Vaki - 01.09.1953, Síða 11

Vaki - 01.09.1953, Síða 11
handan við ytra rökfræðilegt afstæði að það er í rauninni ekki til nema einn vegur: að lifa upp líf hans, finna vaxa innra með sjálfum sér skáldskap hans sem vaxi tré, hægt og ber ekki ávöxt fyrr en eftir langan þroska. Jafnvel minnsta æviatriði höfundar, atvikin kringum samningu verks varpa á það meira Ijósi en gáfulegustu skýringar, segir Louis Parrot. Rilke skrifaði elegíurnar á nokkrum vikum í samfelldum fellibyl sköpunar í algerri einveru í hálfhrundu óðalssetri á svissnesku fjalli. Hann hafði þá þagað næstum samfleytt í tíu ár. Hann dó nokkrum árum seinna eftir langa og þunga legu: hann hafði neitað öllum lyfjum er gátu létt af honum hartnær óþolandi kvölum sjúkdómsins: vildi deyja sem hann hafði lifað og veita hverju atriði, hverri reynslu varanleik með vitund sinni. Hvað verður skýring andspænis slíku lífi og slíku verki? Skýring, það er í rauninni flótti frá glímunni við ávarp orðsins sjálfs. Hræðsla gegnt boðskap þess. Umritunin er fráleit. Orðið er aldrei annað en það sjálft. Hví hættir okkur ávallt til að gleyma því að orðið er form og formið er veruleikinn: sá eini sem okkur skiptir máli í skáldskap? Veruleikinn öðlast tilvist sem form. Ekkert inntak er til annað en það sem hlýtur líf í formi og sem form. Það er ekki hægt að greina inntak frá formi án þess að bana skáldskapnum. Því ætti aldrei að skrifa um hlutina heldur skrifa hlutina sjálfa. Allt annað verður óhjákvæmilega þvættingur. Ef ég er nú samt farinn að skrifa hjá mér nokkur orð um elegíurnar má ekki af því ráða að ég álíti mig færan um að sigrast á nefndum örðugleikum. Mér verður þvert á móti æ ljósar hversu vanmáttug og hráskinnsleg öll þýðing slíks verks hlýtur að verða. Enda er fjarri mér að reyna að leggja út kvæðið: hversu fengi maður höndum tekið lífsloftið sem ljóðið andar; háttinn að lifa sem birtist í hverju orði og býr í hverri málsgrein? Hið eina sem ef til vill væri hægt, að ieita grunnsins fyrir tilveru slíks skáldskapar, þeirrar skáldlegu jarðar sem slíkur skáldskapur vex úr; að hlusta eftir því hvað hann vill okkur því hins fær maður ekki dulizt: það eru allt boð: maður gerist svikari við ljóðið ef hann leggur ekki við hlustir með lífi sínu öllu: du musst dein Leben dndern segir Rilke í niðurlagi ljóðs síns um forna styttu Appollós. Allt væntir þess að þú bregðist ekki. Ég veit ekki hvernig menn standa að vígi gagnvart skáldskap, gagnvai’t þessum skáldskap. Ég fæ ekki séð nema tvær leiðir: að stæla hverja taug til að heyra hann eða að berjast gegn honum þar til yfir lýkur. En hitt er ekki hægt, að yppta öxlum kæringarlaus. Líf og dauði skáldsins bindast í þetta ljóð: Það er ekki hægt að láta það sig engu varða. Frá þeirri stundu sem það hefur kvatt dyra varðar það tilveru manns sem slíka. Mér hefur löngum þótt undarlegt hve þeir eru margir sem líta á skáldskap sem skemmtun, helgidægradvöl; eða ef vel tekst til, augnabliksbundna sveiflu sálarinnar, einhvers konar hita í æðunum er vari sem tilfinning andartak. Sjá þeir ekki að þeir brjóta mélinu smærra hlutverk skáldskaparins í heiminum: að tengja þá og hlutina í eina heild. Það verður lesið af verki alira mikilla skálda: Hómer, Æschylos, Sappho, Dante, Shakespeare. En ef til vill lýsir það TlMARITIÐ VAKI 9
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Vaki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.