Vaki

Ataaseq assigiiaat ilaat

Vaki - 01.09.1953, Qupperneq 31

Vaki - 01.09.1953, Qupperneq 31
og horft er á myndina er eins og hún iði og breytist eftir því hvort athyglin beinist að auðum fleti eða uppfylltum, láréttum möndli, lóðréttum eða skáhöll- um. Hvert atriði geymir og ljóstrar upp leyndarmáli um óendanleg úrræði til nýrra forma. Svipað fyrirbæri finnst í í rómanskri höggmyndalist. Þar er abstrakt form gert að teinungi eða stoð að furðudýri eða undarlegri plöntu. Ófreskjan er látin vera í samræmi við heildarskipun skreytingar eða húss, en líf hennar er ýmist að fjara út eða blossa upp á ný. Hún er margundið vefjaband eða strengur (rinceau) úr plönturíkinu, hún er tvíhöfða örn, sæ- norn, menn að berjast. Hún tvöfaklast og vefst um sjálfa sig og gleypir sig að lokum. Án þess að skipta um eðli er líkt og þessi Próteus formsins belgi sig og láti finna til kraftanna, þeir eru þó ekki annað en ólga og gáruhreyfing í ein- földu formi. Mér kæmi ekki á óvart þótt einhver segði að abstrakt form og form hins furðulega væru frjáls í afstöðu sinni til náttúrunnar en listaverkið sem mynd væri háð henni sem eftirlíking. En við getum líka skoðað náttúrumyndir sem teinung að hamskiptum. Líffræðilega haldast líkamir manns og konu næstum því óbreyttir um aldaraðir, en við getum teiknað ómæli mynda út frá líkama, breytingaleiðirnar eru ófyrirsjáanlegar og óendanlega margar og hreyfingin er síkvilc í mannamyndum sem virðast reglulegar og samræmdar. Athugum Rafael, nærtækasta dæmið. Þegar goð- sagnaveran Daphne skiptir um ham og verður að lárviðartré, færist hún úr einu ríki náttúrunnar í annað. Önnur hamskipti sýna hvernig María mey frá Orleans verður María mey í stólnum; það er yndisleg skeljamynd, einkennist af formhreinum vafningum (volutes). Blómsveigar líkamsmyndanna sýna okk- ur þó bezt hvernig samræmd formtil- brigði leika sér við að mynda og leysa upp lífverur. Reiknimeistarinn í Aþenuskól- anum, hermenn Heródesar í Barnamorð- unum, fiskimennirnir í Netjadrættin- um, Impería með fætur Apollós krjúp- andi við fótskör Krists, eru vafskraut formhugsunar sem hefur líkamann að uppistöðu og gerir hann að leikfangi í samræmi, andstæðum og hamskiptum. Hamskipti líkamans verða til án þess að skerða veruleikann í lífinu, þau búa til nýtt líf sem er ekki síður flókið en líf furðuskepnanna í goðafræði Asíu- þjóða og höggmyndir rómanska stílsins. En ófreskjurnar hvíla í abstraktri uppi- stöðu og eru háðar henni, líkams- skrautið heldur eðlilegu samræmi en lætur samræmið leita að æ nýjum leið- um. Form getur staðnað og orðið form- úla eða hlutfallalögmál (canon) ; verður þá skyndilega kyrrstaða, hún er einatt notuð og höfð að fordæmi við list- kennslu, en formi er eðlilegast að lifa sífelld hamskipti, þau hefjast á ný og hlaupa um líkt og fjörkálfar. Stílviljinn tekur aö sér að aga þau til samvinnu, marka þeim stefnu og binda þau í kerfi. Hugtakið stíll hefur tvær ólíkar og jafnvel öndverðar merkingar. Stíllinn er eitthvað óháð. Stíll er eitthvað sem breytist. Með ákveðnum greini á orðið við æðri eigind listaverks, hæfileika sem leysir' það undan fjötrum tímans og gefur því ævarandi gildi. Stíllinn er festa og fordæmi, hann stendur af sér veður tímans og virðist líkastur tindi milli dalahlíða, hann er hámark sem ákveður hæðarlínuna. Hugtakið birtir okkur þrá mannsins til að tjá sig á sem breiðustum TiMARITIÐ VAKI 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82

x

Vaki

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vaki
https://timarit.is/publication/818

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.