Ný saga - 01.01.1988, Síða 115
ALÞÝÐULÝÐVELDIÐ OG ÍSLAND
Meðal þess sem rennir
stoðum undir þá tilgátu að um
slík tengsl kunni að hafa verið
að ræða er hegðun Islendinga
á vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna árið 1958 í atkvæða-
greiðslum um ýmis mál er
snertu afvopnun, stöðvun
kjarnorkuvopnatilrauna,
lækkun hernaðarútgjalda og
friðsamlega notkun himin-
geimsins. íslendingar tóku þá
vægast sagt óvenjulega af-
stöðu til nokkurra slíkra mála
er þeir greiddu atkvæði á
skjön við flest önnur NATO-
ríki en hegðuðu sér þess í stað
á svipaðan hátt og hlutlaus
ríki á borð við Finnland og
Svíþjóð.8 Ymislegt bendir til
að þessi óvenjulega hegðun
íslands í atkvæðagreiðslum
hafi tengst hagsmunum ís-
lendinga í landhelgismálinu,
sem setti svo sterkan svip á
samskipti íslendinga við aðrar
þjóðir haustið 1958. Virðast
íslendingar með þessu móti
hafa verið að leggja áherslu á
óánægju sína í garð Atlants-
hafsbandalagsins vegna að-
gerðaleysis þess í landhclgis-
málinu, vanhæfni bandalags-
ins til að tryggja lífshagsmuni
íslands gagnvart þcirri ógn
sem fólst í aðgerðum Breta á
íslandsmiðum.,) Sc cðli Kína-
málsins haft í huga virðist ljóst
að það hafi vcrið kjörinn vett-
vangur fyrir íslcndinga til að
láta í ljós slíka óánægju í garð
Atlantshafsbandalagsins. I
þessu sambandi er mcðal ann-
ars vert að hafa í huga að
hefðu íslcndingar stutt
bandarísku tillöguna í Kína-
málinu árið 1958 hefðu þeir
látið í ljós sömu afstöðu og
ríki, sem þcir áttu í hciftúð-
ugri deilu við vegna landhclg-
ismálsins, staðið við hlið Bret-
lands, sem sent hafði flota
sinn á íslensk fiskimið til að
vernda breska landhelgis-
brjóta. Á sama tíma hefðu ís-
lendingar greitt atkvæði á
skjön við mörg þeirra ríkja
sem lýst höfðu fullum stuðn-
ingi við málstað íslendinga í
landhelgismálinu.
Vangaveltur af þessu tagi
eru auðvitað engin sönnun
þess að landhelgismálið hafi á
einhvern hátt skipt sköpum
um afstöðu íslendinga til
Kínamálsins árið 1958. Við
hljótum að leita annarra vís-
bendinga. Hvað til dæmis um
sjálfan málflutning íslendinga
í þeirri umræðu sem fram fór á
Allsherjarþinginginu um
þetta mál?
í ræðu, sem Thor Thors
flutti um Kínamálið á þinginu
árið 1958, vísaði hann meðal
annars til fyrri afstöðu ís-
lands, benti á að íslendingar
hefðu ávallt verið þeirrar
skoðunar að stjórn Alþýðu-
lýðveldisins kínverska yrði að
bæta sambúðina við Samein-
uðu þjóðirnar áður en hún
gæti vænst þess að meirihluti
aðildarríkjanna vildi bjóða
henni að taka sæti í þessari
stofnun.Thor sagði að það
væri alltaf álitamál, sem háð
væri vandlegri yfirvegun, hve-
nær heppilegasti og rétti tím-
inn væri kominn til þessa.
Hann lagði síðan áherslu á
það álit íslcnsku sendinefnd-
arinnar að gæta yrði þess að
bera ekki fyrir borð rétt For-
mósu; þar byggju tíu milljónir
manna, sem yrðu að hafa rétt
til sjálfsákvörðunar og aðildar
að Sameinuðu þjóðunum ef
þeir óskuðu þess. Thor sagði
að með hliðsjón af stöðu mála
tcldu Islendingar að tími til
lagfæringar á ríkjandi ástandi
nálgaðist óðfluga „og það beri
að hefja undirbúning til
brcytinga með gætni og stefna
áfram að þeim á stjórnmála-
legan hátt.“ Eftir að hafa rakið
þannig almenna afstöðu ís-
lands til Kínamálsins vék
Thor Thors að því hvernig ís-
lendingar hygðust greiða at-
kvæði er borin yrði upp tillaga
Bandaríkjamanna um að fjalla
ekki á þessu allsherjarþingi
um aðild Kína að Sameinuðu
þjóðunum. Sagði hann að ís-
land mundi sitja hjá við at-
kvæðagreiðslu um þessa til-
lögu „þar sem við viljum eng-
an þátt eiga í endanlegri
ákvörðun á þessu þingi. Okk-
ar stefna er aðvörun þess, að
breytingar verði að gjöra, og
að tilkynna það að við óskum
þeirra.“10
Thor Thors skýrði ekki
nánar ástæðuna fyrir stefnu-
breytingu íslendinga í þessu
máli en lét bandarískum
fjölmiðlum það eftir að velta
frekar fyrir sér þessari breyt-
ingu og ástæðum hennar. Og
slíkar vangaveltur hófust. I
fréttapistli til Morgunbladsins
skýrði Þór Vilhjálmsson,
fréttaritari blaðsins í aðal-
stöðvum Sameinuðu þjóð-
anna í New York, svo frá get-
gátum bandarískra fjölmiðla:
New York blöðin í morg-
un [24. september] benda
á, að færri ríki hafi nú greitt
atkvæði gegn því, að rætt
verði um sæti Kína, en
verið hefur áður, en málið
hefur komið fyrir Allsherj-
arþingið allt síðan árið
1951. Herald Tribune setur
afstöðu íslands í samband
við deiluna um fiskveiði-
lögsöguna og í fréttum
Columbiaútvarpsins í gær-
kvöldi var rætt um aukin
áhrif kommúnista á ís-
lenskt efnahagslíf í þessu
sambandi."
Umfjöllun af þessu tagi í
bandarískum fjölmiðlum á
sínum tíma rennir óneitanlega
stoðum undir þá tilgátu að
tengsl hafi verið á milli af-
stöðu íslendinga í Kínamálinu
Getur verið að
hagsmunir
Islendinga í
landhelgismálinu hafi
stuðlað að breyttri
afstöðu þeirra í
Kínamálinu á
vettvangi Sameinuðu
þjóðanna?
„Okkar stefna er
aðvörun þess, að
breytingar verði að
gjöra, og að tilkynna
það að við óskum
þeirra. “
113