Ný saga - 01.01.1988, Side 105
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
Viðreisnarstjórnin var góð stjórn — en hefði
hún getað verið betri?
Menn eru fljótir að
gleyma. Þeir muna
það til dæmis fæst-
ir, að haftabúskapurinn, sem
hér var rekinn með litlum
hvíldum á árunum 1931—
1960, fól í sér átthagafjötra,
ritskoðun og pólitíska spill-
ingu. Leyfið mér að skýra
þessi stóru orð. Haftabúskap-
urinn fól í sér átthagafjötra,
því að þeir einir fengu gjald-
eyri, sem gátu gefið stjórn-
völdum fullnægjandi skýring-
ar á fyrirhuguðum ferðum
sínum til útlanda. Þótt við
höfum lifað í svo mannúðlegu
og lýðræðislegu ríki, að þetta
vald var ekki misnotað að
ráði, er auðvelt að gera sér í
hugarlund, hvað hefði getað
gerst. (Nasistar í Þýskalandi
beittu til dæmis gjaldeyris-
höftum gegn Gyðingum á ár-
unum 1933—1939.) Haftabú-
skapurinn fól ennfremur í sér
ritskoðun, því að sérstök
nefnd mat það, hvaða bækur
menn mættu flytja inn, til
dæmis til kennslu í Háskóla
Islands.
Síðast, en ekki síst, fól
haftabúskapurinn í sér póli-
tíska spillingu — eða að
minnsta kosti meiri áhrif póli-
tískra aðila á beina fjárhags-
lega afkomu fólks og fyrir-
tækja en góðu hófi gegndi.
Oflugustu bankarnir voru all-
ir ríkisbankar, og þar úthlut-
uðu sérstakir trúnaðarmenn
stjórnmálaflokkanna fjár-
magni á neikvæðum vöxtum.
Við getum nærri, eftir hvaða
reglum þeir hafa farið. Og all-
ur innflutningur var bundinn
leyfum frá hinu opinbera.
Hvernig voru þeir menn vald-
ið, sem fengu þessi leyfi? Þótt
Á sjötta áratugnum var stundum fátæktegt um að litast í
verslunum vegna hafta og skömmtunar. Eitt meginmarkmið
„viðreisnarstjórnarinnar“ var að koma á haftaminni verslun.
Hannes telur það eitt mesta pólitíska afrek stjórnarinnar að hafa
að mestu leyti bundið enda „á þennan ógeðfellda og óhagkvæma
haftabúskap".
hinir pólitísku skömmtunar-
stjórar hafi ugglaust margir
verið samviskusamir og
góðgjarnir, þurfum við ekki
að láta segja okkur tvisvar, að
þeir menn, sem lagt höfðu
fram mikið starf eða fjármuni
til stjórnmálaflokkanna, töldu
sig eiga heimtingu á „góðum
skilningi“ skömmtunarstjór-
anna á umsóknum sínum og
að þeim hefur oftar en ekki
orðið að óskum sínum.
Hið mikla pólitíska afrek
Viðreisnarstjórnarinnar var
að binda að mestu leyti enda á
þennan ógeðfellda og óhag-
kvæma haftabúskap. Hún út-
rýmdi gjaldeyrisskortinum
með því einfalda ráði að verð-
leggja gjaldeyri í samræmi við
framboð og eftirspurn, þ. e.
fella gengið niður í markaðs-
verð. Og hún hækkaði vexti
nokkuð, þótt ekki væri það að
vísu upp í fullt markaðsverð.
Tök stjórnmálamanna á at-
vinnulífinu linuðust mjög
fyrir vikið. Til dæmis um það
má nefna þá reglu, sem sett var
á síðari hluta Viðreisnartíma-
bilsins, að menn mættu ekki
samtímis vera þingmenn og
bankastjórar. Eiginlegt
flokksræði minnkaði því á
Viðreisnarárunum, þótt talið
um það hafi aukist — líklega
einmitt vegna þess, að menn
þorðu í auknum mæli að
bjóða slíku flokksræði byrg-
inn.
Góðærið, sem var hér á
landi á fyrstu fimm árum Við-
reisnarstjórnarinnar, hefur þó
líklega að mestu leyti stafað af
góðu tíðarfari, ekki bættu
stjórnarfari. Viðreisnarstjórn-
in var ekki aðeins góð í þeim
skilningi, að í henni hafi setið
hæfir menn. Hún var líka
Sídast, en ekki síst,
fól haftabúskapurinn
I sér pólitíska
spillingu - eda ad
minnsta kosti meiri
áhrif pólitískra adila á
beina fjárhagslega
afkomu fólks og
fyrirtækja en góðu
hófi gegndi.
L
103