Vaki - 01.09.1953, Side 29

Vaki - 01.09.1953, Side 29
blöndum, en mótið gefur þeim ákveðna lögun. Oft er þó merkingin öflugri og stenzt freistingar formsins, hún getur jafnvel náð tangarhaldi á formtilraun- um sem ætlað var að flytja aðra merk- ingu. Særingalist fyrri aldra reyndi að ná valdi yfir hlut eða veru með eins kon- ar eftirlíkingum, einhverjir seiðskrattar færðu sveigjur og bugður höggormsins í myndform og skópu þannig bandfléttu- munstrið, en tilgangur þess var eflaust lækningar og meinabót. Við sjáum leifar þessa merkis í staf lækningaguðs- ins gríska, Eskapuleiusar. En merkið verður form og jafnskjótt fæðast af því óteljandi formafbrigði, myndir sem eiga ekkert skylt við hina upprunalegu merk- ingu. 1 sumum kirkjudeildum Austur- landa hlýðir bandfléttumunstrið kröfum skrautlistar, er notar það sem uppistöðu í þrautflæktum og margbrotnum glæsi- myndum. Þar er munstrið aðalatriði í safnmynd. Hjá Múhameðstrúarmönnum sætir það endalausri greiningu, er lim- ar sundur og hver hluti þess verður uppistaða í smámynd. 1 írskri miðalda- list er munstrið tjáning á hvarflandi draumlífi sem dvínar og hefst með nýju afli, það er óreiða og niflheimur sem hremmir til sín og felur leifar af furðu- skepnum, sýnir vísi að nýjum, það er formsköpun borin uppi af þrotlausri ímyndun. Munstrið vefur öngum sínum ævagamlar helgimyndir og byrgir þær inni, það sýnir heimsmynd sem á ekkert sammerkt með heiminum, tjáir hugsun- arhátt án skyldleika við hugsun. Þótt ekki sé litið nema á einfaldar uppkastsmyndir, er erfitt að verjast þeirri hugmynd að á bak við formin búi iðandi líf, sem komi fram í þrotlausu starfi. Tungan virðist skyld formlífinu. Orð getur verið einskonar steypimót og tekið við ólíkustu málmblöndum. Þegar það er eitt sinn orðið form á það oft framundan ólíklegustu ævintýri. IJm leið og ég skrifa þetta gleymi ég ekki réttmæti gagnrýni, sem Michel Bréal setti fram varðandi kenningar Arséne Darmsteter í bókinni „Líf orðanna“. Þessi gróður sem virðist spretta óháður er áreiðanlega tjáning á vissum þáttum vakandi greindar, á virkum og þolandi hlutum hugans, en gróðurinn sýnir iiæfileika til að afmynda, afskræma og gleyma. Hvað sem greind líður er leyfilegt að halda fram að gróður þessi visni og fölni, magnist og geti af sér afbrigði. Óvæntur atburður ýtir undir tilkomu þeirra, verkar eins og högg sem kemur róti á hlutina. Virðist mega telja hann eitthvert afl utan og ofan við stað- reyndir sögunnar, afl sem hrindir af stað kynlegri starfsemi, tekur að eyða, breyta og uppgötva nýjungar. Hverfum frá þessum myrku og flóknu undirstöð- um tungunnar og horfum á efri sviðin þar sem málið fær aukið fegurðargildi. Þar sjáum við regluna sem minnzt var á: merkið merkir, en um leið og það Bandfléttumunstur á íslenzkri rúmfjöl (Nordiska Museet I Stokkhólmi) TÍMARITIÐ VAKI 27

x

Vaki

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.