Ný saga - 01.01.1988, Síða 115

Ný saga - 01.01.1988, Síða 115
ALÞÝÐULÝÐVELDIÐ OG ÍSLAND Meðal þess sem rennir stoðum undir þá tilgátu að um slík tengsl kunni að hafa verið að ræða er hegðun Islendinga á vettvangi Sameinuðu þjóð- anna árið 1958 í atkvæða- greiðslum um ýmis mál er snertu afvopnun, stöðvun kjarnorkuvopnatilrauna, lækkun hernaðarútgjalda og friðsamlega notkun himin- geimsins. íslendingar tóku þá vægast sagt óvenjulega af- stöðu til nokkurra slíkra mála er þeir greiddu atkvæði á skjön við flest önnur NATO- ríki en hegðuðu sér þess í stað á svipaðan hátt og hlutlaus ríki á borð við Finnland og Svíþjóð.8 Ymislegt bendir til að þessi óvenjulega hegðun íslands í atkvæðagreiðslum hafi tengst hagsmunum ís- lendinga í landhelgismálinu, sem setti svo sterkan svip á samskipti íslendinga við aðrar þjóðir haustið 1958. Virðast íslendingar með þessu móti hafa verið að leggja áherslu á óánægju sína í garð Atlants- hafsbandalagsins vegna að- gerðaleysis þess í landhclgis- málinu, vanhæfni bandalags- ins til að tryggja lífshagsmuni íslands gagnvart þcirri ógn sem fólst í aðgerðum Breta á íslandsmiðum.,) Sc cðli Kína- málsins haft í huga virðist ljóst að það hafi vcrið kjörinn vett- vangur fyrir íslcndinga til að láta í ljós slíka óánægju í garð Atlantshafsbandalagsins. I þessu sambandi er mcðal ann- ars vert að hafa í huga að hefðu íslcndingar stutt bandarísku tillöguna í Kína- málinu árið 1958 hefðu þeir látið í ljós sömu afstöðu og ríki, sem þcir áttu í hciftúð- ugri deilu við vegna landhclg- ismálsins, staðið við hlið Bret- lands, sem sent hafði flota sinn á íslensk fiskimið til að vernda breska landhelgis- brjóta. Á sama tíma hefðu ís- lendingar greitt atkvæði á skjön við mörg þeirra ríkja sem lýst höfðu fullum stuðn- ingi við málstað íslendinga í landhelgismálinu. Vangaveltur af þessu tagi eru auðvitað engin sönnun þess að landhelgismálið hafi á einhvern hátt skipt sköpum um afstöðu íslendinga til Kínamálsins árið 1958. Við hljótum að leita annarra vís- bendinga. Hvað til dæmis um sjálfan málflutning íslendinga í þeirri umræðu sem fram fór á Allsherjarþinginginu um þetta mál? í ræðu, sem Thor Thors flutti um Kínamálið á þinginu árið 1958, vísaði hann meðal annars til fyrri afstöðu ís- lands, benti á að íslendingar hefðu ávallt verið þeirrar skoðunar að stjórn Alþýðu- lýðveldisins kínverska yrði að bæta sambúðina við Samein- uðu þjóðirnar áður en hún gæti vænst þess að meirihluti aðildarríkjanna vildi bjóða henni að taka sæti í þessari stofnun.Thor sagði að það væri alltaf álitamál, sem háð væri vandlegri yfirvegun, hve- nær heppilegasti og rétti tím- inn væri kominn til þessa. Hann lagði síðan áherslu á það álit íslcnsku sendinefnd- arinnar að gæta yrði þess að bera ekki fyrir borð rétt For- mósu; þar byggju tíu milljónir manna, sem yrðu að hafa rétt til sjálfsákvörðunar og aðildar að Sameinuðu þjóðunum ef þeir óskuðu þess. Thor sagði að með hliðsjón af stöðu mála tcldu Islendingar að tími til lagfæringar á ríkjandi ástandi nálgaðist óðfluga „og það beri að hefja undirbúning til brcytinga með gætni og stefna áfram að þeim á stjórnmála- legan hátt.“ Eftir að hafa rakið þannig almenna afstöðu ís- lands til Kínamálsins vék Thor Thors að því hvernig ís- lendingar hygðust greiða at- kvæði er borin yrði upp tillaga Bandaríkjamanna um að fjalla ekki á þessu allsherjarþingi um aðild Kína að Sameinuðu þjóðunum. Sagði hann að ís- land mundi sitja hjá við at- kvæðagreiðslu um þessa til- lögu „þar sem við viljum eng- an þátt eiga í endanlegri ákvörðun á þessu þingi. Okk- ar stefna er aðvörun þess, að breytingar verði að gjöra, og að tilkynna það að við óskum þeirra.“10 Thor Thors skýrði ekki nánar ástæðuna fyrir stefnu- breytingu íslendinga í þessu máli en lét bandarískum fjölmiðlum það eftir að velta frekar fyrir sér þessari breyt- ingu og ástæðum hennar. Og slíkar vangaveltur hófust. I fréttapistli til Morgunbladsins skýrði Þór Vilhjálmsson, fréttaritari blaðsins í aðal- stöðvum Sameinuðu þjóð- anna í New York, svo frá get- gátum bandarískra fjölmiðla: New York blöðin í morg- un [24. september] benda á, að færri ríki hafi nú greitt atkvæði gegn því, að rætt verði um sæti Kína, en verið hefur áður, en málið hefur komið fyrir Allsherj- arþingið allt síðan árið 1951. Herald Tribune setur afstöðu íslands í samband við deiluna um fiskveiði- lögsöguna og í fréttum Columbiaútvarpsins í gær- kvöldi var rætt um aukin áhrif kommúnista á ís- lenskt efnahagslíf í þessu sambandi." Umfjöllun af þessu tagi í bandarískum fjölmiðlum á sínum tíma rennir óneitanlega stoðum undir þá tilgátu að tengsl hafi verið á milli af- stöðu íslendinga í Kínamálinu Getur verið að hagsmunir Islendinga í landhelgismálinu hafi stuðlað að breyttri afstöðu þeirra í Kínamálinu á vettvangi Sameinuðu þjóðanna? „Okkar stefna er aðvörun þess, að breytingar verði að gjöra, og að tilkynna það að við óskum þeirra. “ 113
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.