Ný saga - 01.01.1988, Page 109
er að mörgu leyti mikill kost-
ur. Við erum því ekki hneppt í
viðjar fastmótaðra skoðana
sem erfitt er að losna úr. Eig-
um þar af leiðandi auðveldara
með að sjá skóginn fyrir trján-
um.
Hvaða kröfur gerði rit-
stjórnin til einstakra höfunda?
Höfundarnir fengu í fyrsta
lagi fyrirmæli um að forðastað
nota of mikið af alhæfingum.
Einstaklingar og atburðir áttu
að koma með sem dæmi þegar
hinar stóru línur sögunnar
væru dregnar upp.
í öðru lagi áttu höfundarnir
að nota eins fá fagorð og er-
lend hugtök og mögulegt væri.
Ritstjórnin lagði á það ríka
áherslu að almenningur gæti
notfært og lesið mannkynssög-
una sér til ánægju.
Höfundar fengu einnig
fyrirmæli um að fylgja for-
skrift að heildarsögu. Að öðru
leyti höfðu þeir frjálsar hend-
ur um hvaða viðfangsefni þeir
fjólluðu og hvaða dæmi þeir
tóku, svo framarlega sem
þeim væru gerð skil á aðgengi-
legan og læsilegan hátt.
Hvernig gekk samvinnan
við höfundana?
Samvinnan við höfundana
gekk ágætlega. Það sem olli
vanda var að þetta eru allt
reyndir höfundar og búnir að
móta sinn eigin stíl. Vonlaust
var því að ætla sér að steypa þá
alla í eitt mót. Bindin hera því
svip höfunda sinna í ríkum
mæli.
GÓÐAR
MÓTTÖKUR
Gera norskir og norrænir
lesendur aðrar kröfur til
svona verks en lesendur sunn-
Gaukstaðaskipið. Víkingatímabilið er einasta framlag
Norðurlandabúa til mannkynssögunnar.
ar í Evrópu?
Norðmenn, eins og allir
aðrir, eru mjög uppteknir af
sjálfum sér. Engu að síður
vænta þeir þess ekki að finna
stóra kafla um land og þjóð í
verki sem þessu. Að því leyti
eru þeir andstæða Þjóðverja,
Englendinga og Frakka sem
búast við að finna heilmikið
um sjálfa sig í mannkynssög-
unni.
Hvaða viðtökur hefur
mannkynssagan fengið?
Viðtökurnar hafa yfirleitt
verið góðar. Sérstaklega hefur
yngri kynslóðin verið ánægð
meðformið á útgáfunni. Aftur
á móti hefur borið á því að
miðaldra fólk, sem vant er að
lesa þunga og nánast mynda-
lausa texta, hafi kvartað und-
an myndunum.
Knut Helle var að lokum
spurður sem höfundur
fimmta bindisins, hvers konar
reynsla það væri að skrifa
mannkynssögu.
Maður fær aðeins eitt tæki-
færi á ævinni til að vera með í
svona verkefni. Þetta var því
geysilega skemmtilegt og
krefjandi. Fyrir mig var þetta
mjög lærdómsríkur tími og
góð leið til að þroskast sem
sagnfræðingur. Hingað til hef
ég einkum fengist við Noregs-
sögu séða í evrópsku samhengi
eða sögu einstakra hluta Nor-
egs. Það er allt annað að skrifa
heimssógu, maður öðlast nýja
sýn og sér hlutina í öðru Ijósi
en áður.
ÖNNUR VIÐHORF
Helgi Skúli Kjartansson var
inntur eftir því hvort hann
héldi að Islendingar litu öðr-
um augum á mannkynssög-
una en aðrir Evrópubúar.
Smáþjóðir hafa önnur við-
horf til mannkynssögunnar en
þegnar hinna gömlu stór-
velda. Þeir greina ekki að
AF
Sérstaklega hefur
yngri kynslóðin verið
ánægð með formið á
útgáfunni.
107