Vaki - 01.09.1953, Side 18

Vaki - 01.09.1953, Side 18
íslandslag Eigandi: Listasaín ríkisins teiknað, var mynd af mótorbáti á reikn- ingsspjald; — mér hefur líklega verið sett fyrir að draga til stafs, en haft meiri hug á því að verða mótorbátsfor- maður á þeim árum; enda var mikið um mótorskelli þessa vertíð í honum Hornafjarðarósi. Það strauk einhver hönd yfir spjaldið og fórst nú allt jafn sviplega og það hafði fæðzt óvænt, bæði bátur og formaður og það, sem mest var um vert, sjálf myndin, er mér hafði tekizt að búa til án þess að vita fyrir- fram, að ég gæti það. Ætti ekki öllu heilbrigðu fólki að vera yndi að skapa eða velja sér aðeins þann starfa, er því líkar. Fæstir gera það, en verða bara að vinna eitthvað vegna forþénustunnar. Ég mun hafa verið 16 ára, er ég fyrst drap pensli í lit, en 24, eða fullorðinn maður, er ég fastákvað að verða mál- ari. Ég valdi það sem sagt — mér gazt að því. I þessu starfsformi varð lífið mér mest vert að lifa. En vegna hvers gazt mér að þessu? — Það á eðli- lega sína sögu bæði langa og nokkuð flókna. Þar koma til skjalanna atvik og hlutir bæði geðrænir, einkalegir og smágervir, kannske margar viðlíka mjó- spóasögur og þessi um bátinn á spjald- inu, en það yrði of langt mál í viðtali og gildislaust fyrir almenning. Má ég svo spyrja þig um ncims- eðcc mótunarárin? Þú stundaðir nám við Akaclemíið í Höfn, er það eklci? í því sambandi væri gaman að heyra skoðanir þínar á listaháskólum og óðrum viðlíka stofnunum, hverja þú telur nytsemi þeirra og ágalla. Eins þitt álit eða til- lögur um, hvernig slíkum málum ætti að skipa. Já, ég var við nám á Akademíinu í Höfn. 1 örstuttu máli sagt gekk kennsl- an þar út á að mála hálf-kúbiskt eftir TÍMARITIÐ VAKI 16

x

Vaki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.