Vaki - 01.09.1953, Side 28

Vaki - 01.09.1953, Side 28
ast listrænu efni fá þær nýtt gildi og verða áður óséðir hlutir. En fólkið er heimaríkt og vill helzt gefa þessum aðskotahlutum aðra merk- ingu en þeir hafa að réttu lagi. Það vill slengja saman óskyldum hugtökum, rugla saman formi og mynd, en mynd- inni er fyrst og fremst ætlað að sýna hlut sem þegar er til. Við höfum ekki síður tilhneigingu til að rugla saman merki og formi. Merkinu er ætlað að benda til einhvers, það merkir, formið er hins vegar merking í sjálfu sér. Ef merkið öðlast mikið formgildi og þetta nýja gildi orkar á upphaflegt ætlunar- verk þess, er viðbúið að merkið fái nýja merkingu. Þetta verður ljósara ef vér höfum hugfast að formið er umlukið undarlegum geislabaug. Að vísu af- markar það rúmið og setur því nákvæm takmörk, en það orkar á vitundina og fær okkur til að sjá önnur form, það brýtur sér leið inn í ímyndun og hugar- flug og heldur þar áfram að lifa og dafna. Formið stendur fyrir augum okkar eins og glufa eða dyr, handanvið er ókennileg veröld, hvorki sjónvídd né rúmvídd, þangað streyma skarar mynda einhvers staðar frá, leita á opið og þrá að fæðast inn í formheim. Þania er ef til vill skýring á hinum síbreyti- legu skreytiformum stafrófsins, ekki hvað sízt í leturgerð Austurasíuþjóða. I letri þeirra er stafurinn dreginn með pensli á sérstakan hátt, pensillinn mark- ar breiða drætti og granna, snögga og hæga, flúraða og einfalda. Stíll myndast í stafagerð og formin gefa stöfunum tákngildi til viðbótar upphaflegri merk- ingu, skriftin getur af sér nýjar orð- merkingar. Eitthvað svipað gerist í arabíska og kúfiska letrinu. Er formið innihaldssnautt, er það eins og tölustaf- ur á ferð um rúmið í leit að tölu? öðru nær. Formið merkir, en sú merking er einkaeign þess. Formið bendir til ein- hvers, við eigum að leggja í það ein- hvern skilning. Efnismassar í húsi, tónasambönd, pensildráttur málara, hnífrista, bera sérstakan svip og eiga sérstakt andlit, það eru formandlit, þau líkjast stundum náttúrunni en eru þó aldrei náttúruandlit. Ef við segðum að form og merki væru eitt og hið sama, yrðum við að fallast á að hægt væri að aðskilja form og innihald. Að vísu er það iðulega gert, en aðferðin er röng og villandi. Innihald forms er formrænt. Formið er ekki handahófsyfirborð, ekki forkastanlegt klæði varpað yfir inni- hald, öðru nær, það er innihaldið sem breytist, rýrnar og hverfur. Guðir og goðsagnahetjur Mesópótamíu komu fram undir ýmsum heitum, voru sífellt að skipta um nöfn, en útlit þeirra breytt- ist aldrei. f sögunni koma oft fram sam- stæð timabil. Emile Mále hefur sýnt fram á, að á sumum tímabilum miðalda voru allar menntir eins og fastriðið kerfi og listin var látin hlýða jafn ströngum reglum og stærðfræði og tónlist. Þó er efamál hvort listformin hafi talað sama máli við alla; höfðu þau sömu merkingu fyrir guðfræðinginn sem sagði fyrir um verkefnið, fyrir listamanninn sem skóp verkið, fyrir leikmanninn sem las úr því sögu og lærdóma? Það er eitt eðli forms- ins að úr því má lesa fjöldann allan af merkingum. Helgimyndagerð má skilja á fleiri en einn veg. Myndirnar eru ým- ist formtilbrigði við sama efni eða mörg ólík efni undir sama formi. Sést á þessu að hugtökin eru sjálfstæð. Stundum er eins og formin blási lífi í merkingar, má þá líkja forminu við steypimót sem við hellum fullt af mörgum ólíkum málrn- TlMARITIÐ VAKI 26

x

Vaki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.