Vaki - 01.09.1953, Síða 30

Vaki - 01.09.1953, Síða 30
fær á sig form keppir það að auknu formgildi og kýs helzt að verða merking í sjálfu sér. Merkið skapar nýja merk- ingu og gefur henni framtíðarvon með tengslum og tilfærslum í steypimótum orðanna. Á þessari þróunarbraut má greina togstreitu tveggja afla, annað reynir að halda í hreina orðmerkingu, hitt vill afleiddar merkingar. Má skoða átökin annaðhvort sem viðleitni til að styrkja merkingu orðsins eða sem innri starfsemi í leit að formsköpun án tillits til hverfulla merkinga. Mótanleg eða plastísk form eru ekki síður fróð- legt viðfangsefni. Má telja þau sér- stakt svið eða tegund, sem gædd er lífi blásinni hreyfingu. Plastísku formin sæta reglunni um síendurteknar breyt- ingar mynda, og taka hamskiptum (métamorphoses). Þau sæta og regl- um stílsins, sem þreytist aldrei á að sannprófa tengsl þeirra, binda þau og leysa. Listaverkið virðist kyrrstætt en er það ekki, og gildir sú regla jafnt hvort verkið er hlaðið úr steini, höggvið í marmara, steypt í bronz, fest með fern- ishúð á striga, stungið í kopar eða rist í tré, listaverkið er ósk um festu en er ekki festa fremur en stund í fortíðinni. Verkið fæðist af breytingu og undirbýr breytingu. I einni teikningu eru fólgnar margar myndir; það sést greinilega í rissbókum meistaranna þegar þeir leita að réttri stöðu á handlegg og teikna marga handleggi, hvern ofan í annan en alla fasta við sömu öxl. 1 málverkum Rembrandts er allt krökkt af uppkast- myndum Rembrandts. Tilraunirnar sem leiða til hins fullgerða verks fá það til að bifa og titra. Að baki hinnar skýru og auðsæju myndar leynist þrautfléttað kerfi gamalla og nýrra tilrauna. Ströng- ustu listreglurnar virðast hneppa form- Teinungurinn, súluhöi'uð í rómönskum stil. Elne-kiaustur í Suðurfrakklandi efnið í viðjar og draga úr því safann, en þær eru samt bezt til þess fallnar að sýna fram á ótæmandi listmagn og úr- ræði formefnisins. Þekkjum við nokkuð sem virðist jafnfjarri aðlögun og sveigj- anleik lífsins og hinar geómetrísku sam- setningar í list Múhameðstrúarþjóða? Þær eru byggðar eins og stærðfræði- dæmi, látnar vaxa út frá þyrkingslegu frumformi. En innan við þessar skorður býr hiti og ástríða sem leitar á mynd- irnar, reynir að brjóta þær á alla vegu, og mann grunar að einhver hrekkjóttur vífilengjupúki sé að skemmta sér við að rugla áhorfandann, hann býr til völund- arhús úr fjölda mynda, en hver grípur inn í aðra, fléttar sig um hana, dregst saman, leysist upp, fellur svo aftur í sama horfið. 1 kyrrstöðu formsins býr kím hinna endalausu hamskipta; um leið TlMARITIÐ VAKI 28
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82

x

Vaki

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.