Ný saga - 01.01.1988, Qupperneq 96
Sú stund er að renna
upp að
sagnfræðingar og
aðrir fræðimenn,
skólamenn,
kvikmynda-
gerðarmenn og
dagskrárgerðarfólk
hjá
sjón varpsstöð vum
hér heima og
erlendis svo
einhverjir séu
nefndir, munu gera
kröfu um að geta haft
aðgang að
heimildum um Island
20. aldar í lifandi
myndum.
með öllu óskiljanlegt hvers
vegna Alþingi taldi nauðsyn-
legt að afnema það sjálfstæði,
sem safnið hafði til athafna
sinna fyrstu árin, þegar
grunnurinn var lagður að
rekstri kvikmyndasafns hér á
landi og safnað var hátt í 700
kvikmyndum frá öllum ára-
tugum aldarinnar. Það hefur
tafið þróun safnsins nú um
skeið að ekki hefur gefist tóm
til að sinna málefnum þess,
sem skyldi af hálfu Kvik-
myndasjóðs Islands, sem falið
var að annast um rekstur
Kvikmyndasafnsins, enda
hefur Kvikmyndasjóður ein-
ungis lágmarksstarfskrafti á
að skipa. Innra starf Kvik-
myndasafnsins hefur því að
stórum hluta legið niðri frá
því að hinni nýju tilhögun var
komið á. Ekki er hægt að
áfellast önnum kafna starfs-
menn Kvikmyndasjóðs fyrir
það, hvernig málum er nú
komið á þessu mikilvæga sviði
íslensks menningarstarfs
heldur hlýtur Alþingi að
verða að axla þá ábyrgð, sem
því fylgir að endurskoða laga-
greinar með þeim hætti að
mikilvægt menningarstarf,
sem þolir enga bið, heftist í
stað þess að eflast. Bent var á
þessar neikvæðu afleiðingar
hinna nýju laga, áður en þau
voru samþykkt en við því var
skellt skollaeyrum. Litið var
svo á að hin nýju lög væru sett
á til reynslu og átti að endur-
skoða þau vorið 1986. Það
hefur enn ekki verið gert.
Sú stund er að renna upp að
sagnfræðingar og aðrir fræði-
menn, skólamenn, kvik-
myndagerðarmenn og dag-
skrárgerðarfólk hjá sjón-
varpsstöðvum hér heima og
erlendis, svo einhverjir séu
nefndir, geri kröfur um að
geta haft aðgang að heimild-
um um Island 20. aldar í lif-
andi myndum. Kvikmynda-
safni Islands hefur verið trúað
fyrir því að safna, varðveita og
skrásetja þennan menningar-
arf þjóðarinnar og á mikið
óunnið verk fyrir höndum.
Nauðsynlegt er að styðja við
bak Kvikmyndasafnsins í
hinu mikilvæga starfi þess eins
og kostur er og á það ekki síst
við um löggjafann, sem smíð-
ar safninu ramma til að vinna
eftir og menntamálaráðuneyt-
ið, sem stjórnar framkvæmd
lagabókstafsins. Kvikmynda-
safn Islands þarf að segja
Eyðileggingunni og For-
gengileikanum stríð á hendur
og hafa til þess bæði menn og
vopn.
Tilvísanir
1. Yfirlit þetta byggist á þeim
upplýsingum, sem greinar-
höfundi hefur tekist að afla
sér um kvikmyndagerð, sem
tengist Islandi á umræddu
tímabili en tekið skal fram að
þessar upplýsingar byggjast
ekki á ítarlegri rannsókn.
Hún verður að bíða síns tíma.
2. Þór Whitehead fjallar um Paul
Burkert í riti sínu Ófribur í
aðsigi, sem fjallar um Island í
heimsstyrjöldinni síðari.
Hann skoðaði kvikmyndir
Burkerts hjá Kvikmyndasafn-
inu á meðan á samningu verks-
ins stóð.
94