvítar saltfiskbreiður
og iðandi síldarplönin löng-
um heillað augu ferðalangs-
ins. Hinn sérstaki heimur
Vestmannaeyja var einnig
mjög algengt viðfangsefni
myndasmiða.
ÞJÓÐHÖFÐINGJA-
HEIMSÓKNIR OG
ÞJÓÐHÁTÍÐIR
Þeir atburðir í íslenskri
sögu, sem flestar heimildir í
lifandi myndum eru til um
fyrir daga sjónvarps eru þjóð-
höfðingjaheimsóknir, einkum
koma erlendra þjóðhöfðingja
til Islands (þótt einnig geti
verið um heimsóknir ís-
lenskra ráðamanna til útlanda
að ræða) og svo þjóðhátíðir,
þar sem öll þjóðin er þátttak-
andi. Ef frá er skilin fyrsta
þjóðhátíðin á Þingvöllum árið
1874, þegar minnst var þús-
und ára afmælis Islands-
byggðar, hafa allar þjóðhátíð-
irnar varðveist í lifandi mynd-
um. Það er umhugsunarefni,
hve mikils virði það hefði
verið fyrir okkur að eiga
fyrstu þjóðhátíðina á filmu en
umfram allt, hversu mikils
virði það er að varðveita það
sem við höfum tekið í arf.
Helstu kvikmyndirnar, sem
hér er um að ræða eru Þing-
mannaförin 1906 og Kon-
ungskoman 1907 í beinu fram-
haldi af þingmannaförinni. Þá
eru einnig komur Danakon-
ungs og drottningar 1921 og
1926, Alþingishátíðin 1930,
þar sem Danakonungur var
enn getur (a.m.k. 4 kvik-
myndatökumenn kvikmynd-
uðu hátíðarhöldin og sitthvað
fleira í leiðinni), lýðveldis-
stofnunin 1944 (3 kvikmynd-
ir), koma Ólafs Noregskon-
ungs á Snorrahátíðina í Reyk-
holti 1947, konungskoman
1956 o.fl. Sjónvarpið o.fl.
mynduðu þjóðhátíðina á
Þingvöllum 1974. Staðhæft
Heimsóknir þjóðhöfðingja til
íslands hafa yfirleitt verið
kvikmyndaðar. Jafnvel
fyrirmennin sjálf tóku lifandi
myndir hér á landi eins og
meðfylgjandi mynd af Friðrik
krónprins Danmerkur frá árinu
1938 sýnir.
91