Ný saga - 01.01.1991, Side 11
ÓSTJÓRNLEG LOSTASEMI KARLA Á FYRRI TÍÐ
Konan: hið myrka viðfang girndarinnar
Hún á ekki betra
skiliö og mér segir
svo hugur að skop
beri meiri árangur
en til aö mynda
hertar refsingar viö
nauögunumog
klámi.
kona í Garðsauka í
Rangárvallasýslu. Kvöld eitt
haustið 1877 var hún að reka fé
úr túni og hitti ókunnugan mann
sem beiddist gistingar. Hún
vísaði honum á hesthús við
bæinn og þar „tók hann hana
og haíði samræði við hana, en
ekki beitti hann ofbeldi til að fá
vilja sínum framgengt við hana“,
að hennar sögn/'1 Slíku
samþykki verður að hnekkja ef
eitthvað á að þokast í hóflegri
átt í samskiptum kynjanna.
Vænlegast sýnist mér þá að nota
sömu eða svipaða aðferð og
viðhöfð var gegn konum þegar
„skriftamál Ólafar" voru sett
saman, nefnilega að gera grín
að óstjórnlegri og óþolandi
lostasemi karla. Hún á ekki betra
skilið og mér segir svo hugur
að skop beri meiri árangur en
til að mynda hertar refsingar við
nauðgunum og klámi. Hefjast
mætti handa á þulunni
Grettisfœrslu frá 15. öld.27 Ef
marka má söguna af Gretti
Ásmundarsyni var hún samin af
„kátum mönnum" eftir að
bændur við ísafjarðardjúp
ætluðu að hengja hann: „Og eftir
þessu viðtali þeirra hafa kátir
menn sett fræði það er
Grettisfærsla hét, og aukið þar í
kátlegum orðum til gamans
mönnum.“a Kvæðið er að hluta
til upptalning á ýmsu sem Grettir
kunni „vel að vinna“ og ekki er
orðum aukið að lýsingin er
ákaflega fyndin og körlum til
mestu háðungar ef rétt er lesið,
ekki sem klám og viðbjóður,
heldur skopskælt á röngunni og
upp í loft.
„Og eftir þessu
viötali þeirra hafa
kátir menn sett
fræöi þaö er
Grettisfærsla hét,
og aukiö þar í
kátlegum oröum til
gamans mönnum"
Miklu kann Grettir fleira
vel að vinna
hann greiðir festum
og gefur hestum...
lásu að lúka
og að lita dúka
við eld að húka
og vekja upp púka
láta freði ijúka
og moga kellingu sjúka...
bæta búkhlaup guma
og á bækur skruma...
og að moga presta
alla senn og sýslumenn...
kváðu hann fara í eyjar
og serður meyjar
gjörir grepp rekkjur
og serður ekkjur
hvers rnanns konu
og alla bónda sonu
til þess er hann sendur
að seróa búendur...
að hann streði prófasta
hirðmenn stóra
og gjörvalla hirðstjóra...
núir hann snjóta
en serður ábóta...
gjörir hann þunga
hann streður konunga
þvt er hann vanur að moga
barúna og hertoga
streður hann greifa alla
bæði riddara og ialla
cn þá er sól er í austri
streður hann abbadis að klaustri
stórt er hans reður
og allar systumar meður
streður hann kýr og kálfa
og k??? vel???sæna sjálfa
það þykir honum sómi
að serða páfann að Rómi
bæði konur og kalla
og patríarka alla...
streður hann það er kvikt er flest...
þá gjörir hann þunga
bæði gamla og unga
alla senn og sýslumenn
það má kalla
að hann streði alla
??????? snjalla
því færi ég þér Gretti...
að hann er þér skyldur
Viö sögulok í einu handriti
Grettissögu, AM 556a 4to frá
lokum 15. aldar, segir: „lýkur
hér sögu Grettis
Ásmundarsonar á fræði því er
Grettis færsla heitir og
ísfiröingar gjöröu þá er þeir
höföu handtekiö Gretti
Ásmundarson, en margir hafa
síöan viö aukiö mörgum
kátlegum oröum. “ Kvæöið er á
þremur blaðsíöum, einar 400
línur, en var skafið burt á 16.
öld. Áriö 1860 var hellt
upplausn yfir eina blaðsíöuna í
þeirri von aö hægt yröi að lesa
oröin, en án árangurs og meö
þeim afleiöingum aö blaösíöan
er algerlega ólæsileg. Ekki
tókst aö lesa kvæöiö fyrr en
beitt var útfjólubláum geislum
fyrir rúmum þrjátíu árum.
Teknar voru Ijósmyndir og
tókst Ólafi Halldórssyni
handritafræðingi meö ærnu
erfiöi aö ráöa í drjúgan hluta
kvæðisins (sjá fótnótu 27). Hér
er birt þaö sem beinlínis
varöar Gretti og er heillegt.
Oröin „seröa", „moga“ og
„streða" eru samheiti, en
„snjótur" segir Ólafur aö muni
þýða „penis".
9