Vaki - 01.09.1953, Page 21

Vaki - 01.09.1953, Page 21
hlutstæð, eða getur það verið, að út- sunnanklakkur, slitinn út úr umhverfi sínu, rúmi geims og útsynningi, og færð- ur upp á léreft sem sjónhverfing, geti verið eitthvað hlutstæðari hlutur en t. d. 25 gr. zinkhvíta? 1 því sambandi væri gaman að heyra um hugmyndir þínar um almenrit gildi listar og tilgang hennar fyrr og síðar. Gildi og tilgangur fyrr og síðar! Þakka kærlega óverðskuldað traust á menntun minni og vizku. En eins og þú veizt er ég ekki atvinnulistfræðingur og þaðan af síður heimspekingur. Fídusmálari nokkur, sem ég þekkti einu sinni, hélt því fram, að listir göfg- uðu menn, og ég get „fyrir mig og sjálf- an mig“ sagt, að þessi stutta og laggóða tilgáta er eins og töluð út úr mínu hjarta. Yfirleitt hugsa ég sjaldan um hinztu rök fyrirbæranna — já, sem betur fer, því að mig vantar nokkra getu í það. samt hefur mér einhvern tíma dottið í hug, að ef mannkynið mætti ekki mæla, þá gæti nú farið svo, að margt væri orðið öðru vísi. Við þá, er kynnu að vilja afnema alla myndlist af því, að hana vanti bæði gildi og tilgang, vil ég segja þetta: Það er hægt að gera ýmislegt í litum, línum og formum, sem ekki verð- ur sagt í töluðu orði eða skrifuðu, eða með öðrum þeim tjáningarmeðulum, er við þekkjum. Álít ég þetta ærinn tilgang til þess að myndlist mætti lifa enn um sinn og segi svo ekki meira um þessa leiðindaspurningu. Þá freistast maður tíl að spyrja þig um hið mjög svo umdeilda vandamál í dag: samband listar við almenning. Sum- ir álíta, að bilið þar á milli sé orðið of breitt. Hvað segir þú um það? Og um þá tiUögu, er margir kommúnistar halda fram: socialrealismus ? 1 um það bil mannsaklur hefur það, að minnsta kosti í orði kveðnu, verið hugsjón menningar vorrar, að fólki vegnaði vel sem kallað er, ekki hvað sízt í veraldlegum efnum, hefði mat, drykk og gnægð góðra hluta í kringum sig, þar á meðal málverka. Framkvæmdin hefur orðið sú, að bezta húsnæðið, bíl- arnir og kæliskáparnir hafa lent hjá fáum einum. Vegna hvers? — Er það af því, að þá mörgu vanti hæfileika til þess að nota og njóta þessara hluta? Ég held ekki. Eins er á hinu andlega sviði. Geð almennings er opið fyrir list- um, og sé virkilega um að ræða eitt- hvert bil eða djúp staðfest á milli listar og almennings, þá er það vegna efna og ástæðna. Það verður aldrei neinn social- realismi til fyrr en almenningur hefur efni á því að gera andlega úttekt — tíma til þess að skoða málverk. Álitið er, að París eigi einhverja stík á því, hversu listin virðist einskorðuð við vissa útvalda hópa og þá elcki síður við heimsborgina sjálfa, sem enn ræður mestu um viðhorfin í myndlistum i dag, eða finnst þér ekhi svo ? Jú, eftir pípu Parísar er dansað, það er alveg rétt. Þessi stóra og fallega heimsborg gefur tóninn og ræður mestu í myndlist á okkar dögum, en hvort það er einhver útvalinn hópur, t. d. einungis amerískir milljónungar, sem Parísar- listin sé einskorðuð við, það eru ekki mín orð. Ég ætla frekar, að listelskir menn hvaðanæva bæði sæki þangað og eigi þangað erindi. Hygg við séum samála um það. Bg hef eitthvað Heyrt um gagnrýni af þinni hálfu á hinum alþjóðlega skóla Parísar og hinu algilda máli, er ho.nn berst. fyrir. Hver er hún í stuttu máli, og um leið: hver er skoðun þín á tíðru vanda- máli enn, eins konar andstæðu hins: þjóðlegri list, sem á formælendur eigi TlMARITIÐ VAKI 19

x

Vaki

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.