Ný saga - 01.01.1988, Side 118
Valdimar Unnar Valdimarsson
Sendinefndir Islands og Finnlands á Allsherjarþingi Sameinudu
þjódanna haustið 1971. Lengst til hægri við bord íslands sést
Einar Ágústsson utanríkisrádherra, sem tilkynnti Allsherjarþinginu
breytta afstöðu íslands til adlldar Kína að Sameinuðu þjóðunum.
Með hinni breyttu afstöðu skipuðu íslendingar sér m.a. við hlið
hinna Norðurlandaþjóðanna, sem um langt skeið höfðu stutt aðild
kfnverska Alþýðulýðveldisins að samtökunum.
á stefnubreytingu íslands í
Kínamálinu og sagði:
Að mati íslensku ríkis-
stjórnarinnar er það órétt-
mætt og heimsfriðnum síst
til framdráttar að neita 700
milljón manna þjóð um að-
ild að þcssum samtökum.
Við erum því þess vegna
eindregið fylgjandi að kín-
verska alþýðulýðveldinu
verði veitt aðild að Samein-
uðu þjóðunum með öllum
þcim rétti og skyldum sem
slíkri aðild fylgja.23
Ekki gekk stefnubreytingin
í Kínamálinu þcgjandi og
hljóðalaust fyrir sig. Eins og
vænta mátti voru fyrrverandi
stjórnarflokkar, Alþýðu-
flokkur og Sjálfstæðisflokkur,
ósáttir við þá afstöðu sem
vinstri stjórnin tók. Afstaða
stjórnarandstöðunnar kom
meðal annars berlega í ljós á
Alþingi hinn 19. október er
einn þingmanna Sjálfstæðis-
flokksins, Ellert Schram,
kvaddi sér hljóðs í tilefni þess
að í þeirri viku var fyrirhugað
að taka til umræðu og af-
greiðslu á vettvangi Samein-
uðu þjóðanna tillögu um aðild
kínverska Alþýðulýðveldis-
ins að samtökunum.24 Lét
Ellcrt í ljós mikla andstöðu
við þá fyrirætlun ríkisstjórn-
arinnar að styðja tillögu Al-
baníu og fleiri ríkja um þetta
efni en sú tillaga gerði jafn-
framt ráð fyrir brottrekstri
Formósu úr samtökunum.
Sagðist Ellert hlynntur þeirri
stefnu, er fráfarandi ríkis-
stjórn hefði fylgt, að reynt
yrði að finna viðunandi lausn
á Kínamálinu með það fyrir
augum að Peking-stjórnin og
Formósustjórn ættu báðar að-
ild að Sameinuðu þjóðunum.
Aðrir þingmenn stjórnarand-
stöðunnar tóku í sama streng,
þeirra á meðal Alþýðuflokks-
maðurinn Benedikt Gröndal.
Benti hann á þá yfirlýstu
stefnu flokks síns að styðja
Ellert B. Schram f þungum
þönkum á Alþingi. Hann hóf
þingmannsferil sinn árið 1971
með því að mótmæla þeirri
ákvörðun ríkisstjórnar Ólafs
Jóhannessonar að styðja aðild
kínverska Alþýðulýðveldisins
að Sameinuðu þjóðunum og
brottrekstur Formósu úr
samtökunum.
Vid stjórnarskiptin
varð aö ýmsu leyti
breyting á yfirlýstri
stefnu íslands í
utanríkismálum...
aðild Meginlands-Kína að
Sameinuðu þjóðunum en
leggjast jafnframt gegn brott-
rekstri Formósu úr samtök-
unum.
Einar Ágústsson utanríkis-
ráðherra varð til svara af hálfu
ríkisstjórnarinnar og rakti
hann ástæður þess að stjórnin
hefði nýlega gefið sendinefnd
Islands hjá Sameinuðu þjóð-
unum fyrirmæli um að greiða
atkvæði með tillögunni um að
Alþýðulýðveldið færi eitt
með umboð Kína hjá samtök-
unum. Sagði hann það skoðun
ríkisstjórnarinnar að megin-
atriði þessa máls væri að Al-
þýðulýðveldið tæki sem fyrst
sæti Kína hjá Sameinuðu
þjóðunum. Það mundi ekki
gerast samkvæmt „tveggja
Kína“-leiðinni þar sem fyrir
lægi ótvíræð yfirlýsing Pek-
ing-stjórnarinnar í því efni.
Utanríkisráðherrann sagðist
hafa fulla samúð með þeim
sem áhuga hefðu fyrir áfram-
haldandi aðild Formósu að
Sameinuðu þjóðunum en
málið lægi bara ekki þannig
116