Vaki - 01.09.1953, Síða 27

Vaki - 01.09.1953, Síða 27
undursamlegt í eðli, tímabundið og laust við viðjar tímans, er þá réttmætt að heimfæra það undir venjuleg menning- arfyrirbæri, líta á það sem kafla í sög- unni, eða er listaverkið sérstakur heim- ur sem býr í þessum heimi, veröld sem á eigin lögmál, efni, þróunarbrautir, heimtar sérstaka eðlisfræði, efnafræði og líffræði og leiðir fram af skauti sínu sérstakt mannkyn? Ef við ætlum að rannsaka verkið til nokkurrar hlítar, er óhjákvæmilegt að einangra það í bili. Við gætum þá lært að sjá það, en verkið er ætlað sjóninni, á heima í rúmi, ekki rúmi þess sem ferðast um höf og lönd eða stjórnar herjum, heldur byggir það rúm sem verður til við sérstaka tæknimeðferð, er efni og hreyfing. Listaverkið er mælieining rúms, það er form og þar verður rannsóknin að hefjast. Balzac skrifar á einum stað í ritgerð um stjórnmál: Allt er form og lífið sjálft er form. Störf og athafnir verða greind að svo miklu leyti sem þau eru form og skilja eftir verksummerki í rúmi og tíma. Lífið er formsköpun. Lífið er form og formið er lífsháttur. Sam- band forma í náttúrunni er meira en til- viljun ein, við metum og vegum líf henn- ar sem nauðsynleg tengsl forma og án þeirra væri það ekki til. Eins er með listina, formtengsl í verki og milli verka eru sérstakt svið, líkingarmynd (meta- phore) í alheiminum. Ef sagt er að form jafngildi um- merkjum, er hætt við tvenns konar mis- skilningi. Mætti þá halda að formið væri aðeins útlína, strik á línuriti. En við verðum að líta á formið í allri sinni fylld og frá öllum hliðum, sjá hvernig það byggir rúm og tíma, kemur fram sem massi eða massa jafnvægi, sem stíg- andi mismunur skugga og birtu, hvernig það er ýmist tónn, snerting, blettur, jafnt í höggmynd, húsi, málverki og skurðmynd. Að svo komnu verður að varast að aðskilja athöfn og ummerki athafnar og líta eingöngu á ummerkin. Jarðskjálfti er til sem sérstakt fyrir- bæri og óháð skjálftamælinum, fer sínu fram hvað sem mælirinn sýnir. Loft- þyngd breytist án tillits til nálarinnar á barómetrinu, en listaverkið er sjálf list- in, og list er ekki aðeins auðkenni á verkinu, hún getur það af sér. Löngun eða tilhneiging til að skapa er ekki lista- verk. Þótt safnað væri ógrynni athuga- semda og ummæla frá listamönnum er ekkert fengið sem geti komið í stað lista- verks hve lítið sem það væri. Ef verkið á að verða til er óhjákvæmilegt að skilja það að, láta það rífa sig fram úr fylgsn- um hugans og komast út í rúmið, formið verður að fá að afmarka rúm og ljá því sérstakt eðli. Innihald forms er fólgið í ytri tilvist þess. Við sjáum formið og förum um það höndum eins og við skynj- uðum hlut sem borinn væri í heiminn en óskyldur heiminum. Samkvæmt eðli formsins er það heiminum framandi nema sem líkingamynd í hinum svo- nefndu hermilistum. Náttúran skapar form, öfl hennar og hlutir klæðast búningi samstæðra mynda og vera, oft svo skýrt að fólk hyllist til að sjá í náttúrunni verk listræns guðs, skaparans; eða eru náttúruformin handaverk hins bragðvísa Hermesar, í felurn og óþreytandi að flétta ný brögð og ráð? Lífræn öfl koma fram sem kúl- ur, keilur, snúningsþræðir, krókamunst- ur og stjörnur. Athugun á hinu lífræna byggist á tilveru forma og formafjölda. En jafnskjótt og þessar náttúrumyndir ganga fram á svið listarinnar og klæð- TlMARITIÐ VAKI 25
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Vaki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.