Vaki - 01.09.1953, Page 4

Vaki - 01.09.1953, Page 4
BAINER MARIA RILKE: FYRSTA DÚÍNÓ-ELEGÍA Hver, ef ég hrópaði, heyrði orð mín úr fylking engla? og jafnvel þótt einhver vefði mig snögglega örmum: ég fcerist fyrir sterkari tilveru hans. Þvi fegurð er aðeins 'upphaf ógnar, er enn vér megnum aö líta og dáum svo sem hún liafnar með hægð að tortíma oss. Sérhver engill er ógn. Þannig held ég mér, hróp mitt heft mér á tungu og myrkur ekki. Æ hvern fáum vér fært oss í nyt? Hvorki engla né menn, og sporvísu dýrin verða þess vör aö milcilli öryggð eklci vér 'byggjum þá veröld sem fyrir er túlkuð. Varir oss ef til vill eitthvert tré út við brattann, er daglega aftur vér sæjum. Enn varir oss gatan í gær og duttlungatryggð einhvers vana, er vel við oss kunni og dvaldist og hélt ekki á braut. Ó og svo nóttin, nóttin er ómælisvindur tærandi um andlit vor fer —, brygðist hún nokkurum, langþreyð, blíðlega vonbrigðum völd, nóttin er einmana hjarta biður með þraut. Veitist liún élskendum léttar? Æ einungis byrgja þeir örlög sín hvor fyrir öðrum. Veizt ekki enn? Tóminu þeyt þér úr örmum út í þann heim er vér öndum; Jcannslce að fuglarnir skynji fjálgari vængjum hinn víðari geim. Já vist þurftu vorin þín við. Væntu þess sumar stjömur af þér að þú skynjaðir þær. Bylgja hné að í liðinni tíð ellegar dag einn er leið þín hí hjá glugganum opnum gaf sig þér gigja. Allt voru það boð. TÍMARITIÐ VAKI 2

x

Vaki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.