Ný saga - 01.01.1988, Side 120

Ný saga - 01.01.1988, Side 120
Valdimar Unnar Valdimarsson Bandaríkjamanna á íslandi hefðu enn ekki séð í gegnum blekkingar- og svikavefinn."28 Ohætt er að segja að við annan tón hafi kveðið í mál- gögnum stjórnarandstöðunn- ar. Þannig lagði Morgunblad- ið til dæmis áherslu á það óréttlæti sem fælist í því að fimmtán milljóna manna þjóð, sem byggi á Formósu, væri vikið úr Sameinuðu þjóðunum: ísland er ef til vill eitt af fáum ríkjum heims, sem hefur efni á að leggja ein- ungis siðgæðislegt mat á þetta deilumál innan SÞ. Við þurfum hvorki að taka tillit til pólitískra eða við- skiptalegra hagsmuna okk- ar í Kína, af því að þeir eru ekki fyrir hendi. Og þegar þetta siðgæðislega mat er lagt á málefni Kína hjá SÞ er ljóst, að með sama hætti ogþað er rétt og eðlilegt að fulltrúar Peking-stjórnar- innar taki sæti Kína hjá SÞ er líka rangt, að þessar 15 milljónir á Formósu eigi þar enga fulltrúa.29 SAMSPIL ÓLÍKRA ÞÁTTA Óhætt er að segja að afstaða Islands til aðildar Kína að Sameinuðu þjóðunum og sú breyting sem þessi afstaða tók í tímans rás varpi ljósi á nokkra þeirra þátta sem alla tíð hafa mótað starf Islend- inga á vettvangi Sameinuðu þjóðanna, afstöðu þeirra og málflutning. Það var til dæmis engin tilviljun að Islendingar tækju lengi vel sömu afstöðu til Kínamálsins og flest önnur vestræn ríki. Með inngöngu í Atlantshafsbandalagið hafði Island skipað sér á bekk með þessum ríkjum og á viðsjár- verðum tímum sjötta áratug- arins þótti eðlilegt að fylkja Fulltrúi Alþýðulýðveldisins. Sendinefnd kínverska Alþýðulýðveldisins hjá Sameinuðu þjóðunum kom til New York hinn 11. nóvember 1971. Ekki er þessi mynd tekin við það tækifæri, heldur nokkrum dögum áður er undirbúningsnefnd á vegum Alþýðulýðveldisins kom til New York. Á myndinni sést einn nefndarmanna. liði á alþjóðavettvangi og þá ekki síst á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Deilan um aðild Kína að Sameinuðu þjóðunum varð þá með viss- um hætti táknræn fyrir sam- búð Austurs og Vesturs og Is- lendingum þótti sjálfsagt að taka afstöðu, sem samræmdist best skuldbindingum þeirra við þau samtök vestrænna ríkja sem þeir höfðu gerst að- ilar að. A þessari afstöðu varð ekki breyting fyrr en árið 1958, tveimur árum eftir að vinstri stjórn komst til valda á Islandi. Þá breytingu virðist meðal annars mega rekja til hagsmuna Islendinga í land- helgismálinu, sem setti svo mjög svip sinn á samskipti ís- lands við umheiminn um þetta leyti. Hafa verður í huga að hagsmunir íslendinga í haf- réttarmálum hafa ætíð sett mark sitt á starf þeirra hjá Sameinuðu þjóðunum, knúið þá til frumkvæðis og virkrar þátttöku á þessu sviði en jafn- framt haft áhrif á afstöðu Is- Deilan um adild Kína ad Sameinudu þjóðunum vard þá með vissum hætti táknræn fyrir sambúd Austurs og Vesturs... lands til ýmissa mála. Stefnu- breytingin í Kínamálinu árið 1958 virðist gótt dæmi um slík áhrif. Enda þótt Islendingar vikju um hríð af þeirri leið sem flest aðildarríki Atlantshafsbanda- lagsins kusu að fara í Kína- málinu var þess að vænta að utanríkisstefna „viðreisnar- stjórnarinnar“ setti svip á af- stöðu íslands í þessu máli sem öðrum er vörðuðu alþjóða- samskipti. Allan sjöunda ára- tuginn bar afstaða Islands í Kínamálinu vott um sam- stöðu með flestum öðrum vestrænum ríkjum. Með myndun vinstri stjórnarinnar árið 1971 urðu hins vegar ýms- ar breytingar á íslenskri utan- ríkisstefnu og af þeim breyt- ingum spruttu meðal annars umskipti í afstöðunni til að- ildar Kína að Sameinuðu þjóðunum. Þau umskipti eru gott dæmi um það hvernig rödd íslands á alþjóðavett- vangi getur tckið breytingum í samræmi við breytt stjórnar- mynstur á Islandi, breytta stefnu í utanríkismálum. Afstaðan til aðildar Kína að Sameinuðu þjóðunum varð flokkspólitískt dcilumál og á íslcnsku löggjafarsamkund- unni ræddu mcnn af miklum hita um hag fjölmenns ríkis í fjarlægri heimsálfu. Eftir sam- þykktina á Allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna árið 1971 og inngöngu kínverska Alþýðulýðveldisins í samtök- in var deilumál þetta auðvitað úr sögunni á Islandi. Eftir stóð hins vegar að íslendingar höfðu skipað sér á bekk með þeim ríkjum heims er stuðla vildu að aðild fjölmennasta ríkis veraldar að samtökum hinna sameinuðu þjóða, ríkis sem æ síðan hefur aukið tengsl sín og samskipti við umheim- inn. 118
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.